Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 22
Aðgangur
ÓKEYPIS
Námskynning
Háskólanám erlendis
TJARNARBÍÓ LAUGARD. 29. OKT. • 12:00-17:00
Fulltrúar frá eftirtöldum skólum verða til viðtals á staðnum:
ARTS UNIVERSITY BOURNEMOUTH • BIMM MUSIC SHOOLS
BOURNEMOUTH UNIVERSITY • GLASGOW SCHOOL OF ARTS
THE LIVERPOOL INSTITUTE FOR PERFORMING ARTS
MACROMEDIA UNIVERSITY • FLORENCE UNIVERSITY OF THE ARTS
NABA NUOVA ACCADEMIA DI BELLE ARTI • DOMUS ACADEMY
GRIFFITH UNIVERSITY; QUEENSLAND COLLEGE OF ART
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Dreglar og mottur
á frábæru verði!
Margar
stærðir
og gerðir
PVC mottur 50x80 cm1.590
66x120 cm kr 2.890
100x150 cm kr 5.590
Kletthálsi 7, Reykjavík
Fuglavík 18, Reykjanesbæ
Breidd: 67 cm
Verð pr. lengdarmeter
1.595
Breidd: 1 metri
Verð pr. lengdarmeter
1.890
3mm gúmmídúkur fínrifflaður
1.990pr.lm.
Gúmmímottur margar
gerðir og stærðir,
verðdæmi 66x99cm
2.190Gúmmí takkamottur
61x81cm 3.590
81x100cm 5.990
91x183cm 8.990
22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 22. október 2016
kenna svona ungum krökkum þá
ertu svolítið í hlutverki skemmti-
krafts. Ef þú vilt halda athygli
þarftu að vera skemmtilegur. Ég
reyni að finna upp á nýjum aðferð-
um og nýjum leikjum til að hafa
þetta sem skemmtilegast.“
Það má auðveldlega sjá að Þor-
gerður er í miklu uppáhaldi á
meðal barnanna sem hlaupa til
hennar og faðma hana þegar hún
mætir á svæðið: „Það er rosa gam-
an að mæta í vinnuna í Vesturbæj-
arskóla, það er vel tekið á móti
manni.“ Áhugi hennar og ástríða
fyrir málinu skín líka í gegn, ekki
síst þegar hún tekur nokkur dæmi
fyrir blaðamann: „Táknið fyrir stór
er svona: ( ) það er eins og maður
sem er að lýsa því hvað eitthvað
sé stórt. Og lítið er svona ( ). Stór
er borið fram „da" og lítill er borið
fram „sjá". Svo kunna þau líka dýr-
in og afkvæmi þeirra þar sem „sjá“
er bætt framanvið heiti viðkom-
andi dýrs.“ Einnig fær blaðamað-
ur að sjá kort af Kína, myndir og
ýmiss fleiri kennslugögn útskýrð
með leikrænum tilburðum.
Sumt auðvelt í kínversku
Það eru þó fleiri kostir við það að
læra kínversku svo snemma að
sögn Þorgerðar. Krakkarnir læra
að það er ekki óyfirstíganleg hindr-
un að læra ný tungumál og þannig
gæti kínverskan hjálpað til seinna
meir þegar krakkarnir byrja á nýj-
um málum: „Þetta er þá minni
áskorun seinna meir, því þau hafa
prófað að takast á við framandi
tungumál.“ Þorgerður vill einnig
meina að kínverskan sé ekki jafn
erfið og margir halda: „Það eru
engar beygingar af nokkru tagi.
Ekkert kyn, engar tíðir, engar stig-
breytingar. Það er auðvelt að byrja
að tala. Áskorunin felst í því að
verða góður í táknunum, þau eru
svo mörg. Og að læra tónana. Okk-
ar indó-evrópski tungumálaheili er
ekki vanur því að ólíkir tónar gefi
mismunandi merkingu. En tónn-
inn er ófrávíkjanlegur hluti merk-
ingar orðsins í kínversku,“ segir
Þorgerður og bætir við: „Það sem
er erfitt í íslensku er auðvelt í kín-
versku og öfugt.“
Það er í raun ýmislegt sem kín-
verskan og íslenskan eiga sameig-
inlegt. Bæði málin hafa varist töku-
orðum að miklu leyti og eru bæði
frekar gagnsæ, m.ö.o. það er oft
auðvelt að geta sér til um merkingu
orða, ólíkt t.d. ensku sem notast
heilmikið við orð sem að stofni til
koma úr ólíkum tungumálum. Kín-
verska heitið á Íslandi er gott dæmi
um slíkt gagnsæi: „Ísland heitir
„Bing dao“ ( ) á kínversku, sem
er svo ljóðrænt - Íseyja. Það er ekki
svona hljóðlíking eins og er reynd-
ar algengt í landaheitum, sbr. kín-
verska heiti Kólumbíu borið fram
„Gölunbia“ ( ), þar sem
táknin mynda ekki neina merkingu
aðra en hljóðlíkinguna.“
Spjallaði við Araba á kínversku
Staða Kína og kínverskunnar kem-
ur einnig til tals: „Kína er fyrir-
ferðarmikið á heimssviðinu, nokk-
uð sem sumum finnst óhugnanlegt
en mér finnst eðlilegt, því Kínverjar
eru bara svo stór hluti mannkyns.
Einn af hverjum fimm á jörðinni
er Kínverji.“ Kína var nokkuð óá-
berandi gagnvart Vesturlöndum á
ákveðnum tímabilum en nú er fólk
almennt meðvitaðra um landið. Að
sama skapi er kínverskan gríðar-
lega útbreitt mál: „Kínverskan er
það tungumál sem flestir jarðar-
búar tala, auðvitað skiptist hún í
margar mállýskur og ég myndi
ekki skilja þær margar. Hins vegar
læra allir hið staðlaða opinbera
mál, mandarín.“ Hún skilur þó
áhyggjur Íslendinga að einhverju
leyti: „Við erum lítil og fá og þau
stór og fjölmenn.“ Blaðamaður
spyr því hvort kínverskukennsla
sé til þess fallinn að skapa skilning
gagnvart Kínverjum og svarar Þor-
gerður: „Jú, ég myndi halda að það
hefði góð áhrif á samskipti ef fleiri
kunna málið og þekkja til. Einnig
hafði ég mjög gaman að því að hitta
kínverska nemendur sem voru að
læra íslensku og voru í sömu spor-
um og ég, bara á hinum endanum.“
Hvort kínverskan sé að fara að
leysa ensku af hólmi svarar Þor-
gerður neitandi en þó að kínversk-
an gæti komist á svipaðan stall sem
heimstunga: „Enskan er ríkjandi í
popptónlist og Hollywood-mynd-
um og öllu þessu. En á móti kemur
er kínverskan er tungumál sem þú
heyrir víða. Það er gífurlegur fjöldi
fólks að læra kínversku og ég hef
upplifað það nokkrum sinnum að
grípa til kínverskunnar sem sam-
eiginlegs tungumáls. Ég var í bið-
röð til þess að endurnýja dvalar-
leyfið og þar var arabískumælandi
maður sem kunni litla sem enga
ensku svo við gátum aðeins talað
saman á kínversku. Eins þá var ég
að ferðast og hitti Rússa sem kunni
enga ensku en svolitla kínversku.
Svo þetta gæti einhvern tímann
orðið hið nýja „lingua franca“.
Þetta er tungumál sem er sjálf-
sagðara að fólk kunni, heldur en
áður var.
Veðurfréttir á kínversku
Þegar líða tekur á viðtalið kemur
veðurfar einnig til tals, skiljan-
lega enda lætur veðráttan hressi-
lega í sér heyra fyrir utan glugg-
ann, svo mikið að blaðamaður er
í raun farinn að teygja spjallið til
þess að þurfa ekki að hætta sér
út í bráð. Þorgerður útskýrir þá
hvernig hún sætti lagi og undirbjó
kennslustund í Landakotsskóla þar
sem veðrið var í forgrunni: „Ég bjó
til svona sjónvarp úr pappír. Það
þýðir ekki annað en að kenna þeim
um veðrið. Ég bjó til sjónvarp sem
ég festi á vegginn en fyrst skoðuð-
um við orðaforðann. Tveir og tveir
voru svo saman með mynd af mis-
munandi veðurfari, svo þóttumst
við horfa á veðurfréttirnir saman.
Já, það er spáð „sja ju" (rigningu).
Þetta er í raun hlustunaræfing þar
sem ég var bara nýbúin að kenna
þeim orðaforðann, svo skipti ég
um stöð og þá eru teiknimyndir
og svona.“
Vonandi vex áhuginn
Þorgerður fylgir krökkunum í
Vesturbæjarskóla ekki áfram í
þriðja bekk enda hefur hún nóg að
gera í sínum störfum, og nemend-
ur hennar samtals orðnir ríflega
150 talsins. Það er því ekki víst að
krökkunum bjóðist kennsla aftur
fyrr en í framhaldsskóla. Það má
því spyrja hvað muni sitja eftir hjá
krökkunum til frambúðar. „Von-
andi tekst mér að sá áhuga fyrir
þessu,“ segir Þorgerður. Ljóst er
að kennslan mun vera krökkunum
ágætis veganesti þegar haldið er
áfram að læra ný tungumál en þó
er aldrei að vita nema einhverjir
krakkanna læri málið í háskóla í
framtíðinni og hafi lífsviðurværi
sitt af tungumálinu líkt og Þorgerð-
ur Anna.
Þorgerður segir að hún og krakkarnir séu að skemmta sér og breikka sjóndeildarhringinn, svo öðlist þau smá innsýn í
framandi menningarheim. Markmiðið er ekki að kínverska verði annað tungumál krakkana.
„Ísland heitir „Bing dao“
( ) á kínversku, sem er
svo ljóðrænt - Íseyja. Það
er ekki svona hljóðlíking
eins og er reyndar al-
gengt í landaheitum, sbr.
kínverska heiti Kólumbíu
borið fram „Gölunbia“ (
), þar sem táknin
mynda ekki neina merk-
ingu aðra en hljóðlík-
inguna.“