Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 28. október 2016 „Börnin þurfa ekkert að fara að leigja út í bæ þegar það er nóg pláss hér. Sá elsti er þrítugur og er enn heima svo við gerum alveg ráð fyrir Ali jafn lengi.“ Hluti af fjölskyldunni til frambúðar Hjónin Svanhildur og Sverrir stigu út fyrir þægindarammann þegar þau ákváðu að taka fylgdarlaust barn á flótta inn á heimili sitt. Alisina Haidari, eða Ali, flutti inn til þeirra eftir margra mánaða ferðalag frá Afganistan. Eftir sex mánaða sambúð kom ekkert annað til greina en að Ali yrði hjá þeim til frambúðar og hafa hjónin því tekið hann í varanlegt fóstur, íslenskum systkinum hans og allri stórfjölskyldunni til mikillar gleði. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Sverrir og Svanhildur skráðu sig sem mögulega vistforeldra fylgdarlauss barns á flótta í byrjun árs. Ali hefur búið hjá þeim síðan í mars og nú hafa hjónin tekið hann í varanlegt fóstur. „Við sjáum Ali fyrir okkur sem hluta af þessari fjölskyldu til frambúðar, hvort sem hann kýs að búa hér hjá okkur eða fari annað þegar þar að kemur,“ segir Sverrir. Mynd | Rut „Ég er frá litlu þorpi í Afganistan. Ég kom hingað einn en ég er ekki einn lengur, ég hef það gott núna. Ég flúði Afganistan og fór í langt ferðalag með smyglurum þar sem ég sat aftur í vöruflutningabíl mest allan tímann. Bíllinn keyrði oftast á nóttunni því það var alltaf mjög dimmt. Ég er ekki alveg viss hvaða leið við fórum en ferðalagið var mjög langt. Við enduðum á Norður- löndunum og þar tók ég flugvél til Íslands en ég er ekki viss frá hvaða landi það var.“ Alisina Haidari, eða Ali, er fimmtán ára. Hann lenti á Íslandi í desember á síðasta ári og hef- ur búið hér á landi síðan. Hann á ekki auðvelt með að tala um líf sitt í Afganistan né heldur ferða- lagið sem hann lagði á sig til að komast þaðan. Líkt og í tilfelli annarra fylgdarlausra flóttabarna var Barnavernd látin vita um leið og Ali kom til landsins. Fyrst um sinn bjó hann í húsnæði á vegum Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnafirði en síðar í húsnæði á vegum Barnaverndar Reykjavíkur. Í mars var svo haft samband við hjónin Sverri og Svanhildi. Byrjaði með "Kæra Eygló" „Þetta byrjaði í raun með Kæra Eygló átakinu. Eftir það létum við Rauða krossinn vita að við vild- um vera stuðningsfjölskylda fyr- ir sýrlenska fjölskyldu á flótta. Við vorum búin að fá fjölskyldu til að styðja sem átti að koma í desember í fyrra en þau komu ekki svo við ákváðum að bjóðast til að fóstra barn í staðin, verða vistforeldrar. Svo fengum við allt í einu þenn- an strák í hendurnar sem er al- gjör einstæðingur. Hann átti enga fjölskyldu og alls engan að,“ seg- ir Sverrir Hjörleifsson en hann og eiginkona hans Svanhildur Guð- laugsdóttir tóku Ali inn á heimili sitt stuttu eftir að Barnaverndar- stofa hafði samband við þau í mars. Sverrir er kerfisfræðingur og Svan- hildur er bókari og leiðbeinandi á leikskóla. Þau hjónin búa í Hafnar- firði þar sem þau hafa alið upp börnin sín fjögur. „Þetta gerðist allt mjög hratt,“ segir Svanhildur. „Við vorum í Portúgal í febrúar þegar við feng- um símtalið frá Barnaverndar- stofu og vorum spurð hvort við kæmumst á fund, helst strax. Við fórum á þennan fund um leið og við komum heim og þá vorum við spurð hvort Ali gæti verið hjá okk- ur á meðan væri verið að vinna úr hans málum,“ segir Svanhildur. „Það er svo mikill asi í þessum málum því það er mikil vöntun á fólki sem getur tekið á móti börn- um. Þetta gerðist allt svo hratt og við vissum í raun ekkert hvað við vorum að fara út í,“ segir Sverrir. Ali kom inn á heimili fjöl- skyldunnar í mars og átti að vera hjá þeim í þrjá mánuði. Þegar þrír mánuðir voru liðnir kom ekki ann- að til greina en að Ali yrði áfram. Eftir sex mánuði ákváðu Sverrir og Svanhildur að taka Ali í varanlegt fóstur. „Við hefðum á hvaða tíma- punkti sem er getað bakkað út úr þessu en það kom aldrei til greina. Þetta hefur verið yndislegur tími,“ segir Svanhildur. Systkinin tóku þessu misvel „Við vorum bara róleg í okkar þægindaramma, með börnin okkar og eitt barnabarn á leiðinni,“ seg- ir Svanhildur en þau Sverrir eiga fjögur börn á aldrinum 20 til 30 ára. Börnin búa öll ennþá heima, nema næstelsta dóttirin sem er flutt út. Þau segja viðbrögð barn- anna hafa verið misjöfn í byrjun en að endingu hafi þau öll tekið Ali opnum örmum. „Yngri börnin tvö voru strax mjög spennt en sá elsti var ekki alveg viss með þetta. Eldri stelpan var líka spennt og hún hef- ur alltaf litið á Ali sem bróður sinn þó hún búi ekki heima, alveg frá byrjun,“ segir Svanhildur. „Börnin okkar eru náttúrulega eldri en Ali og svo eru þau auð- vitað mjög ólík honum. Ali kem- ur úr allt öðrum menningarheimi sem á fátt sameiginlegt með okk- ar. En það semur öllum mjög vel og ég held að Ali líti dálítið upp til Kristjáns, yngsta sonar okkar. Hann er íþróttastrákur sem kann allt á tölvur, er með tattú og í lyft- ingum,“ segir Sverrir og hlær. Ali tekur undir hláturinn því hann er farinn að skilja töluvert í íslensku og veit að það er verið að tala um Kristján. Þrátt fyrir að Ali sé far- inn að skilja íslensku þá höfum við túlk okkur til halds og trausts í við- talinu, hana Zöhru Mesbah sem er frá Afganistan eins og Ali. Zahra fékk hæli hér á landi af mannúðar- ástæðum fyrir fjórum árum og vinnur í dag sem túlkur auk þess að stunda nám í Háskóla Íslands. Valdi sér gulan lit á herbergið „Bara það að búa í svona húsi er nýtt fyrir Ali. Hann er af litlum bóndabæ og hafði til dæmis aldrei komið til Kabúl áður en hann kom hingað. Hann er sveitastrákur af mikilli lágstétt og hefur aldrei átt sitt eigið herbergi. Hér er sjónvarp og tölvur og rennandi vatn og hér borðum við með hnífapörum. Upp- áhaldsmaturinn hans Ali eru hrís- grjón og kjöt í súpu og naan-brauð en honum finnst allt gott og það hefur allt gengið vel. En Nick ætl- ar að koma bráðum og kenna okk- ur að elda afganskan mat,“ segir Sverrir. Nick er stuðningsfulltrúi Alis en öll fylgdarlaus börn á flótta sem komast í fóstur eiga rétt á stuðningsfulltrúa, frá sínu heima- landi sé það mögulegt. Nick hefur verið fjölskyldunni mikill stuðning- ur allt frá því að Ali kom fyrst inn á heimilið. Hann talar ensku og get- ur því túlkað auk þess að vera fé- lagslegur stuðningur fyrir Ali. „Þetta var auðvitað bara eins og Pictionary og Actionary hérna fyrst með fullt af hjálp frá google- translate. En um leið og Ali kom til okkar bað Sverrir hann um að velja sér lit á herbergið sitt, og þá sá Ali að hann væri kominn til að vera. Þetta var hans herbergi,“ seg- ir Svanhildur. „Við fórum saman og völdum lit og Ali valdi sér gulan lit,“ segir Sverrir. „Liturinn kom mér ekki á óvart því það er dálítil svona sólar- stemning inni hjá honum, það er bara sól og sandur og 28 stiga hiti. Honum finnst gott að kynda al- veg svakalega inni hjá sér og vera frekar léttklæddur,“ segir Sverrir. „Svo kemur hann fram á stutt- buxunum og kúrir sig undir þykku teppi, því honum er svo ískalt hérna frammi,“ segir Svanhildur og spyr Ali á hægri íslensku með látbragði hvort það sé ekki satt. „Jú,“ segir Ali og hlær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.