Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 25
| 25FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 28. október 2016
Filippa, drottning Játvarðar þriðja, biður mann sinn að þyrma lífi borgaranna í Calais.
Rannsóknir hafa sýnt að um örlög þeirra var búið að semja fyrir fram.
ættir þessara tveggja stórvelda, Englands og
Frakklands, háðu bardaga áratugum saman
með tilheyrandi blóðsúthellingum.
Játvarð konung vantaði höfn til að koma
hergögnum sínum heiman frá Englandi og á
vígvellina í Frakklandi. Að lokum náði hann
borginni á sitt vald og hún var undir ensku
krúnunni allt fram til ársins 1558, eða í ríf-
lega tvær aldir.
Eins og gefur að skilja hafði árs umsátur
mikil áhrif líf íbúa borgarinnar, enda voru
allir flutningar til hennar stöðvaðir bæði á
landi og sjó. Hungursneyð og dauði fylgdu
hernaðarbröltinu. Íbúarnir voru þá um átta
þúsund, álíka margir og flóttamennirnir sem
eru nú í búðunum utan við borgina.
Borgararnir
Í garði við suðurenda breska þinghússins
stendur fræg stytta. Hún var sett upp árið
1914 og afhjúpuð ári síðar um það leyti sem
breskir og franskir hermenn börðust hlið við
hlið gegn miðveldunum í fyrri heimsstyrjöld.
Styttan heitir Borgararnir frá Calais og sýn-
ir sex manneskjur sem virka að niðurlotum
komnar. Það var Auguste Rodin sem gerði
verkið á níunda áratug 19. aldar að beiðni
borgaryfirvalda í Calais.
Borgararnir sex frá Calais, sem Rodin
sýnir hlekkjaða og að niðurlotum komna,
voru miklar hetjur. 1. ágúst árið 1347, þegar
umsátrið um borgina hafði staðið í ellefu
mánuði, voru eldar kveiktir í Calais til merk-
is um að íbúar borgarinnar væru tilbúnir að
gefast upp. Sagt er að Játvarður Englandskon-
ungur hafi þá heitið að þyrma lífi borgarbúa
ef að hann fengi lyklana að borginni afhenta
úr hendi óvinanna, af fulltrúum borgar-
búa sem jafnframt myndu þá láta lífið. Sex
einstaklingar, undir forystu eins efnaðasta
íbúa borgarinnar, Eustache de Saint Pierre,
buðu sig fram til verksins og gengu jafnframt
í opinn dauðann.
Það er þessi hetjudáð sem Rodin túlkar í
verki sínu, en samt voru ekki allir á eitt sátt-
ir. Borgararnir í verkinu, sem allir eru í yfir-
stærð, þóttu ekki nógu „hetjulegir“ og borg-
aryfirvöld í Calais brugðu á það ráð að lyfta
verkinu upp á háan stall til að lyfta undir
hetjudáðina, þó svo að listamaðurinn hafi
sjálfur viljað að íbúar borgarinnar gengu
nánast á þessar hetjur fortíðar. Þannig var
það von hans að íbúar Calais tengdust betur
þeirri staðreynd að þarna var fólk af holdi og
blóði, sem gekk út í opinn dauðann.
Flóknari saga
Lengi vel var því haldið fram að drottning
Játvarðar, Filippa að nafni, hefði beðið mann
sinn að þyrma lífi borgaranna sex sem buðu
sig fram til að ganga í opinn dauðann og það
gerði konungur vissulega að lokum. Nýlegar
rannsóknir hafa hins vegar sýnt fram á að
svo einföld var sagan ekki.
Borgararnir voru nefnilega búnir að
tryggja líf sitt fyrirfram, ná samningum við
Játvarð um að lífi þeirra yrði þyrmt. Það var
því ekki svo að þeir hefðu stigið fram úr fjöld-
anum til að drýgja sína hetjudáð, heldur til-
heyrðu þeir elítu borgarinnar, sem hafði tök
á að semja um örlög sín við sjálfan konung
Englands.
Þrengingar borgaranna sex voru sannar-
lega til staðar, þeir voru leiddir í hlekkjum
og undir alvæpni út fyrir borgarmúrana til að
afhenda lyklana að borginni en sá gjörning-
ur var fyrst og fremst táknrænn og ekki jafn
hetjulegur og talið var um aldir. Hetjudáðin
sem Rodin vann út frá í verkinu, var því ekk-
ert nema mýta og tilbúningur þegar til kom.
Með tíð og tíma urðu borgararnir samt eins
konar erkitýpur fyrir hinn dáðum prýdda
franska borgara, en heimildir sýna að leið-
toga þeirra Saint-Pierre var meira að segja
launaður greiðinn af Játvarði Englandskon-
ungi.
Við flytjum snilligáfu til þeirra sem rækta hana
VIÐ KOMUM ÞVÍ TIL SKILA
16
-2
68
8
–
H
VÍ
TA
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA