Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 14

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 14
EXPLORE WITHOUT LIMITS ® ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF. KLETTHÁLSI 3 110 REYKJAVÍK SÍMI: 540 4900 NETFANG: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.com VÖNDUÐ JEPPADEKK FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT DEKK UNDIR FLESTAR GERÐIR JEPPA OG JEPPLINGA. STÆRÐIR FRÁ 29-44 TOMMU. ÖLL ALMENN DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMABÓKANIR Í SÍMA 540 4900 14 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 28. október 2016 Hvað myndi Jón Sigurðsson kjósa? Sumir halda því fram að sjálfstæðisbarátta Íslendinga sé ævarandi og eilíf. Þannig þurfi smáþjóðin hér norður í hafi að standa af sér veðrin í lífsins ólgusjó og gera sig gildandi gagnvart umheiminum. Jón Sigurðsson er aðalpersóna í því hvernig við minnumst sjálfstæðisbaráttunnar. Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní, er hans fæðingardagur og lýðveldið sjálft þannig bundið persónu þessa manns sem stóð í stappi við dönsk yfirvöld á sinni tíð. En hvað myndi Jón Sigurðsson kjósa nú, ef hann væri á kjörskrá fyrir komandi alþingiskosningar sem fara fram um næstu helgi? Fréttatíminn hafði samband við nokkra einstaklinga og bar þessa einföldu spurningu undir þá: Hvað myndi Jón kjósa? Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Klárlega Sigmundarmaður „Ég fékk mér bara kaffibolla og hugsaði þetta aðeins,“ segir Hólmgeir Karlsson, fram- kvæmdastjóri Bústólpa. „Ég er viss um að Jón Sigurðsson myndi ekki kjósa neinn flokk sem er hlynntur ESB aðild, þannig væri Samfylk- ingin sennilega fyrst út af borðinu. Hann myndi heldur ekki svo mikið sem íhuga að kjósa Pírata eða Við- reisn, flokka sem lítinn eða engan skilning hafa á matvælaöryggi þjóðarinnar og landbúnaði sem grunnatvinnuvegi og undirstöðu að byggðafestu í landinu. Landbúnaðarstefna, byggða- sjónarmið og jöfnuður Vinstri grænna yrðu honum hugstæð, en hann myndi samt ekki verða í nein- um vafa og kjósa Framsóknarflokk- inn, flokkinn sem gekk gegn straumnum til að verja hagsmuni landsins og sjálfstæði eftir efnahagshrunið. Hann myndi sennilega ganga svo langt að flytja til Akureyrar og kjósa Framsóknarflokkinn í Norð-austur- kjördæmi til að þakka og um leið styðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem var leiðtoginn í baráttunni við fjármálaöflin, maðurinn sem fór gegn straumnum líkt og hann sjálfur gerði forðum. „Vér mótmælum allir“ bar- áttan var engin búsáhaldabylting, barátta Jóns Sigurðssonar var barátta fyrir raunverulegu sjálfstæði Íslendinga. Jón barðist við Dani en ríkis- stjórn Sigmundar Davíðs barðist við fjármálaöflin.“ Frjáls verslun en ekkert ESB „Jón Sigurðsson barðist fyrir frjálsri verslun, frjálslyndi og sjálfstæði Íslands undan erlendu valdi,“ segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, pró- fessor í mannfræði við Háskóla Íslands. Þannig að það liggur nú nokkuð í augum uppi að hann myndi líklegast kjósa Sjálfstæð- isflokk sem hefur lengst allra flokka haft frjálsa verslun á stefnuskrá sinni og framkvæmt margt í þá veru. Viðreisn gæti komið til greina ef hún hefði ekki ESB aðild á stefnuskrá sinni, býst ég við, þar sem Jón vildi ótvírætt sjálfstæði Íslands.“ Hitt er annað mál að ekki er gott að vita hvernig Jón hefði hugsað, hefði hann verið uppi dag í allt öðru samfélagi en þá. Sigríður Dúna er á því að söguleg vitund sé mikilvæg í lýðræðislegri þátttöku. „Söguleg vitund ætti að skipta miklu máli, en hvort hún gerir það er síðan annað mál. Sá sem tekur afstöðu án þess að vita af fortíðinni nema hugsanlega þeirri allra nánustu er dálítið samhengislaus. Menn þurfa þó ekkert að vera áhugamenn um stjórnmálasöguna til að vita hvað þeim finnst rétt eða rangt en öll upplýsing er af hinu góða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.