Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 56
4 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016HEILSA&LÍFSTÍLL Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir „Við höfum í gegnum árin verið að útvíkka vörulínuna okkar og á næstu dögum munu fara í umferð nýjar umbúðir fyrir SagaMemo og SagaVita.“ Mynd | Rut SagaMedica notar hvönn sem vex villt í Hrísey Náttúruvörur sem bæta lífsgæðin SagaMedica er íslenskt þekkingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í rannóknum á íslenskum lækningajurtum og framleiðslu á náttúruvörum úr þeim. Unnið í samstarfi við SagaMedica SagaMedica framleiðir há-gæða náttúruvörur úr íslenskri hvönn og mark-aðssetur beggja vegna Atl- antshafsins ásamt því að hafa náð góðum árangri innanlands. „Þær jurtir sem hafa verið rannsakaðar og unnið mikið með innan fyrirtæk- isins hafa mikla sögulega þýðingu fyrir íslensku þjóðina, enda hafa lækningajurtir skipað stóran sess í samfélaginu frá landnámstíð,“ segir Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, sölu- og markaðsstjóri hjá SagaMedica. Vistvæn úr Hrísey Íslenska ætihvönnin er uppistað- an í vörum SagaMedica. „Hvönn- in sem Sagamedica notar, sem er m.a. tínd í Hrísey, er vistænt vottuð. Framleiðsluaðferðir SagaMedica eru mjög náttúruvænar og speglar vörulína fyrirtækisins hreinleika.“ Hvönnin hefur verið nýtt til heilsu- bótar af Íslendingum í yfir þúsund ár og tveggja áratuga rannsóknir okkar hafa leitt til merkilegra upp- götvana á virkni hennar. Fækkar salernisferðum Vörurnar sem SagaMedica býð- ur upp á eru af ólíkum toga með mismunandi virkni. Þar fer fremst meðal jafningja SagaPro sem unn- in er úr laufum hvannarinnar og er notuð af fólki sem glímir við tíð þvaglát. „Varan hentar vel fólki með minnkaða blöðrurýmd og einkenni ofvirkrar blöðru sem er algengt vandamál. Þannig hefur SagaPro bætt lífsgæði margra þeirra sem glíma við þetta vandamál. Það hefur sýnt sig að SagaPro fækkar mjög salernisferðum jafnt að degi sem nóttu og bætir svefninn,“ segir Ingibjörg og bætir við að ákveðn- ir lífstílshópar sæki líka í auknum mæli í þessa vöru til að geta stund- að áhugamál sín án vandkvæða. „Þetta eru til að mynda golfarar, hlauparar, göngufólk og hjólreiða- fólk.“ SagaPro er fáanlegt í 30 töflu pakkningu en á næstunni verður SagaPro einnig fáanlegt í 60 töflu pakkningu. Viðheldur heilbrigðu minni SagaPro hefur verið á markaðnum síðan 2005. „Við höfum í gegnum árin verið að útvíkka vörulínuna okkar og á næstu dögum munu fara í umferð nýjar umbúðir fyrir Saga- Memo og SagaVita,“ segir Ingibjörg en umbúðabreytingarnar eru í takt við þær breytingar sem gerðar voru á umbúðum SagaPro fyrir skömmu. Breytingarnar eru hluti af nýrri samræmdri heildarhönnun á vöru- línunni. SagaVita og SagaMemo hafa hvor sína virknina og hafa vin- sældir þeirra verið að aukast jafnt og þétt. „Fólk notar SagaVita til að verja sig gegn vetrarpestum en auk þess finnst fólki SagaVita vera mjög orkugefandi og auka afköst. SagaVita er bæði fáanleg í vökva- og töfluformi. SagaMemo inniheldur síðan efni sem hafa sýnt sig að hafa góð áhrif á minnið. Það er unnið úr fræjum hvannarinnar og blágresi. SagaMemo er notað af fólki sem vill viðhalda heilbrigðu minni.“ 101 árs hæstánægður kaupandi Voxis hálstöflurnar frá SagaMedica eru vinsælustu hálstöflur lands- ins*. „Töflurnar gagnast vel við særindum í hálsi og mýkja röddina. Fyrir utan það eru þær einstaklega bragðgóðar og slá í gegn hjá stór- um sem smáum. Við fáum mikið af pöntunum erlendis frá en ferða- menn sem hafa komið hingað til landsins hafa margir hverjir fallið fyrir Voxis. Eins og aðrar vörur SagaMedica er Voxis framleitt úr hvönn en auk þess innihalda töflurnar mentól. Til gamans má geta að nafnið Voxis þýðir íslensk rödd en „vox“ þýðir rödd á latínu og „is“ að sjálfsögðu landskóði Ís- lands,“ segir Ingibjörg og rifjar upp skemmtilegan tölvupóst sem barst SagaMedica á dögunum. „Hann innihélt mynd af hæstánægðum Voxis kaupanda. Það var hún Jane sem skrifaði tölvupóstinn fyrir hönd móður sinnar, Doreece Walker frá Cardiff í Bretlandi, sem fagnaði 101 árs afmæli sínu síðastliðinn septem- ber. Doreece er alltaf himinlifandi þegar hún fær Voxis sendingar frá Íslandi og eru hálstöflurnar í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún segist hreinlega elska Voxis töflurnar eða orðrétt frá henni: „I love my Voxis Lozenges, they do me the world of good”. Það er ekkert skemmtilegra en að heyra frá viðskiptavinum SagaMedica sem deila með okkur ánægjulegum frásögnum um gagn- semi varanna.“ Viljum bæta lífsgæði fólks „Sérfræðingar vinna að því að rannsaka og þróa nýjar afurðir sem stuðla að bættum lífsgæðum. Það er einmitt okkar markmið að létta fólki lífið með náttúruvörum sem bæta líðan frá degi til dags. Vör- ur SagaMedica fást í apótekum, heilsubúðum og stærri matvöru- verslunum um land allt. *Nielsen tölur, september 2016, Gallup á íslandi. Hvönnin er allra meina bót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.