Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 28. október 2016 3l. 10kg. FÖRUM VARLEGA INN Í VETURINN byko.is 5 eða 25kg. Amir vill giftast íslenskum unnusta Útlendingamál Amir Shokrogozar hyggst giftast íslenskum unnusta sínum til tíu mánaða, en má búast við því að verða sendur til Ítalíu á forsendum Dyflinarsamkomu- lagsins. Amir hefur átt erfitt uppdráttar síðan hann flúði frá Íran árið 2009. Íþróttafélög í Reykjavík hygla strákunum Ef Píratar setja hörð skilyrði er bolt- inn kominn til Sjálfstæðismanna að mati Grétars Þórs Eyþórssonar. Amir Shokrogozar varð fyrir hrottalegu kynferðisofbeldi í sömu flóttamannabúð- um og hann þarf nú að snúa til. Mynd | Rut Fréttatíminn greindi frá því í gær að Amir mátti þola hrottalegt kynferðis- legt ofbeldi í sömu flóttamannabúð- um og hann þarf að fara til, gangi úr- skurður Útlendingastofnunar eftir. Samtökin '78 hafa meðal annars for- dæmt úrskurðinn harkalega. „Ég sá hann fyrst í sjónvarpinu,“ segir unnusti Amir, sem er ekki til- búinn að stíga fram undir nafni. Þeir náðu saman á Facebook, og hefur sambandið þróast síðustu mánuðina. Hann segir þá hafa leitað til Fríkirkj- unnar um að gefa sig saman, en þar fengust þau svör að Amir yrði að framvísa vottorðum, sem eru ein- göngu fáanleg hjá íranska ríkinu eða fjölskyldu Amir. Unnustinn er vongóður um að þeir nái að giftast, en þeir keppa við tímann því Amir þarf að yfirgefa Ísland á næstu vik- um þar sem réttaráhrifum verður ekki frestað, kæri hann úrskurðinn til kærunefndar Útlendingamála.| vg Íþróttir Verulega hallar á stelpur í KR, Fjölni og Þrótti, íþrótta- félögunum sem valin voru af handahófi í úttekt mannréttinda- ráðs Reykjavíkur á stöðu kynj- anna. Stelpur eru í minnihluta iðkenda, miklu minna er sagt frá afrekum þeirra á heimasíðum félaganna og framkvæmdastjór- ar og formenn aðalstjórna félag- anna eru allt karlar. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Þrátt fyrir að íþróttafélögin Fjöln- ir, KR og Þróttur hafi öll sett sér jafnréttisstefnu, hallar á stelpur hjá þeim öllum. Félögin voru valin í slembiúrtaki í úttekt á stöðu kynj- anna, sem unnin var af starfs- hópi á vegum mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. „Allverulega hallar á stúlkur og konur í íþróttafélögum borgarinn- ar. Það kemur því miður ekkert rosa- lega mikið á óvart en þetta er aug- ljóst þegar skýrslan er skoðuð,” segir Magnús Már Guðmundsson fulltrúi Samfylkingar í mannréttindaráði. Hann bendir á að 54-69% iðkenda í þessum þremur íþróttafélögum á aldrinum 6-18 ára eru strákar. Stelp- ur taki því síður þátt í starfi þeirra. „Bregðast þarf við miklu ójafnvægi í kynjahlutföllum meðal iðkenda ákveðinna íþrótta- greina, sér- staklega í knattspyrnu og fimleikum. Til þess er nauðsynlegt að vinna gegn staðal- ímyndum kynjanna,“ segir meðal annars í niðurstöðum skýrslunnar en strákar eru í miklum meirihluta iðk- enda í fótbolta en stelpur í fimleikum. „Þegar rýnt er nánar í hóp iðkenda þá er kynjahlutfallið áberandi ólíkt þar sem strákarnir eru mun fleiri í boltaíþróttunum, stelpurnar eru helmingi fleiri en strákarnir í fimleik- um. Í öðrum greinum er munurinn jafnari,“ skrifar Magnús á Facebook- síðu sína. Þá hallar mjög á stelpur í umfjöll- un um þær á heimasíðum félaganna. „Á tilteknu tímabili sem tekið var til skoðunar má sjá að í 59 fréttum var bara ein einstaklingsfrétt um konu á meðan 19 fréttir, eða þriðjungur af öllum fréttunum, voru einstaklingsfréttir um karla,“ bendir Magnús á. Samkvæmt úttektinni eru framkvæmdastjórar og formenn aðalstjórna félaganna allt karlar, auk þess sem karlar eru í meirihluta í flestum deildum félaganna. Einnig vekur brottfall stúlkna eftir 14 ára aldur athygli, en það er mun hærra en brottfall drengja á sama aldri. Í skýrslunni er lagt til að reynt verið að bregðast við þessu brottfalli beggja kynja. „Niðurstöðurnar eru klárlega ekki einungis bundnar við þessi félög og hvað þá bara íþróttafélög sem starfa í Reykjavík. Ég leyfi mér að fullyrða að þetta sé veruleikinn um allt land, sem er algjörlega óviðunandi,” segir Diljá Ámundadóttir varaformaður mann- réttindaráðs. „Við munum vinna úr þeim ábendingum sem fram koma í skýrsl- unni og svo á Íþrótta- og tómstunda- ráð Reykjavíkur eftir að taka hana fyrir,“ segir Elín Oddný Sigurðar- dóttir formaður mannréttindaráðs og fulltrúi Vinstri grænna. Grétar segir að þótt þetta sé ekki skuldbinding sé þetta vísir að blokkarmyndun og samstarf hljóti að vera fyrsti kostur. Kannannir bendi svona heldur til þess að ein- hverjir fleiri gætu þurft að koma að borðinu og þá reyni á málamiðlanir. Ljóst er að ekki verður fallist á kröfu Pírata um styttra kjörtímabil en Birgitta Jónsdóttir dró í land með hana eftir fundinn í samtali við fjöl- miðla. Hún sagði Pírata vera sveigj- anlega, meðal annars þegar kemur að stjórnarskrármálinu og kröfunni um stutt kjörtímabil. Grétar bendir að ef Píratar setji mjög hörð skilyrði um stutt kjör- tímabil eða stjórnarskrármál, þurfi flokkarnir að reyna stjórnarmynd- un yfir miðjuna. Þá sé boltinn hjá Sjálfstæðismönnun og spurningin sé, hverjum þeir vilji vinna með. Hann segir langt síðan kosningar voru svona spennandi. Fjöldi kjós- enda hafi enn ekki ákveðið sig og línurnar geti því enn átt eftir að breytast. Framsóknarflokkurinn og Sam- fylkingin eru að bíða afhroð sam- kvæmt könnunum og forystumenn f lokkanna, sérstaklega Samfylk- ingarinnar, eiga raunverulega á hættu að falla af þingi. Grétar seg- ist telja að gamlir stuðningsmenn Samfylkingarinnar gætu átt eftir að skila sér heim fyrir kosningar þegar svona alvarleg staða sé uppi. Hann eigi því frekar von á að flokkurinn fái á bilinu 8 til 10 prósent og fari ekki lægra en það. Langt síðan kosningar voru svona spennandi Stjórnmál „Óneitanlega gefur þessi yfirlýsingat flokkanna vísbendingu um að flokkarn- ir reyni við samstarf fái þeir þingstyrk,“ segir Grétar Þór Eyþórsson prófessor í stjórn- málafræði. Stjórnarandstöðu- flokkarnir, Píratar, Vinstri græn, Björt framtíð og Sam- fylkingin vilja ræða myndun meirihlutastjórnar þessara flokka að loknum kosningum fái þeir umboð kjósenda til þess. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Árásin átti sér stað skammt frá Lundanum. Eyjaárásin rannsökuð sem tilraun til manndráps Sakamál Líkamsárásin gegn konu, sem átti sér stað í Vestmannaeyjum í september síðastliðnum, er rannsökuð sem tilraun til manndráps. Hinn grunaði er kærður fyrir að hafa komið konunni í það ástand að hún var bjargarlaus, en árásarmaðurinn yfirgaf hana þar sem hún lá nakin úti. Konan var með afar lágan líkamshita þegar hún var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Nágranni varð var við konuna sem var illa haldin og kom henni til aðstoðar. Maðurinn, sem er helmingi yngri en konan, er einnig kærður fyrir að hafa beitt konuna kynferðislegu ofbeldi. Maðurinn gæti átt yfir höfði sér allt að 16 ára fangelsi verði hann fundinn sekur. Konan er snúin aftur til Vestmannaeyja eftir að hafa dvalið annarstaðar á landinu í nokkurn tíma, en sam- kvæmt heimildum Fréttatímans dvelur hinn grunaðir ekki lengur í Vestmannaeyjum. Lögreglustjórinn krafð- ist þess að hann sætti geðmati vegna málsins en því var hafnað. Samkvæmt heimildum Fréttatímans man konan lítið eftir árásinni sjálfri, og gat ekki borið kennsl á manninn í sakbendingu skömmu eftir árásina að því er fram kom í gæsluvarðhaldsdómi sem féll í síðasta mánuði. Konan var með mikla áverka í andliti og á augum þegar sak- bendingin fór fram. Þá sætir maðurinn einnig rannsókn vegna ráns fyrr á árinu, þegar hann á að hafa neytt karlmann til þess að taka út fé úr hraðbanka og gengið svo í skrokk á honum. Í 59 fréttum á heimasíðum íþróttafélaganna var bara ein einstaklingsfrétt um konu. Diljá Ámundadóttir og Magnús Már Guðmundsson sitja í  mannréttindaráði Reykjavíkurborgar. Stjórnmál Fjarlægðu kosningamyndband VG fjarlægði í gær myndband af Youtube með listamanninum Ragnari Kjartanssyni og formanni VG, Katrínu Jakobsdóttur. Ástæð- an var sú að vafi lék á því að mynd- bandið stæðist lög um auglýsingar á áfengi og tóbaki, en það var Vís- ir.is sem vakti athygli á málinu. Myndbönd listamannsins hafa vakið mikla athygli en myndband af nakinni konu að fremja gjörning var ritskoðað af Facebook vegna nektar.| vg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.