Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 28. október 2016 Væri maður stórra mála „Þetta er skemmtileg spurning og gaman að taka þátt í þessum leik,“ segir skáld- konan Ingunn Snædal í símanum frá Akureyri. „Ég myndi halda að maður eins og Jón Sigurðsson, sem í grunninn var maður viðskiptafrelsis, sem auðvit- að mætti heimfæra upp á margt, hafi líka verið maður framtíðarinnar. Hann var ekki bara pólitíkus heldur líka fræðimað- ur sem hugleiddi framtíðina og hvert við stefnum. Þess vegna er ég á því að Jón forseti myndi kjósa einhvern af þeim flokkum sem til dæmis vilja nýja stjórnar- skrá handa þjóðinni. Það finnst mér liggja í augum uppi. Jón myndi líka átta sig vel á samhengi milli Íslands og umheimsins, því hann var alþjóðlega þenkjandi. Jón væri líka snöggur að átta sig á ábyrgð þjóða í þeim áskorunum sem steðja að í umhverfismálum, en það eru auðvitað stærstu mál samtímans. Kannski ætti hann ekki sérlega auð- velt með val sitt í kosningunum. Það sér maður á heimasíðum flokkanna þar sem hann gæti merkt við margt, ímynda ég mér. Samt er ég á því að hann myndi velja flokkinn sem alltaf hefur verið minn flokkur, Vinstri hreyfinguna grænt fram- boð. Hann hefði ekki verið Pírati, var lík- lega of íhaldssamur fyrir það og Viðreisn gæti kannski talað til hans, en ég tel samt að stórar hugmyndir hafi talað til hans og því hefði VG orðið fyrir valinu.“ Framfarasinni og heimsborgari „Jón Sigurðsson var heimsborgari og hann er eitt besta dæmið sem við eigum um sannkallaðan Evrópumann,“ segir Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, þjóð- fræðingur og fráfarandi alþingismaður. „Hann barðist fyrir verslunarfrelsi og vildi íslenska stjórnarskrá. Jón vildi opna landið og að við gætum átt samskipti og verslun við aðrar þjóðir en bara Dani. Það voru afturhaldsöflin á Íslandi sem að komu í veg fyrir það, sem kannski endurspeglast í um- ræðunni um Evrópusambandið núna. Ég er því á því að Jón væri Samfylkingarmaður, eða einhvers staðar á bilinu milli Samfylkingar, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Ég lít fyrst og fremst á hann sem frjálslyndan borgara og framfarasinna, en hann var aldrei byltingarmaður. Í skrifum sínum fjallaði Jón um Alþingi, verslun, félög og samtök og fræðslumál þjóðarinnar og hann sló nýja tóna í öllum þessum efnum. Fyrir vikið geta ansi margir og allmörg stjórnmálasamtök tengt við hann og hafa gert í gegnum tíðina. Hann vildi koma Íslendingum inn í nútímann og horfa til framtíðar og það myndi hann enn vilja. Sem fyrr stæði hann fyrir samvinnu, sjálfstæði, stjórnskipan og samskipti við aðrar þjóðir.“ Minna rugl og opinn fyrir ESB „Ásamt því að berjast fyrir auknu sjálf- stæði þjóðarinnar og bjóða Dönum birginn þá var Jón Sigurðsson frjálslynd- ur maður fyrir sinn tíma að mörgu leyti,“ segir Karl Sigurðsson Baggalútur. „Hann barðist fyrir nýrri stjórnarskrá og ég held hann myndi gera það núna líka. Ætli hann væri ekki mjög hissa á því að fatta að við séum enn að notast við þessa bútasaumuðu gömlu stjórnarskrá sem kóngurinn færði okkur 1874. Ég held að hann hafi líka verið til í að minnka al- mennt rugl í samfélaginu þannig að hann væri ekki hrifinn að stöðunni hér á landi í dag. Til dæmis myndi honum ekki líka sú frændapólitík sem hefur lengi við- gengist í íslenskri pólitík. Hann myndi sennilega vilja gera breytingar víðsvegar í kerfinu og greiða úr flækjum. Samt er ég viss um að hann væri alþjóðasinnaður nú eins og þá, enda hafði hann erlend- an samanburð frá Kaupmannahöfn. Ég held að hann væri ekki alveg svo mikið pönk að hann væri Pírati og ég held að hann væri ábyggilega opinn fyrir ESB viðræðum. Þess vegna væri hann svona Bjartrar framtíðar-mað- ur sem vildi opna svolítið Íslendinga, alþjóðavæða samfélagið og styðja nýja stjórnarskrá.“ Gegn þröngum hagsmunum „Jón Sigurðsson stóð í stappi við erlenda elítu sem öllu réð á Íslandi á þeim tíma,“ segir Hjörtur Smárason stjórnmálafræðingur, sem er búsettur í Kaupmannahöfn og alinn upp í Bíldudal við Arnarfjörð, gegnt Hrafnseyri, sem auðvitað er fæðingarstaður Jóns forseta. „Verslun og stjórnarfar var í höndum Dana á þessum tíma og innan danska stjórnkerfisins vildu margir líta á Ísland eins og hverja aðra danska sýslu. Jón barðist gegn því að dönsk elíta stýrði hér öllum viðskiptum og stjórnmálum án þess að íslenskur almenningur hefði nokkuð um það að segja. Að mínu viti er Sjálfstæðisflokkurinn, eins og hann hefur starfað á undanförnum áratugum, á vissan hátt arftaki þeirrar varðstöðu. Sá flokkur stendur vörð um hagsmuni ákveðinnar elítu og hefur tangarhaldið í íslensku viðskiptalífi. Þetta sést til dæmis á vafasamri einkavæðingarstefnu flokksins. Hins vegar er mikilvægt að almenningur fái hlutdeild í eigin ákvarðanatöku og fái sína eig- in stjórnarskrá. Og í baráttunni fyrir þessu tvennu, gegn þröngum hagsmunum elítunar og aukinni lýðræðisvæðingu eru Píratar sterkasta breytingaaflið í dag. Þeir leggja mesta áherslu á að innleiða stjórnarskrá fólksins og á að arðurinn að auðlindum landsins skili sér til al- mennings en ekki bara til þröngs hóps. Ég held því að Jón Sigurðsson, sem framsýnn umbóta- maður, myndi kjósa Pírata í dag.“ Laus störf í Djúpavogshreppi Tónlistarkennari við Tónskólann Tónskólinn auglýsir eftir tónlistarkennara í 50% starf frá 1. janúar 2017. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir í síma 470-8713 eða á skolastjori@djupivogur.is Deildarstjóri við Tónskólann Tónskólinn auglýsir eftir deildarstjóra í 100% starf frá 1. janúar 2017. Nánari upplýsingar í síma 470-8713 eða á skolastjori@djupivogur.is Organisti og kórstjóri Sóknarnefnd Djúpavogskirkju auglýsir eftir organista og kórstjóra fyrir Djúpavogskirkju og fleiri kirkjur í prestakallinu. Starfið er hlutastarf sem hefur undanfarin ár verið sinnt meðfram starfi við Tónlistarskóla Djúpavogs. Við Djúpavogskirkju er virkur áhugamannakór sem æfir reglulega yfir vetrartímann og hefur verið duglegur að halda tónleika og fara í söngferðir. Launakjör eru skv. samningi FÍO. Frekari upplýsingar veitir Ásdís Þórðardóttir í síma 894- 8919. Umsóknir sendist á formann sóknarnefndar asdisth@eldhorn.is Grunnskólakennari Grunnskólinn á Djúpavogi óskar eftir að ráða kennara í 50% stöðu við kennslu í 3. bekk. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir í síma 470-8713 eða á skolastjori@djupivogur.is Læknir Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða lækni til starfa með aðalstarfsstöð á Heilsugæslustöðinni Djúpavogi og sem jafnframt þjóni Breiðdalsvík og Stöðvarfirði. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2016. Sjá nánar á www.hsa.is og starfsauglýsingavef ríkisins starfatorg.is. Nánari upplýsingar gefur Pétur Heimisson framkvæmdastjóri lækninga í síma 470-3052 og 860-6830, og í netfanginu petur@hsa.is Hjúkrunarfræðingur Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á heilsugæslu HSA sem sinnir Djúpavogi, Breiðdalsvík og Stöðvarfirði, ásamt nærsveitum. Umsóknarfrestur er til 10. nóvember 2016. Nánari upplýsingar gefur Nína Hrönn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar í síma 470-3054 & 862-1030 og í netfangin ninahronn@hsa.is. Rafrænt umsóknarform er á vef HSA www. hsa.is. Sjá einnig www.starfatorg.is. Deildarstjóri á leikskólann Bjarkatún Leikskólinn Bjarkatún óskar eftir að ráða deildarstjóra á yngri barna deild og auk þess óskast leikskólakennari til starfa. Báðar stöður eru lausar frá 1. janúar 2017. Við voginn Starfsmaður óskast til almennra þjónustustarfa í versluninni og veitinga- staðnum Við voginn frá og með 1. janúar 2007. Starfshlutfall 80-100%. Unnnið er á vöktum. Laun skv. kjarasamningi. Viðkomandi þarf að búa yfir mikilli þjónustulund og frumkvæði í vinnu, geta unnið sjálfstætt og í hóp. Jákvæðni og brosmildi eru skilyrði. Hvetjum heilsuhrausta karla og konur til að sækja um. Reynsla er kostur. Áhugasamir sendi umsókn og ferilskrá til vidvoginn@simnet.is Í Djúpavogshreppi er samheldið og öflugt samfélag fólks sem kýs að búa í litlu sveitarfélagi úti á landi. Umhverfisstefna sveitarfélagsins er metnaðarfull, náttúra þess einstök og möguleikar til útivistar og heilsuræktar fjölbreyttir. Við erum stolt af því að vera eina Cittaslow sveitarfélagið í landinu. Markmið Cittaslow er að auka lífsgæði og ánægju fólks með því að veita hnattvæðingu, einsleitni og hraðaáráttu í borgum og bæjum nútímans viðnám. Vinalegur og vistvænn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.