Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 08.10.2016, Page 70

Fréttatíminn - 08.10.2016, Page 70
Ert þú ein/n af þeim sem ert ennþá að nota eyrnapinna í augnskuggana þína – eða kannski bara fingurna? Það gengur bara ekki lengur, þú ættir að minnsta koti að fjárfesta í grunnpakka af góðum burstum. Það getur tekið töluverða vinnu að finna hentuga bursta en hér eru nokkuð góð ráð fyrir þá vegferð. • Þú þarft fjóra grunnbursta: Stóran púðurbursta, annan minni fyrir kinnalit, bronser og áherslupúður, augnskugga- bursta á stærð við fingurgóm og annan minni til þess að blanda og deyfa línur. Ef þú átt þessa fjóra bursta ættir þú að vera ágætlega sett/ur. • Keyptu heldur aðeins dýrari bursta með alvöru hárum en ódýrari með gervihárum. Gervi- háraburstar geta reyndar verið ágætir til þess að bera á andlitið fljótandi farða þar sem þeir eru vanalega auðveldari í þrifum. Passaðu bara að burstinn fari ekki úr hárum, það er eitthvað svo ólekkert að vera með bursta- hár klesst í farðanum. • Mælt er með því að bera meik og hyljara á andlitið með bursta þar sem fita af fingrunum getum stíflað svitaholur. • Burstinn sem þú notar fyrir kinnalitinn ætti að vera mjúkur með hringlaga enda. • Kúptur endi er alltaf eitthvað sem þú ættir að sækjast eftir, flatur endi getur orsakað óþarfa línur. • Þvoðu burstana einu sinni í mánuði með því að láta þá liggja í volgu sjampóvatni í smástund. Skolaðu þá svo og leggðu þá á handklæði og leyfðu þeim að þorna. • Burstinn sem þú notar til þess að móta augabrúnirnar ætti að vera skáskorinn svo auðveldara sé að beita honum við ná- kvæmnisvinnuna sem brúnirnar krefjast. • Varalitaburstinn ætti að vera fíngerður með stífum hárum til þess að ná að stjórna honum betur. Finndu þína fullkomnu bursta LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 201614 TÍSKA&SNYRTIVÖRUR Galatéis Douceur frá Lancôme Fljótandi hreinsimjólk sem notast án vatns. Fjarlægir farða og óhreinindi á augabragði af andliti og augum. Endurnýjar húðina með ananas og papaja og húðin verður hrein, tær og fersk. Tonique Douceur frá Lancôme Rakagefandi andlits- vatn með mildum inni- haldsefnum úr plöntum og án alkóhóls. Loka- þáttur húðhreinsunar sem gefur húðinni jafn- an og ferskan húðtón. Undirbýr hana fyrir frekari húðumhirðu og árangurinn er hrein, fersk og silkimjúk húð.Forever Youth Liberator Essence in lotion frá YSL Rakagefandi and- litsvatn sem styrkir, þéttir og mýkir húðina. Fullkomið fyrir förðun til að þétta og gefa raka. Biocils Water­ proof frá Biotherm Augnfarðahreinsir sem fjarlægir vatns- heldan farða. Ein létt stroka og farðinn er farinn af augunum. Hentar mjög vel fyrir viðkvæma húð.Hydra Zen frá Lancôme Næturmaski sem vinnur gegn streitu- einkennum, gef- ur mýkt, þægindi og ljóma. Maskinn er borinn á í þunnu lagi á hreint andlit og háls. Við mælum með að nota augn- krem á augnsvæðið. Mjög róandi og rakagefandi krem. Biosource Total Renew Oil frá Biotherm Nærandi blanda af náttúrulegum olíum sem næra og lagfæra húðina meðan húðin er hreinsuð. Olía sem umbreytist í froðu og hreinsar upp öll óhreinindi og meng- un. Hentar fyrir augn- svæði og andlit.Top Secrets Instant Moisture Glow frá YSL All-in-one for- múla sem bætir áferð húðarinnar og gerir förðunina enn fallegri. Húðin ljómar samstundis með geislandi satí- náferð. Hægt er að nota hana eina og sér, undir eða yfir farða. Fyrir allar húðgerðir. Wondermud skin best frá Biotherm Steinefna- og þörungamaski. Náttúrulegur og hreinsandi leir sem kemur frá fjöllum Marokkó. Einstaklega létt og silkimjúk áferð með náttúrulegum ilmi. Maskinn hreinsar og dregur saman opnar húðholur. Jafnar, hreinsar og nærir húðina. Force C frá Helena Rubinstein Fljótandi serum krem fyllt með C-vítamíni. Formúlan inniheld- ur andoxandi efni sem næra og fylla húðina af orku. Húðin verður mjúk, nærð og fær nátt- úrulegan ljóma. Biosource Micellar Water frá Biotherm Ferskt hreinsivatn fyrir andlit og augu. Fljótlegt og þægilegt í notkun. Hreinsar vel af farða og önnur óhreinindi úr húð- inni frá umhverfinu. Forever Youth Liberator Water­ in­oil frá YSL Mikil og öflug næring fyrir húðina. Gefur samstundis þægindatilf- inningu, sléttir og mýkir húðina. Við ásetningu breytast þurrolíurnar í vatn sem að gerir það að verkum að virku efnin ná djúpt ofan í húðina en án þess þó að húðin verði olíukennd. Vinnur gegn öldrunareinkennum, lín- ur og hrukkur minnka, teygjanleiki og ferskleiki eykst. Force C 10% frá Helena Rubinstein Augnmaski sem dreg- ur úr þrota og dökk- um baugum. Formúlan inniheldur andoxandi efni sem næra og fylla húðina af orku. Gott er að setja þetta í dag- lega rútínu fyrir bjartara augnsvæði. 20% afmælisafsláttur www.th.is | 551 5814 | TÖSKU-OG HANSKABÚÐIN | Laugavegi 103 við Hlemm NÝ HAUSTSENDING FRÁ ADAX Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt fyrir flottar konur

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.