Fréttatíminn - 08.10.2016, Blaðsíða 55
Ray Donovan
Komast næst því að fylla upp í
Sopranos tómarúmið. Ekki galla-
lausir en alltaf grípandi og mað-
ur fær ekki nóg. Liev Schreiber er
góður en Jon Voight er fáránlega
góður.
Silicon Valley
Nördarnir eru rokkstjörnur sam-
tímans. Ekki alveg jafn fyndnir og
Office Space en næstum því.
Transparent
Ótrúlega fallegir, ljóðrænir og list-
rænir þættir sem verða samt aldrei
tilgerðarlegir, alltaf skemmtilegir
og áhrifamiklir. Meðal þeirra þátta
sem sennilega hefðu aldrei orðið
til, a.m.k. ekki í núverandi mynd, á
venjulegri sjónvarpsstöð. Guði sé
lof fyrir Amazon Prime.
Bill Maher & John Oliver
Er orðinn háður því að fá fréttirnar
frá þessum tveimur herramönnum,
þar sem The Daily Show má muna
sinn fífil mun fegurri eftir fráhvarf
Jon Stewarts. Ólíkir þættir en báðir
skera all hressilega í gegnum allt
bullið sem dynur á okkur daginn út
og daginn inn frá öðrum miðlum.
Guði sé lof fyrir HBO.
Chelsea
Fræðandi og skemmtilegir og vel
gert hjá Chelsea Handler að brjóta
mótið og hugsa út fyrir kassann.
Hún á það sameiginlegt með John
Oliver og Bill Maher að vera með
leyfi til að gera og segja það sem
hún vill og það er að svínvirka. Guði
sé lof fyrir Netflix.
Casual
Krúttlegir og lágstemmdir drama-
-grínþættir um tvö uppkomin systk-
ini sem búa saman og gengur mis-
vel að fóta sig í lífinu. Foreldrarnir
snarruglaðir og sambönd þeirra
við annað fólk skrautleg. Enn einir
þættirnir sem maður sér ekki fyrir
sér að hefðbundin sjóvarpsstöð
hefði nokkurn tímann búið til í nú-
verandi mynd. Guði sé lof fyrir Hulu.
Bestu þættirnir
Ísleifur B. Þórhallsson tónleika-
haldari hjá Senu Live
Háður því að fá fréttirnar frá Bill og John
Hillary í miðju
stormsins
RÚV miðvikudag kl. 21.05
Hillary Clinton: Kona á ystu nöf
Ný heimildarmynd um Hillary
Clinton, frambjóðanda Demókrata
til forsetakosninga í Bandaríkj-
unum 2016. Fáir stjórnmálamenn
hafa þurft að þola jafn mikla
gagnrýni á opinberum vettvangi
og frú Clinton á sínum fjörutíu ára
ferli. Myndin beinir athyglinni að
framboði hennar og konunni sem
hóf feril sinn sem eiginkona póli-
tíkuss en gæti orðið valdamesta
kona Bandaríkjanna. Leikstjóri:
William Karel.
Watergate og
hryðjuverk
RÚV þriðjudag kl. 21.15
Áttundi áratugurinn
Fyrsti þátturinn af átta í heim-
ildarþáttaröð sem tekur upp
þráðinn þar sem þáttaröðin Sjö-
undi áratugurinn endaði. Hér er
fjallað um afdrifaríka atburði á
áttunda áratugnum s.s. Waterga-
te-hneykslið, írönsku gíslatökuna,
kynjabyltinguna, byltingarkennda
tónlist og stigvaxandi ógn hryðju-
verka á heimsvísu.
Leikarinn sem hélt
að hann væri
lögmaður
Netflix The Grinder
Fínir grínþættir um sjónvarpsleik-
arann Dean Sanderson sem flytur
aftur í heimabæ sinn eftir dvöl í
Hollywood. Hann telur að reynsla
sín af því að leika lögfræðing
í sjónvarpi henti til að taka við
lögmannsstofu fjölskyldunnar en
hlutirnir eru ekki alveg svo ein-
faldir. Með aðalhlutverk fer Rob
Lowe. Þættirnir fá 7.2 í einkunn á
IMDB.
Þakklátur Ísleifur B. Þórhallsson tónleika-
haldari er ánægður með framlag nýrra
miðla á borð við Hulu og Netflix. Mynd | Rut
Biðin er á enda!
STÓRA BÓKIN UM VILLIBRÁÐ
EFTIR ÚLFAR FINNBJÖRNSSON ER KOMIN AFTUR
Bókaútgáfan Salka | Suðurlandsbraut 4, 2. hæð | 108 Reykjavík | Sími 522 2250 | salka@salka.is | www.salka.is
Sannkölluð biblía veiðimanna og matgæðinga
Mikið aukin og endurbætt
Nýr kafli um ferskvatnsfiska
…sjónvarp11 | amk… LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2016