Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 52

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 52
Biðin er á enda! STÓRA BÓKIN UM VILLIBRÁÐ EFTIR ÚLFAR FINNBJÖRNSSON ER KOMIN AFTUR Bókaútgáfan Salka | Suðurlandsbraut 4, 2. hæð | 108 Reykjavík | Sími 522 2250 | salka@salka.is | www.salka.is Sannkölluð biblía veiðimanna og matgæðinga Mikið aukin og endurbætt Nýr kafli um ferskvatnsfiska alla föstudaga og laugardaga „Það situr enn í mér að eitt miðvikudagskvöldið þá mátti ég ekki horfa á Simpson-þáttinn eins og allir í bekknum því ég þurfti að vinna“ Sigyn Blöndal er í viðtali í amk á morgun Jimmy Fallon skipað að drekka minna Grínistinn gjarn á að skella sér út á lífið eftir vinnu. Spjallþáttastjórnandinn og grínist- inn Jimmy Fallon er að sögn farinn að seilast svo djúpt ofan í bokkuna að yfirmenn hans hjá NBC hafa áhyggjur af honum. Hermt er að þeir hafi lesið honum pistilinn fyr- ir skemmstu og heimtað að hann minnkaði drykkjuna. „Þeir óttuðust að Fallon væri stjórnlaus og eitthvað gæti hent hann þegar hann fer út á lífið. Um tíma var meira að segja talið að hann væri að skilja við eiginkonu sína út af drykkjunni, en þau náðu sáttum,“ segir heimildarmaður Page Six. Heimildarmaður nátengdur Fallon staðhæfir þó að hann sé á réttri leið. „Hann veit að hann þarf að sýna ábyrgð. Hann á tvö börn. Jimmy hefur minnkað drykkjuna.“ Sopinn góður Jimmy Fallon finnst gott að skella sér út á lífið og leiðist ekki að skemmta sér. Hér er hann með Guy Fiery fyrir nokkrum árum. Mynd | Getty Húsnæði Laundrom- at Café komið á sölu Útlit er fyrir að ekkert verði af því að The Laundromat Café verði opnað við Laugarásveg í Reykja- vík. Húsnæðið þar sem staðurinn átti að vera hefur nú verið auglýst til sölu á tæpar 40 milljónir króna. Eins og kom fram í Fréttatímanum í september lögðust nágrannar gegn opnun staðarins, neituðu að veita samþykki fyrir loft- ræstistokki og hjólastólaaðgangi. Jóhann Friðrik Haraldsson, einn eigenda staðarins, sagði í sam- tali við blaðið að eigendur hefðu verið tilbúnir í viðræður við ná- granna um breyttan opnunartíma en talið var að hann hefði staðið í þeim. Þeir hafi hins vegar ekki sýnt neinn sáttavilja og því hafi verið ákveðið að auglýsa húsnæð- ið til sölu. Eigendur hafi þó ekki útilokað að opna veitingastað í einhverri mynd en vilji láta reyna á söluna, enda hafi þeir þegar lagt 20 milljónir króna í endurbætur á húsnæðinu. Vantar fyrirtækið þitt gæða prentefni? Við bjóðum fjöl- breyttar lausnir hvort sem er í offset eða stafrænt. Komdu við í kaffisopa og við finnum leið sem hentar best hverju sinni. PRENTVERK Högni Egils og Andri Snær í Nepal Lista- mennirnir Andri Snær Magnason og Högni Egilsson eru nú staddir í Katmandú í Nepal en þar verða á morgun haldnir tónleikar sem eru liður í vitundarvakningu um geðsjúkdóma. Skipuleggjandi tónleikanna er Anna Tara Edwards sem alin er upp bæði á Íslandi og í Nepal að því er Andri Snær greinir frá á Facebooksíðu sinni. Þar kemur fram að hrein- skilni Högna í umræðu um veikindi sín hafi orðið Önnu Töru hvatning til að láta gott af sér leiða í Nepal. Frægt varð þegar Högni opinberaði í viðtali í Fréttatímanum árið 2012 að hann glímir við geðhvörf. „Anna Tara steig fram í vikunni og ritaði kjarkmikla grein í The Himalayan Times um geðhvörf sín þar sem hún fjallar um sína sögu og þær leiðir sem hún notar til að halda sjúkdómnum í skefjum,“ segir Andri Snær en auk hans eru í föruneyti Högna í Nepal þær Anni Ólafsdóttir kvikmynda- gerðarkona og Ásta Fanney Sig- urðardóttir listakona.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.