Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 28.10.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 28. október 2016 Verkalýðsmál Fram- kvæmdastjóri SGS vill taka upp kynjakvóta í ASÍ. Konur eru nær helmingur félags- manna, samt sem áður eiga þær einungis 12 prósent stjórnar- manna í landssam- böndum hreyfingar- innar og 27 prósent fulltrúa í miðstjórn. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Verkalýðshreyfingin er leik- völlur karla og óárennileg fyr- ir konur.“ segir Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreina- sambandsins. „Það gengur of hægt að breyta því og for- ystan þarf að hugsa sinn gang.“ Hún segir að það þurfi að skoða hvort ekki eigi að beita handafli eins og kynjakvóta til að rétta af þennan halla. Drífa segir að það sé því miður staðreynd að konur sækist síður eftir forystu- störfum innan hreyf- ingarinnar. „Það getur ASÍ fulltrúar Konur Karlar Alþjóðamál 9 2 7 Efnahags- og skattamál 8 3 5 Jafnréttismál 6 4 2 Mennta- og menningarmál 114 39 75 Umhverfismál 1 1 0 Velferðarmál 45 17 28 Vinnumarkaðsmál 60 14 46 Samtals 243 80 163 Aðalfulltrúar 159 54 105 Varafulltrúar 84 26 58 Tilnefningar ASÍ í nefndir og ráð 2016 Hlutfall kvenna af félagsmönnum, í stjórnum aðildar- félaga og deilda, í stjórnum landssam- banda, í miðstjórn og í stjórn ÁSÍ-UNG Karlar Konur 46% 31% Félagsmenn Stjórnir aðildar- félaga og deilda Stjórnir landssambanda Miðstjórn 13% 27% Stjórn ASÍ-UNG 43% Skattamál Tugir einstaklinga á Íslandi létu erlend skattaskjóls- félög greiða kredikortareikn- inga sína. Bryndís Kristjáns- dóttir skattrannsóknarstjóri segir aðferðina þekkta við að taka fé út úr aflandsfélögum. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Bryndís Kristjánsdóttir skattrann- sóknarstjóri segir að embættið hafi fengið mörg mál inn á borð til sín þar sem fyrirtæki í skattaskjólum voru látin greiða kreditkortareikn- inga fyrir Íslendinga. Í Frétta- tímanum í dag er fjallað um að aflandsfélög á Tortólu hafi greitt kreditkortareikninga fyrir einstak- linga í fjölskyldunni sem áttu út- gerðina Sjólaskip, meðal annars Marinellu Haraldsdóttur og Guð- mund Jónsson. Kreditkortin voru þá gefin út af erlendum bönkum og tengd við erlenda bankareikninga sem voru skráðir á aflandsfélögin eða á einstaklingana sjálfa. „Þetta þekktist vel, að þetta hafi verið gert með þessum hætti. Það eru dæmi um að þetta hafi ver- ið rétt gert skattalega en það eru fleiri dæmi um að þetta hafi ekki verið rétt gert,“ segir Bryndís. Hún segir að embætti skattrann- sóknarstjóra reyni oft að fá gögn og upplýsingar um fjármunina fá einstaklingum sem hafa notað þessa aðferð. „Vandamálin í þess- um málum, almennt séð, er skortur á gögnum. Menn vilja almennt séð ekki leggja fram upplýsingar um kredikortin eða þá bankareikninga sem kreditkortið er tengt við. Það heyrir til algjörra undantekninga að fólk geri það. Þá þurfum við að reyna að afla gagna frá öðrum lönd- um, yfirleitt Lúxemborg.“ Bryndís segir að nokkur slík mál, þar sem einstaklingur lét aflands- félag greiða kreditkortareikn- ing fyrir sig, hafi farið til yfir- skattanefndar og eins fyrir dóm. „Það er auðvitað alþekkt að fólk noti þessa leið til að ná peningum út úr aflandsfélögum.“ Eigendur Sjólaskipa eru bara tvö dæmi um einstaklinga í Panamaskjölunum sem fóru þessa leið við notkun á aflandsfélögum sem Mossack Fonseca stofnaði. Áður hefur verið greint frá því að fjárfestarnir Magnús Ármann og Sigurður Bollason hafi einnig gert þetta. Greiðsla skattaskjólsfélaga á kortareikningum oft lögbrot Bryndís Kristjánsdóttir segir að það heyri til undantekninga að fólk afhendi gögn um kredikortaviðskipti sín í gegnum skattaskjólsfélög. Vill kynjakvóta í ASÍ Drífa Snædal segir að konur sækist síður eftir forystustörfum innan ASÍ. verið að ásýnd hreyfingarinnar sé fráhrindandi fyrir konur og menningin innan hennar. Síðan er þetta líka skipulagslegt atriði, atvinnugreinarnar eru mjög kynjaskiptar, og starfsgrein- ar eru rétthærri en kyn þegar kemur að því að velja fulltrúa.“ En ASÍ tilnefnir einnig full- trúa í fjölmörg ráð og nefnd- ir á vegum hins opinbera. Þar er konum ekki gert hátt und- ir höfði. Konur hafa einung- is vinninginn þegar kemur að nefndum um jafnréttismál. Þannig er hlutfall kvenna sem ASÍ skipaði í nefndir um al- þjóðamál 22 prósent, Konur eru 23 prósent þeirra sem ASÍ tilnefndi til að fjalla um vinnu- markaðsmál og svo mætti lengi telja. Stjórnsýsla Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins birti ekki árs- reikninga ríkisstofnunarinnar á heimasíðu sinni. Sjóðurinn stýrir almannaeignum upp á milljarða króna og fékk meðal annars hluta af Símapeningun- um árið 2005. Sjóðurinn hefur fengið aukafjárveitingar frá ríkinu upp á nærri 300 milljón- ir hið minnsta út af taprekstri á liðnum árum. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Ríkisendurskoðun gagnrýnir rík- isstofnunina Nýsköpunarsjóð fyr- ir að birta ekki ársreikninga sína á heimasíðu sjóðsins. Ársreikningar flestra, ef ekki allra ríkistofnana, er að finna á heimasíðum þeirra. Rík- isendurskoðun telur sig hins vegar ekki getað afhent fjölmiðlum, eða öðrum aðilum, ársreikninga Ný- sköpunarsjóðs og segir að sjóður- inn þurfi að gera það sjálfur. „Rík- isendurskoðun telur svo eðlilegt að ríkisstofnanir og stofnanir ríkisins birti ársreikninga sína á heimasíðu sinni,“ segir í svari frá Ríkisendur- skoðun, við fyrirspurn Fréttatím- ans. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, segir að heima- síðu sjóðsins hafi verið breytt ný- lega og að hún sé nú alfarið á ensku og að ársreikningar sjóðsins hafi ekki verið settir inn á nýju heima- síðuna þar sem slíkt hafi verið talið óþarfi. Hún segir að bætt verði úr því og ársreikningar sjóðsins gerðir aðgengilegir á heimasíðu sjóðsins. Sjóðurinn á hluti í nýsköpunar- fyrirtækjum upp á um 80 milljónir dollara, rúma níu milljarða króna. Nýsköpunarsjóður er fjármagnaður af íslenska ríkinu og var stofnaður á á grunni Iðnlánasjóðs, Fiskveiða- sjóðs Íslands og Iðnþróunarsjóðs rétt fyrir aldamótin síðustu. Tveir af fimm stjórnarmönnum sjóðsins eru skipaðir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar hverju sinni. Nú sitja Ásta Þórarinsdóttir, fjárfest- ir hjá lækningafyrirtækinu EVU Consortium og stjórnarformað- ur Fjármálaeftirlitsins, og Gunn- laugur Sighvatsson, yfirmaður hjá útgerðarfélagi Kaupfélags Skag- firðinga FISK Seafood, í stjórn sjóðs- ins fyrir hönd ráðherra. Eigið fé sjóðsins skal alltaf vera 3.5 milljarðar króna samkvæmt lögum um hann og fékk sjóður- inn meðal annars um 2.5 milljarða króna árið 2005 eftir sölu ríkisins á Landsímanum. Sjóðurinn er ekki á fjárlögum en ætlast er til þess að rekstur hans standi undir sér eins þótt einnig sé ljóst að tap kunni að verða af sumum fjárfestingum eins og gengur í nýsköpunargeiranum og fjallað er um greinargerð fjárlaga á hverju ári: „Nýsköpunarsjóður at- vinnulífsins fjárfestir í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum og tekur því meiri áhættu en aðr- ar lánastofnanir ríkisins. Fjöldi ára getur liðið þar til fjárfestingar sjóðs- ins taka að skila arði og eðli málsins samkvæmt endurheimtast sumar fjárfestingar ekki.“ Í fjárlagafrumvörpum ríkis- stjórna kemur alltaf fram rekstrar- áætlun fyrir sjóðinn sem miðar að hagnaði. Rekstur Nýsköpunarsjóðs hefur hins vegar ekki alveg gengið sem skyldi á síðustu árum og færði ríkið til að mynda niður eignarhlut sinn í sjóðnum um fimm milljarða króna árið 2011 eins og sagði í til- kynningu frá fjármálaráðuneytinu sumarið 2012 þegar í ljós kom að tekjujöfnuður ríkissjóðs var ekki mínus einn milljarður króna eins og gert hafði verið ráð fyrir heldur mínus 43 milljarðar. „Mest munar um gjaldfærslur vegna SpKef spari- sjóðs upp á 20 milljarða króna. Þá námu niðurfærslur eignarhluta hjá Byggðastofnun um 7 milljörð- um króna og Nýsköpunarsjóði at- vinnulífsins um 5 milljörðum króna en þær skýrast af afskriftum vegna tapreksturs þeirra undanfarin ár.“ Helga Valfells segir að þessi niður- færsla á eignum sjóðsins hafi verið gamlar syndir að mestu. Þótt Nýsköpunarsjóður sé ekki á fjárlögum þá hefur ríkið þurft að leggja sjóðnum til fé á liðnum árum út af taprekstri hans. Árið 2012 voru það 214 milljónir króna og árið 2013 voru sjóðnum lagðar til 57 milljón- ir króna vegna taprekstrar. Eftir að Fréttatíminn hafði samband við Nýsköpunarsjóð til að spyrjast fyrir um ársreikninga sjóðsins, og benda á gagnrýni Ríkisendurskoðun- ar, setti sjóðurinn ársreikningana á heimasíðuna um hádegisbilið á fimmtudaginn.“ Nýsköpunarsjóði ber að birta ársreikninga Stjórn Nýsköpunarsjóðs er pólitísk skipuð að hluta en tveir af stjórnarmönnunum eru útnefndir af ráðherrum ríkisstjórnarinnar hverju sinni. Helga Valfells, sem sést hér á mynd á hlutabréfamark- aðnum í New York, er framkvæmdastjóri sjóðsins og segir hún að ársreikningar sjóðsins verði settir á heimasíðu hans sem fyrst. ZENDIUM STYRKIR NÁTTÚRULEGAR VARNIR MUNNSINS FÉLAG ÍSLENSKRA TANNFRÆÐINGA MÆLIR MEÐ ZENDIUM TANNKREMI Sakamál Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær niðurstöðu Héraðsdóms Vesturlands um að dæma Gunnar Örn Arnarson í 16 ára fangelsi fyrir manndráp. Gunnar Örn varð manni að bana í heimahúsi á Akranesi í október í fyrra. Gunnar Örn var sakfelld- ur fyrir að kyrkja fórnarlamb sitt með belti og fatareim en hann var í óminnisástandi vegna neyslu áfengis og lyfja þegar hann framdi verknaðinn. Maðurinn lést ekki strax heldur varð hann fyrir alvar- legum heilaskaða sem dró hann til dauða fimm dögum síðar. Gunnar Örn er ekki sagður eiga sér neinar málsbætur. Gunnari er svo gert að greiða útför mannsins og miskabæt- ur til aðstandanda.| vg Dæmdur fyrir morð Hæstiréttur Íslands staðfesti úrskurð Hérðasdóms Vesturlands í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.