Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 20
Strikinu 3 • Iðnbúð 2 • Garðabæ • 565 8070 • facebook.com/okkarbakari
FLOTTU
AFMÆLISTERTURNAR
FÁST HJÁ OKKUR
Skoðið
úrvalið á
okkarbakari.is
20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 22. október 2016
Kennslan er á vegum Konfúsí-
usarstofnunar sem Þorgerður
starfar hjá og er kennslan skól-
anum að kostnaðarlausu. Grunn-
skólum í Reykjavík var boðið að
fá kínverskukennslu og hafa bæði
Landakotsskóli og Ísaksskóli boðið
upp á slíka kennslu í vali í frístund.
„Vestubæjarskóli tók þetta svo alla
leið: Komdu og kenndu öllum í 1.
bekk,“ segir Þorgerður. Til viðbót-
ar við áðurnefnda skóla er einnig
boðið upp á kínverskukennslu í
nokkrum framhaldsskólum í sam-
starfi við Konfúsíusarstofnun og
eru það kennarar sem hafa kín-
verskuna að móðurmáli sem sinna
henni, auk kennslu á háskólastigi.
Hins vegar var Þorgerður fengin
til þess að kenna börnum á neðri
stigum grunnskóla kínversku og er
hún nú að kenna þriðja árið í röð
í Vesturbæjarskóla en fyrsta árið
kenndi hún bara fyrsta bekk og
hélt svo áfram með þann árgang
upp í annan bekk.
Þorgerður Anna Björnsdóttir kennir börnum í fyrsta og öðrum bekk kínversku. Myndir | Hari
Sjö ára
börn læra
kínversku
„Þau átta sig ekki á því að
kínverska eigi að vera erfitt
tungumál, eins of fólk ímyndar
sér oft þegar það er eldra,“ segir
Þorgerður Anna Björnsdóttir
sem kennir krökkum í fyrsta og
öðrum bekk í Vesturbæjarskóla
kínversku. Þorgerður kennir
hverjum bekk í 20 mínútur á
viku með dyggri hjálp aðstoðar-
kennarans Mings, sem er lítil
tuskupanda. Er hver kennslu-
stund byggð upp á því að fara í
leiki á kínversku auk þess sem
Þorgerður sýnir krökkunum
myndir og kennir þeim ýmis
grundvallarorð í kínversku, t.d.
um dýr sem ávallt eru vinsæl
hjá krökkum á þessum aldri.
Björn Reynir Halldórsson
ritstjorn@frettatiminn.is
Sjálf hóf Þorgerður hins vegar
nám í kínversku upphaflega sem
aukafag með málvísindum en
ákvað svo að klára einnig BA-gráðu
í kínversku þar sem eitt árið fór í
skiptinám í Kína. Síðan þá leitaðist
hún við að halda kunnáttu sinni
í málinu við og hélt aftur til Kína
til að læra málið frekar og hóf svo
störf hjá Konfúsíusarstofnun sam-
hliða því að vinna í ferðamennsku.
Enska úr Minecraft
Þetta framtak hjá Konfúsíusar-
stofnun og Vesturbæjarskóla
mætti þó ákveðnum efasemdum
til að byrja með: „Það voru ein-
hverjir foreldrar sem leist ekkert
á blikuna því þau voru ekki með
í ráðum. Hvað er í gangi, á barnið
mitt að fara að læra kínversku? Þau
voru þó fljót að róast þegar þau
komust að því að þetta eru bara
20 mínútur á viku,“ segir Þorgerð-
ur. Krakkarnir fá líka að skoða alls
konar tákn en byrja ekki mikið að
læra að skrifa þau enda eru fyrstu
bekkingar að læra íslenska staf-
rófið á þessum aldri. Kínversku-
kennslan í frístund Landakotsskóla
og Ísaksskóla nýtur töluverðra vin-
sælda og myndast oft biðlistar til
að komast þar að.
Aðspurð um það hvort það sé
ekki svolítið óvenjulegt að svo
ungir krakkar læri kínversku svar-
ar Þorgerður: „Jú, bæði já og nei.
Sjálf ólst ég upp í Svíþjóð svo ég
vandist því frá unga aldri að læra
sænsku og íslensku jöfnum hönd-
um, svo ég veit það af eigin raun
að börn eru svo móttækileg fyrir
nýju tungumáli. Ég er svo þakklát
fyrir að hafa fengið gefins tungu-
mál. En, jú ég hef verið spurð af
hverju sé verið að kenna kínversku
sem fyrsta erlenda tungumál og
hver sé pælingin á bak við það.
Ætti þetta ekki að vera enska? Þá
svara ég að við erum að skemmta
okkur og breikka sjóndeildar-
hringinn, svo öðlast þau smá inn-
sýn í framandi menningarheim.
Svo við lærum ýmislegt um Kína
og þetta er skemmtileg tilbreyting
í skólavikuna.“ Þegar talið berst
að enskunni hefur Þorgerður ekki
miklar áhyggjur: „Þau eru mörg
byrjuð að læra mikið í ensku. Eins
og við þekkjum úr æsku þá lærir
maður svo mikið úr sjónvarpinu
og tölvuleikjum. Þau læra t.d. úr
Minecraft, það er rosalega mik-
il enska í Minecraft,“ segir Þor-
gerður og bætir við: „Kínverskuna
heyra þau ekki í sjónvarpinu og
tölvuleikjum. Þau kynnast henni
bara í gegnum mig og Ming.“
Kenndi börnum í Kína ensku
Þorgerður telur kennsluna vera
áskorun fyrir sig enda er hún ekki
kennaramenntuð. Hún býr þó vel
að því að hafa kennt börnum á leik-
skólaaldri í Kína ensku. „Ég tók
mikið af reynslunni af því að kenna
ensku í Kína. Ég er sjálf að læra
hvernig á að gera þetta – hvernig á
að vera bæði skemmtilegi kennar-
inn og halda aga. Ég velti fyrir mér
hverning það er að vera ein með
20 krakka. Þegar maður er að
„Ég hef verið spurð að
því af hverju sé verið að
kenna kínversku sem
fyrsta erlenda tungumál
og hver er pælingin á
bak við það. Ætti þetta
ekki að vera enska? Þá
svara ég að við erum
að skemmta okkur og
breikka sjóndeildar-
hringinn, svo öðlast þau
smá innsýn í framandi
menningarheim.“
Krakkarnir læra ekki bara orð úr kínversku heldur líka
ýmislegt úr sögu Kína og um kínverska menningu.