Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 24.11.2016, Page 8

Fréttatíminn - 24.11.2016, Page 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016 Í lok síðasta árs, ákvað Gor-an að flýja úr kúrdíska hern-um. Hann kemur frá borginni Sulaymaniyah í íraska hluta Kúrdistan. Hann hafði starfað við gagnasöfnun um einstaklinga undir PUK, sem er stærsta stjórnmálaaflið í þessum hluta Kúrdistan. Borgin Mosul sem hefur verið hersetin og mikið í fréttum er í þriggja tíma akstur fjarlægð frá Sulaymaniyah. Vinna Gorans fólst í því að færa upplýsingar um fólk inn á tölvu- tækt form. Hann óskaði eftir því að hætta í starfinu hjá PUK en hann fékk ekki að fara og samið var við hann að vinna sem túlkur fyrir her- inn um einhvern óákveðinn tíma. Goran talar fimm tungumál. Byssufóður á vígvellinum Í staðinn fyrir að vinna sem túlkur þá var Goran sendur beint út á víg- völlinn að berjast við ISIS. En Kúrd- ar berjast til dæmis um borgina Mosul sem ISIS hreyfingin hefur náð undir sig. Goran hefur enga herþjálfun og sá vini sína í hernum fellda hvern af öðrum. Þeir voru eingöngu byssufóður og tímaspurs- mál hvenær hann myndi deyja. Hann ákvað að flýja eins langt frá þessum ósköpum og hægt væri og Ísland varð hans takmark. Bara nógu fjarri PUK, kúrdíska hernum og vígvellinum. Í byrjun árs skolaði honum á eynna Lesbos og var þar staddur við hlið Þórunnar Ólafs- dóttur hjálparstarfsmanns og bauð fram aðstoð sína, hann gæti túlkað. Þegar Þórunn spurði hann hvert för hans væri heitið svaraði hann henni að óvörum að hann stefndi á land sem héti Ísland. Ekkert val Goran ferðaðist í gegnum Þýska- land og Svíþjóð á leið sinni til landsins fyrirheitna. Í báðum lönd- um voru tekin af honum fingraför og þau skjalfest eins og merkingar á fénaði og það sem verra var að hann hafði ekki hugmynd um að hann missti um leið við þetta valið um að fá hæli á Íslandi. Eina sem hann hugsaði um var að komast til Íslands. Eftir sjö mánaða dvöl á Ís- landi var honum tilkynnt að hon- um yrði flogið aftur til Þýskalands, hann ætti heima þar sem fingrafar- ið hans væri niðurkomið. Djúpt inn í skógi eru flóttamannabúðir Það var ekki rauði dregillinn sem beið Gorans Renato þegar hann lenti í Hamborg. Fyrst í stað var hann hnepptur í fangelsi fyrir stórglæpa­ menn í Hamborg og beðinn afsökunar á þeim mistökum. En í framhaldinu var hann færður í alræmdar flóttamannabúðir langt út í skógi þar sem hinum landlausu og fátæku er haldið frá og úr augsýn hinna efnameiri. Alda Lóa Leifsdóttir aldaloa@frettatiminn.is Goran Renato ræður engu um eigin örlög. Á Íslandi vill hann búa þar sem hann er umvafinn vinum sínum og öryggi. En Ísland sendi hann til Þýskalands í alræmdar flóttamannabúðirnar, Nostorf. Mynd | Alda Lóa Í staðinn fyrir að vinna sem túlkur þá var Goran sendur beint út á vígvöll- inn að berjast við ISIS. En Kúrdar berjast til dæmis um borgina Mosul sem ISIS hreyfingin hefur náð undir sig. Gámar þar sem flóttafólki er komið fyrir til bráðabirgða í Nostorf. Gámunum er lýst sem heilsuspillandi, annaðhvort veikist fólk af kulda eða óhreinindum. Mynd | Haukur Már Helgason í gær. Flugið út „Tveir lögreglumenn fylgdu mér í flugvélinni til Hamborgar,“ seg- ir Goran, „þeir voru óeinkennis- klæddir en höfðu hengt á sig merkti lögreglunnar. Þannig að öll flug- vélin hugsaði með sér að það væri verið að fylgja stórglæpamanni úr landi. Ég hugleiddi að biðja þá að taka niður lögreglumerkið en ég kom mér ekki til þess að biðja þá. Ég gat ekkert talað, ég horfði bara út um gluggann á landið sem ég var að yfirgefa, þar sem vinir mínir eru og allt góða fólkið sem ég treysti, og mér leið skelfilega illa og grét.“ Upplýsingar sem Goran fékk frá Útlendingaeftirlitinu á Íslandi voru á þá leið að þýsk yfirvöld væru með allar upplýsingar um hann og að hann fengi hæli í Þýskalandi. „Þessu var öllu lýst svo eðlilega, allt myndi ganga vel fyrir sig. Þjóð- verjar tækju á móti mér og ég fengi landvistarleyfi og ef ég hefði áhuga þá gæti ég sótt aftur um hæli á Ís- landi í framhaldinu.“ Bara ekki vera með mótþróa eða draga athygli að brottför þinni, það borgar sig ekki ef þú vilt koma aftur. Ég var farinn að sjá fyrir mér rauða dregilinn þegar ég myndi stíga á þýska jörð,“ tjáði Goran Fréttatímanum í símtali um síðustu helgi. Stungið inn Í staðinn fyrir rauða dregilinn var Goran hnepptur í fangelsi. Föt og eigur hans voru teknar af honum. „Það var hreint á rúminu,“ segir Goran „en þetta fangelsi var ramm- girt og ætlað forhertum glæpa- mönnum. Ég spurði af hverju BORÐAPANTANIR: 552-1630 HVERFISGÖTU 56, 101 RVK AUSTURINDIA.IS DIWALI FIMM RÉTTA HÁTÍÐARMATSEÐILL

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.