Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 28. október 2016 „Eftir að mamma og pabbi dóu skiptum við upp dánarbúinu og elsti bróðir minn sat uppi með hell- ing af myndum. Þessi greip mig svo því mér fannst hún eitthvað svo töff. Þarna er mamma um tvítugt og þetta eru vinkonur hennar. Þetta eru stelpur sem héldu hópinn frá því þær voru börn og þangað til þær dóu gamlar. Þetta var mjög sterkur og góður vinskapur.“ Mannstu eftir þessum konum? „Já. Ég er lang yngst af systkin- um mínum en elsti bróðir minn Ólafur Lárusson þekkir þær betur. Ég man eftir tveimur þeirra alveg sérstaklega en þær voru vinkonur mömmu þangað til hún dó. Vinátta þeirra var líka svo sérstök því þær voru mjög ólíkar að mörgu leyti. Þær æfðu badminton saman.“ „Ég veit ekki hvernig þær kynnt- ust en sumar kynntust þegar þær voru börn í Vesturbænum. Mamma bjó á Vesturgötu og þetta voru stelpurnar í hverfinu. Þær voru skíðakonur, KR-ingar, ferðuðust mikið, algerir naglar.“ Hvernig líður þér þegar þú horfir á þessa mynd? „Ég fyllist stolti, mikilli gleði og þessi mynd minnir mig á traust. Þetta er vinskapur sem hélst að mestu alla tíð. Það held ég að sé það dýrmætasta. Að vinkonur geta haldið sambandi gengum súrt og sætt. Ég veit að það kom oft eitt- hvað upp á en þær útkljáðu alltaf málin.“ | bg | hdó Uppáhalds ljósmyndin: Vinkonur í gegnum súrt og sært Ljósmyndir geta átt sérstakan stað í hjarta fólks. Minningar sem festar hafa verið á filmu og gott er að horfa á stöku sinnum þegar grátt er úti eða þegar maður er lítill í sér. Sigríður Lárusdóttir deilir sinni uppá- halds ljósmynd. Frá vinstri. Jónína Nieljohníusdóttir (mamma Sigríðar), Elísabet Maack Thorsteins- son, Sigríður Jónsdóttir, Magdalena Schram, Sigríður Guðmundsdóttir og Guðrún Jónsdóttir Möller. Allar konurnar eru látnar nema Sigríður Guðmundsóttir. Rappið er nýja poppið Hljómsveitin Cyber tekur saman áhugaverðustu rappara á Airwaves Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Rappsen-an hefur vaxið gríðarlega á síðustu misserum á Íslandi. Senan hefur fengið mikla athygli í er- lendum fjölmiðlum og ný bönd upp. Uppskeruhátið ís- lenskrar tónlistar byrjar í næstu viku og fékk Fréttatím- inn til liðs við sig Jóhönnu Rakel Jónasardóttur og Sölku Valsdóttur úr rapp bandinu Cyber til þess að skýra frá við hverju má búast úr rappheimum á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. „Airwaves er sýning gróskunnar í tónlist á Íslandi og þá eru náttúr- lega allar íslenskar hljómsveitir í brjál- aðri uppskeru, við erum öll að gera eitthvað nýtt. Rappið er svo fáránlega vinsælt núna, rappið er nýja poppið, það verður ekkert litið fram hjá því. Grime er mjög vinsælt núna en það er ein týpa af rappi frá Bretlandi og er það sem er að gerast núna í rappheiminum. Það er svolítið sér- kennilegt hljóð í því, aðeins öðruvísi taktur, eiginlega að- eins nettari,“ segir Jóhanna. Er ekki íslenskt rapp að verða mjög vin- sælt erlendis? „Airwaves í fyrra var alger stökkpall- ur fyrir okkur því við fengum mikla erlenda fjölmiðla- athygli og fyrir vikið fengum við rosalega mikið af erlendum bókun- um. Þessi hátíð er mjög mikilvæg fyrir hljómsveitir sem eru komnar á þann stað að fara með efnið sitt enn- þá lengra og vinna þá vinnu sem þarf að til að ná að fá að spila úti. Það er mjög dýrmætt að eiga svona stökkpall á  íslandi“ segir Salka. Hér er listi sem stöllurnar út Cyber mæla með fyrir rapp áhugamanninn: Kano Einn af elstu Grime röppurum frá Bretlandi, Fulltrúi Grime-sins núna á Airwaves Silvana Imam Sænskur kvenrappari sem er að gera eiginlega of góða hluti Kate Tempest Breskur ljóðaslammari, ofurein- lægt og rappið nýtt til fulls The Internet Sjúklega flott bassatónlist sem er þægileg í hlustun GKR Skemmtilegur og spennandi rapp- ari í íslensku senunni Dizzie Rascal Skemmtileg nostalgía, verður spennandi að sjá hvernig sviðs- framkoman verður Digable Planets Mjúkt rapp af gamla skólanum Alvia Islandia Hún er ógeðslega flottur og skemmtilegur rappari, við erum spenntar að sjá nýtt efni frá henni. Hljómsveitin Cyber mælir með rappi fyrir Airwaves fara. Flippaðasti réttur Reykjavíkur fundinn Sushiburító: Blanda af japanskri og mexíkóskri matargerð Nú hefur flippaðasti réttur Reykja- víkur verið fundinn. Rétturinn á rætur að rekja til Japans og Mexíkó og heitir hann Sushibúrító. Þar er blandað saman hinum vinsæla rétt sushi og hinum sívinsæla mexík- anska rétti, búrító. Ekki skemmir fyrir að rétturinn er vegan og hent- ar því öllum. Vinsælu grænmeti frá hinum ólíku menningarheimum er bland- að saman og má þá nefna jala- peno, ristuð þarablöð eða Nori og veganchillimajónes. Þessar blöndur hafa kokkar Sushibarsins við Lauga- veg sett saman. Þar er mikill áhugi á að elda mat án nokkurra dýra- afurða og prófa eitthvað nýtt, eitt- hvað spennandi: „Við erum nokk- ur vegan sem vinnum hérna og við höfum mikinn áhuga á að geta gert eitthvað fyrir alla. Við erum oft að leika okkur að þróa nýjar vegan sós- ur eins og vegan chilli majó,“ segir starfsmaður Sushibarsins. Á Sushibarnum ríkir mikill áhugi á tilraunum og nýjungum . AVS rannsóknasjóður hefur að markmiði að styrkja verkefni, sem stuðla að auknu verðmæti ís lensks sjávarfangs og styrkja samkeppnishæfni ís lensks sjávarútvegs og fiskeldis. Sjóðurinn aug lýsir nú eftir umsóknum í verkefni með þetta að mark miði. Skilafrestur umsókna er til kl. 20, 1. des ember 2016. Umsóknum ber að skila rafrænt á net fangið avs@byggdastofnun.is og bréflega á póst fangið Byggðastofnun v/AVS rannsóknasjóður í sjávar útvegi, Ártorgi 1, 550 Sauðárkrókur. Vakin er at hygli á því að umsóknum þarf bæði að skila raf rænt og bréflega. Styrkir sem sjóðurinn veitir falla undir tvo flokka: a. Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna Styrkir til afmarkaðra rannsókna- og/eða þró unar- verk efna, sem falla að markmiðum sjóðs ins. Veittur er styrkur til eins árs í senn og skal í umsókn gera grein fyrir verk þáttum og fjár mögnun. Hver styrkur getur numið allt að átta milljónum króna. Hægt er að sækja um styrki til umfangsmeiri verk- efna (fram haldsverkefna), sem unnin eru á lengri tíma, eða allt að þremur árum, en sækja þarf um styrk á hverju ári. Hafi verk efnið áður verið styrkt, þarf að gera grein fyrir fram vindu þess áður en styrk umsókn er afgreidd. b. Smá- eða forverkefni Hægt er að sækja um styrki til smærri verkefna eða til að undir búa stærri verkefni á sviði rann sókna og/ eða þró unar. Styrkupphæð er allt að einni milljón króna og skal verk efnið unnið innan tólf mánaða. Um alla styrki gildir að framlag sjóðsins má ekki fara fram yfir 50% af heildarkostnaði og sjóðurinn tekur ekki þátt í að styrkja fjárfestingar Nánari upplýsingar og umsóknarblað er að finna á heimasíðu sjóðsins www.avs.is AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi ∙ Ártorgi 1 ∙ 550 Sauðárkrókur ∙ sími 455 5400 ∙ www.avs.is AVS rannsóknasjóður í sjávar útvegi starf ar á vegum Atvinnu vega- og nýsköp unar ráðu neytis AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi auglýsir eftir umsóknum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.