Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 61
Fjölbreyttar
hágæða vörulínur
Kyolic hvítlaukur, Thera Pearl, Swanson og margt fleira
Unnið í samstarfi við Heilsuver
Heilsuver, sem hefur ver-ið starfandi frá 2009, tekur þátt í sýningunni Heilsa og Lífstíll í
Hörpu um helgina. Kolbrún Kjer-
úlf heilsuráðgjafi verður þar
ásamt fríðu föruneyti að kynna
nokkrar af þeim góðu vörulín-
um sem fást í Heilsuveri. Þeirra
á meðal er Swanson vítamín- og
bætiefnalínan. „Við fórum af stað
að leita að vörumerkjum sem
hentuðu okkar kröfum og duttum
niður á Swanson, sem reynd-
ar hefur verið ágætlega þekkt
vörumerki hér á landi,” segir
Kolbrún. „Innan vörumerkisins
eru nokkrar vörulínur, svo sem al-
menn vitamín, jurtalína, lína með
virkari bætiefnum, fyrir þyngdar-
stjórnun og Omega fitusýrur
svo eitthvað sé nefnt, en þau hjá
Swanson leggja mikla áherslu á
að bjóða viðskiptavinum sínum
hágæða vörur og eru m.a. í sam-
starfi við fyrirtæki sem framleiða
hágæða virk bætiefni sem þeir
nota í margar af vörulínum sín-
um“ segir Kolbrún.
Kyolic hvítlaukurinn
Ein vinsælasta varan í Heilsu-
veri er Kyolic hvítlaukurinn sem
margir þekkja. Kyolic er fram-
leitt af Japanska fyrirtækinu
Wakunaga. „Við erum með tólf
tegundir af Kyolic bætiefna-
blöndum og hefur hver tegund
um sig verið þróuð með ákveðna
virkni í huga. Hreina hvítlauk-
inn og þann sem blandaður er
með lecithin, þekkja margir
Íslendingar af góðu en færri
þekkja allar hinar tegundirnar
sem nú eru í boði. Má þar nefna
að Wakunaga fékk til liðs við
sig þekkta bandaríska lækna til
að útbúa blöndur, annars vegar
blöndu sem þykir góð fyrir heila-
starfsemi og hins vegar fyr-
ir blöðruhálskirtilinn en sjón er
sögu ríkari og best fyrir fólk að
kíkja í Heilsuver að Suðurlands-
braut 22 og finna þar sína réttu
blöndu,“ segir Kolbrún og bætir
við að að baki Kyolic vörulínunni
séu meira en 750 vísindalegar
rannsóknir á heilsubætandi eig-
inleikum hans.
Ilmkjarnaolíur fyrir börn
Í Heilsuveri fást afar vandað-
ar ilmkjarnaolíur sem hafa vakið
mikla athygli. „Línan heitir Plant
Therapy og kemur frá amerísku
fjölskyldufyrirtæki. Þau skipta
m.a. við bændur sem rækta jurt-
irnar á lífrænan hátt. Hráefnið fer
í gegnum viðamiklar gæðapróf-
anir áður en það er samþykkt. Þá
leggja þau áherslu á að þekkja
bakgrunn og orðspor bænda og
annarra birgja,“ segir Kolbrún
og bendir jafnframt á að sér-
staða Plant Therapy felist meðal
annars í því að þekktur breskur
ilmkjarnaolíufræðingur, Robert
Tisserand, var fenginn til þess að
útbúa sérstaka ilmkjarnaolíulínu
fyrir börn. „Fyrirtækið merkir þá
línu alveg sérstaklega til þess að
það fari ekki á milli mála hvaða
olíur eru taldar henta best fyrir
börnin. Plant Therapy vörurn-
ar eru hágæðavörur þar sem
ekkert er til sparað til að tryggja
gæði vörunnar,“ segir Kolbrún.
Í Heilsuveri er einnig gott úrval
annarra vörumerkja „Við erum
líka með lífrænar, glútenfríar og
vegan matvörur og að ég best
veit eina heilsuvöruverslunin
sem býður upp á flestar tegundir
óhefðbundinna vörutegunda eins
og hómópataremedíur, vefjasölt
og blómadropa, svo allir ættu
að geta fundið eitthvað við sitt
hæfi,” segir Kolbrún.
Kælimeðferð Thera Pearl
„En við erum líka með sitthvað í
kælipokahorninu,“ segir Kolbrún.
„Thera Pearl, sem er nýtt á mark-
aðnum hér á landi, eru margnota
hita- og kælipokar/púðar með ól
sem gerir kæli-og hitameðferð
mögulega á meðan vinnu eða leik
stendur. Púðarnir eru fylltir með
gelperlum sem laga sig auðveld-
lega að líkamanum. Bæði má
nota púðana til kælingar, þá eru
þeir frystir. Til hitunar eru þeir
hitaðir í potti eða örbylgjuofni,“
segir Kolbrún. Kælimeðferð með
TheraPearl er t.d. góð við tognun
og eftir æfingar en hitameðferð
með TheraPearl örvar blóð-
flæði, getur linað vöðvaverki og
krampa og hentar einnig prýði-
lega til upphitunar fyrir æfingar.
Mælt er með 20 mínútna meðferð
og hægt að nota púðana aftur og
aftur.
Síðast en ekki síst bendir
Kolbrún á Naturalia hágæða húð-
vörurnar. Naturalia eru læknis-
fræðilega prófaðar húðvörur án
parabena, framleiddar í Valencia
á Spáni. Aloe vera gelið sem er
notað í framleiðslu Naturalia er
lífrænt ræktað og 100% hreint og
með vottun.
Heilsuver mun kynna þess-
ar vörur í Hörpu um helgina, og
eru allir hjartanlega velkomnir.
9 FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 HEILSA&LÍFSTÍLL
Kyolic Í Heilsuveri fást tólf tegundir af Kyolic hvítlauknum. Mynd | Rut
Plant Therapy Innan línunnar eru sérstakar ilmkjarnaolíur sem eru sérstaklega ætlaðar
börnum. Mynd | Rut
Naturalia Læknisfræðilega prófaðar húðvörur án parabena, framleiddar í Valencia á Spáni.
Heilsuver býður upp á fjölbreytt úrval af hágæða vítamínum og bætiefnum frá Swanson
Therla Pearl Kælimeðferð með TheraPearl er t.d. góð við tognun og eftir æfingar. Mynd | Rut Heilsuráðgjafi Kolbrún Kjerúlf verður ásamt fríðu föruneyti í Hörpu um helgina. Mynd | Rut