Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 40
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Ég vildi ekki að fólk vissi að ég væri með kvíða því ég hélt að þá myndu all-ir halda að ég væri eitt-hvað klikkuð, að ég fengi ekki vinnu neins staðar og að vinir mínir myndu ekki nenna að vera með mér því ég væri alltaf svo óstabíl. Svona hugsaði ég, þang- að til ég ákvað að gera það óþægi- legasta sem ég gat ímyndað mér; að segja bæði ókunnugum og fólki sem þekkir mig, hvað væri að hrjá mig. Ásamt því að útskýra af hverju. Þetta kom fyrir og þess vegna líður mér svona í dag,” seg- ir bloggarinn Steinunn Edda Stein- grímsdóttir, sem heldur einnig úti vinsælum snapchat-reikningi. En það var einmitt á þeim vettvangi sem hún opnaði sig um kvíða og áfallastreituröskun sem hún hefur glímt við frá því sonur hennar kom í heiminn fyrir ári síðan í Kaup- mannahöfn, þar sem fjölskyldan bjó. Fæðing hans var mjög erfið og endaði í bráðakeisara þar sem gerð voru læknamistök sem áttu eftir að draga dilk á eftir sér. Hún var ekki bara í bráðri lífshættu fyrstu dag- ana eftir fæðinguna, heldur var hún sárkvalin og hvert áfallið rak annað. Sárkvalin í lífshættu Eftir að sonur Steinunnar hafði ver- ið tekinn með bráðakeisara var hún flutt á sjúkrastofu til að jafna sig, en um nóttina vaknaði hún upp sár- kvalin með háan hita. Þá var strax ljóst að ekki var allt með felldu, þó læknarnir áttuðu sig ekki á því hvað var að. „Ég fékk morfín því ég gat varla andað fyrir sársauka og það var tékkað á mér á hálftíma fresti vegna gruns um sýkingu. Morgun- inn eftir var svo óléttukúlan orðin stærri en hún var áður en sonur minn kom í heiminn, og hún var rosalega stór þá. Það var talið að loft hefði komist inn í mig í hríðun- um og í uppskurðinum, en maginn á mér var orðinn svo strekktur og glansandi að það var hægt að spegla sig í honum.“ Ýmsar aðrar leiðir voru reyndar til að losa allt loft úr þörmunum á Steinunni í þeirri von um að maginn drægist saman og kvalirnar hyrfu. Hún var til að mynda í tvígang sett í mjög áhættusama meðferð þar sem ósjálfráða taugakerfið var virkjað til að ná öllu úr þörmunum. „Það sat læknir yfir mér tilbúinn með adrenalínsprautu til að sprauta mig í hjartað ef ég færi í hjartastopp. Ég náði að losa helling en það varð engin breyting á maganum.“ Það var ekki fyrr en á fimmta degi að það leið yfir Steinunni á sjúkrahúsganginum að hún var loksins send í sneiðmyndatöku þar sem í ljós kom hvað var að. „Ég hélt bókstaflega að ég væri að deyja, en í sneiðmyndatökunni kom í ljós að það var risa gat á þörmunum og fjöl- mörg önnur göt út frá því. Og þessi taugameðferð sem ég fór í hefði í raun geta sprengt í mér þarmana, af því þetta var svona.“ Syrgði allt sem hún missti af Steinunn var strax bókuð í að- gerð en í ljós kom að þarmarnir voru mun verr farnir en talið var í fyrstu og fjarlægja þurfti hluta af þeim ásamt hluta af ristli. „Ég þurfti svo að fasta í tvær vikur eftir aðgerðina og var með mænudeyf- ingu æð, ásamt því að fá morfín svo ég fyndi ekki sársauka. Ég var því ekki í neinu standi til að hugsa um lítið barn,“ segir Steinunn sem gat í raun ekkert sinnt syni sínum á þess- um tíma. „Ég hef alltaf verið mjög, mjög dramatísk, mjög viðkvæm og stutt Opnaði sig Steinunn segir það mikilvægt skref í bataferlinu að viðurkenna vandann og hætta í feluleik. Hún er hætt að þykjast vera hress ef hún er það ekki. Mynd | Hari „Krassaði“ á eins árs afmæli sonarins Steinunn Edda hefur glímt við kvíða og áfallastreituröskun frá því að sonur hennar kom í heiminn. Fæðingin var erfið og endaði í bráðakeisara þar sem gerð voru afdrifarík læknamistök. Hún tók ákvörðun um það á dögunum að opna sig um kvíðann á snapchat og hætta að vera í feluleik með vanlíðan sína. Fyrir mánuði náði þessi vanlíðan nýjum hæðum, en nú hefur tekið fyrsta skrefið í átt að bata. í grátinn, þó ég vilji meina að ég hafi breyst, en ég hef alltaf verið þannig týpa. En í öllu þessu ferli þá fór ég aldrei að gráta. Ég hugsaði með mér að nú væri ég komin með lítið barn og þyrfti bara að standa mig. Ég sannfærði mig um að þetta væri ekkert mál. Og með hverju bataskrefinu varð ég þakklátari. Í fyrsta lagi fyrir að lifa þetta af, svo fyrir að mér væri að batna, fyrir að ég þurfti ekki stóma, fyrir að allt væri að gróa, fyrir það hvað barnið var dásamlegt og að það ekkert ves- en á honum, hann var heilbrigður. Ég fann algjöra alsælu. En mamma, sem þekkir mig betur en allir, var alltaf að bíða eftir að ég bakslagið kæmi.” Og eftir því sem vikurnar liðu ein af annarri þá fór hún að átta sig á því að henni leið ekki nógu vel. „Ég er vön að vera opin með tilfinningar mínar og ófeimin við að tjá mig en ég var frekar mikið til baka á þess- um tíma. Ég var í mömmuhópum og fylgdist með öðrum mæðrum með börnin sín, en sjálf gat ég ekki haf haft son minn á brjósti því ég missti alla mjólk eftir aðgerðirnar. Svo gat ég ekki haldið á syni mínum fyrr en hann var átta vikna, ég missti af því að skipta af honum í fyrsta skipt og allt þetta. Ég pældi samt aldrei í því á þeim tíma en þegar ég áttaði mig á þessu þá fór ég að syrgja þetta ferli sem ég missti af. Svo vatt það upp á sig.” Þorði ekki í heimsókn Þegar fjölskyldan ákvað svo að flytja heim í sumar þá fylgdi því aukið álag og stress sem var ekki ábæt- andi á þá vanlíðan sem Steinunn hafði verið að upplifa. „Ég kom aft- ur í mínar gömlu aðstæður sem allt önnur manneskja og enginn vissi í raun hvað hafði gengið á, því ég sagði ekki frá því. Þá fann ég að ég var komin með rosaleg einkenni áfallastreituröskunar og ofsakvíða. Þetta var orðið þannig að ég þorði ekki með barnið mitt í heimsókn, til dæmis af ótta við að vita ekki hvað ég ætti að gera ef það færi að gráta, sem var algjörlega órökrétt því það var ekkert mál að tækla það heima fyrir. En að vera í einhverj- um aðstæðum með öðru fólki var orðið óþægilegt. Ég, sem er mikil félagsvera, vildi allt einu ekki hitta neinn.“ Þá voru liðnir nokkrir mánuðir frá því Steinunn fékk hjálp við kvíð- anum í fyrsta skipti. En þegar hún var á Íslandi um síðustu jól, þá kom góður vinur henni í samband við konu sem hann taldi geta hjálpað henni að takast á við kvíðann. Hann þekkti sjálfur einkennin og vissi að hún þurfti hjálp. „Ég talaði við hana um jólin og hún sendi mig beint niður á bráðamóttöku geðdeildar í viðtal. Þá var sonur minn þriggja mánaða. Þar fékk ég mjög góð ráð til að tækla yfirþyrmandi aðstæður og fannst frábært að fá slík verkfæri í hendurnar. Það varð mér hvatning til að reyna að vinna úr þessu sjálf.“ Endurupplifði spítaladvölina Í kjölfarið fór lífið að ganga mjög vel og þegar heim til Íslands var komið fékk Steinunn frábæra vinnu og fjöl- skyldan flutti inn í draumahúsnæði. Hún hafði allt til að geta liðið vel - að henni fannst. „En á sama tíma fór ég að taka eftir því að ég var farin að rífast við fólk. Það þurfti lítið til að gera mig reiða og pirraða. Ég var þung á mér og fannst allt yfirþyrm- andi. Stundum svaraði ég jafnvel ekki símanum því ég meikaði ekki að tala við fólk. Þá fór ég að átta mig á því að ég var ekki að ná að vinna úr þessu sjálf. Svo rann upp eins árs afmæli sonar míns upp fyr- ir mánuði síðan og þá „krassaði“ ég algjörlega. Þrátt fyrir að vera mjög hamingjusöm þennan dag og svo ánægð með fullkomna barnið mitt þá leið mér líka hryllilega illa.“ Steinunn fór í raun að endurupp- lifa atburðina frá árinu áður, sem fékk mjög á hana, og henni hafði aldrei liðið verr. Hún vissi að þetta gat ekki gengið svona. „Þá var ég búin að gefa mér ár. Ég gafst ekki strax upp. En þarna játaði ég mig sigraða. Ég gat ekki tekist á við þetta sjálf, eða með þeirri aðstoð sem ég hafði þegar fengið. Ég varð að fara skrefinu lengra. Þetta var farið að bitna á fjölskyldunni minni, heim- ilislífinu, vinnunni minni, blogginu og öllu sem mér þótti gaman að gera. Ég ákvað að ég vildi ekki láta kvíðann stjórna lífi mínu lengur. Bæði af því ég vildi vinna í þessu og ég vildi láta fólk vita að þetta væri í gangi hjá mér.“ Þykist ekki lengur vera hress Steinunn hefur fengið gríðarleg viðbrögð eftir að hún opnaði sig um kvíðann, enda á hún stóran fylgjendahóp á snapchat og blogg- ið hennar á Trendnet.is er mjög vinsælt. Skilaboðum hefur rignt yfir hana, bæði frá fólki í svipuð- um sporum og fólki sem sem ein- faldlega fagnar umræðunni og vill hvetja hana áfram. „Það hefur átt sér stað mjög já- kvæð þróun. Allt í einu kom hrina af fólki að opna sig, sem er alveg frá- bært. Ég er svo ótrúlega glöð yfir þessu. Þetta er ekkert feiminsmál og auðvitað á maður að tala um þetta. Mér finnst svo mikilvægt að ræða þetta, því þetta getur endað svo illa. Kvíði og áfallastreiturösk- un hefur örugglega eyðilagt hjóna- bönd og vináttusambönd sem hefðu ekki þurft að enda nema bara af því manneskjan horfðist ekki í augu við það sem var að. Svo hefur fólk ef- laust neitað ákveðnum tækifærum í vinnu því það miklaði verkefnin fyrir sér. Kærastinn minn hefur til dæmis mátt þola ýmislegt og ég var farin að hugsa hvenær hann myndi gefast upp á mér. Ég var mjög með- vituð um það. Ég var alltaf svo reið og uppstökk.” Steinunn segir það stórt skref í bataferli sínu að viðurkenna vanda- málið og hætta þessum feluleik. „Nú finnst mér ég ekki lengur þurfa að þykjast vera hress þegar ég er það ekki, eða þykjast vera á fundi þegar ég svara ekki símanum. Ég segi frekar að ég sé ekki nógu vel stemmd og fólk sýnir því skiln- ing. Þannig ég er mjög ánægð með þessa ákvörðun, þó hún hafi verið viðbjóðslega erfið,“ segir Steinunn og brosir. Flatahraun 5A, Hfj. | Jökla Laugavegi 90 Rvk. info@blacksand.is | www.blacksand.is | 896 8771 Íslensk hönnun innblásin af náttúru Íslands púðaver, slæður, fatnaður. Sendum frítt út á land BLACK SAND VERÐUR Á HANDVERK OG HÖNNUN 3.-7.NÓV. …viðtal 4 | amk… FÖSTUDAGUR 28. OKTÓBER 2016 „Ég þorði ekki með barnið mitt í heimsókn, til dæmis af ótta við að vita ekki hvað ég ætti að gera ef það færi að gráta, sem var algjörlega órökrétt því það var ekk- ert mál að tækla það heima fyrir.“ Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.