Fréttatíminn - 24.11.2016, Síða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016
ég væri þarna og fékk svarið að
ég væri hættulegur glæpamaður.
Eftir nokkra daga þarna var það
ung kona, sálfræðingur sem fékk
mig fluttan í eðlilegt fangelsi. Hún
reyndist mér mjög vel, hún gaf
mér bækur til þess að lesa, „Me
talk pretty one day“ og „The night-
listener“, það bjargaði mér alveg.
Hún útvegaði mér líka naglaklipp-
ur til þess að gæti klippt neglurn-
ar og setti sig í hættu mín vegna.
Lögfræðingurinn sem átti að annast
mig var í fríi og ég beið í þrjár vikur
þangað til að hann kæmi til starfa,“
segir Goran. Eftir 25 daga dvöl í
þýsku fangelsi var honum sleppt
lausum af því að það væri ekkert í
fortíð hans sem gæti ógnað þýsku
þjóðinni.
Það hefur áður komið fram í
Fréttatímanum að það var lög-
reglan sem fylgdi Goran til Ham-
borgar sem lét það hafa eftir sér að
Goran væri tengdur hryðjuverka-
samtökum, upplýsingar sem eiga
ekki við nein rök að styðjast.
Nostorf
Flóttamannabúðirnar í Nostorf eru
einar af tugum annarra í Þýska-
landi sem notaðar eru sem fyrsti
áfangastaður fyrir flóttamenn sem
sækja um hæli í landinu. Þær liggja
í miðjum skógi í fyrrum hermanna-
búðum rétt fyrir innan gömlu
austur-þýsku landamærin. Það er
klukkustundar ganga í næstu mat-
vörubúð. Þjóðverjar þykja almennt
ekki standa sig vel í þessum svoköll-
uðu móttöku-flóttamannabúðum.
Ef flóttamaður fær hinsvegar hæli
í Þýskalandi þá er móttökukerfi
þeirra skilvirkara en í öðrum lönd-
um. Lýsing Gorans á staðanum er á
þennan veg: „Ég sef í herbergi með
þremur öðrum, við megum ekki
loka dyrunum, það er engin skáp-
ur eða neinn staður þar sem við get-
um geymt eigur okkar. Öllu stolið.
Það er matur þrisvar á dag í mötu-
neyti, mörg hundruð manns safnast
saman í röð til að ná í skammtinn
sinn af mjög ólystugum mat. Ef við
viljum vatnsglas þá þurfum við að
útvega okkur glas sjálf. Enginn fær
mat fyrir utan settan matmálstíma.
Allt er skítugt, rúmfötin, salern-
in. Þetta er ekki fyrir fólk þetta er
svínastía.“
Hermenn sem tala bara þýsku
Móttöku-f lóttamannabúðirnar í
Nostorf eru hugsaðar sem skamm-
tímalausn. Þar ætti fólk að dvelja í
hæsta lagi í þrjá mánuði. En reyndin
er að margir dvelja í Nostorf langt á
annað ár og fæstir fá hæli í Þýska-
„Selfie“ sem Goran tók í febrúar á
þessu ári í Gautaborg. Þarna er Goran
á leið sinni til Íslands, en í Gautaborg
svaf hann undir berum himni á bekk í
vetrarkuldanum.
Flóttamannabúðirnar í Nostorf eru ekki í alfaraleið en þegar nálgast er búð-
irnar er algeng sjón að sjá fólk draga á eftir sér töskur og bera farangur á leið í
búðirnar Mynd | Haukur Már Helgason í gær.
Kvöldmatur,
mánudagskvöld
vikunnar í flótta-
mannabúðunum
í Nostorf/Horst.
Mynd | Goran.
Hádegismatur,
síðasta mánudag
í Nostorf/Horst.
Mynd | Goran
landi eftir vistina í búðunum. Búð-
irnar vöktu fyrst eftirtektar árið
2010 þegar nokkrir flóttamenn fóru
í hungurverkfall og mótmæltu að-
búnaði í búðunum. Það fer engum
sögum af því að hungurverkfallið
hafi breytt neinu. Í kringum búð-
irnar er há girðing sem aðskilur
hina fátæku og landlausu frá hin-
um öruggu og efnameiri sem búa
utan girðingarinnar. Hjálparsamtök
flóttafólks og aktívistar mótmæla
reglulega fyrir utan girðinguna. Í
þýskum vefmiðlum eru ekki fal-
legar lýsingar á búðunum og styðja
þær framburð Gorans. Fyrir utan
lélegan aðbúnað þá er það líklega
viðmót starfsfólksins sem er verst.
Eitt er að hermenn í fullum her-
mannaklæðum vakta búðirnar
sem getur varla talist tillitssamt
við fólk sem er meira og minna að
koma frá stríðshrjáðum svæðum.
Hitt er að starfsfólk búðanna beygir
sig ekki undir að brúka annað en
þýsku við flóttafólkið sem öllum er
kunnugt að talar hvorki þýsku né
skilur hana. „Konan í móttökunni
talaði bara þýsku við mig, ég gerði
henni skiljanlegt að ég talaði ekki
tungumálið en hún hélt áfram að
tala á þýsku og benti á skilti upp á
vegg þar sem einhverjar húsregl-
ur stóðu skrifaðar á þýsku,“ segir
Goran og telur viðmótið einkenn-
ast af rasisma. Það er ekki talað við
fólk heldur yfir hausamótum þess,
ekkert samtal, skipanir og öskur
og mannfyrirlitningin er lýsingin
á samskiptunum á vefmiðlum.
Þannig er fólk niðurlægt og skilið
eftir hjálparvana. Annað sem hef-
ur þótt gagnrýnisvert við búðirn-
ar er einangrun og fjarlægðin bæði
við læknishjálp og alla réttargæslu
sem þarf að sækja langt fyrir utan
búðirnar.
Á þessum ömurlega stað í óvissu
um óákveðinn tíma bíður Gor-
an eftir afgreiðslu á hælisumsókn
sinni. Verður mál Gorans afgreitt
eftir mánuð eða ár? Verður næsti
áfangastaður hans innan Þýska-
lands eða verður hann sendur aft-
ur til Kúrdistan þar sem ógnin býð-
ur hans? Goran sjálfur hefur ekkert
val um eigin örlög. Hann þarf bara
að bíða.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
H
ér
e
r a
ðe
in
s
sý
nd
ur
h
lu
ti
af
b
ílu
m
í
bo
ði
. F
ul
lt
ve
rð
e
r v
er
ð
hv
er
s
bí
ls
m
eð
a
uk
ab
ún
að
i.
Au
ka
bú
na
ðu
r á
m
yn
du
m
g
æ
ti
ve
rið
a
nn
ar
e
n
í a
ug
lý
st
um
v
er
ðd
æ
m
um
. *
Fi
m
m
á
ra
á
by
rg
ð
gi
ld
ir
ek
ki
m
eð
a
tv
in
nu
bí
lu
m
.
KJARAKAUP 2.750.000 kr.
VW Caddy Maxi 1.4 TGI / MetanBensín / Beinskiptur*
Fullt verð: 3.210.000 kr.
460.000 kr.
Afsláttur
KJARAKAUP 3.190.000 kr.
VW Cross Polo 1.2 TSI / Bensín / Sjálfskiptur
Fullt verð: 3.580.000 kr.
390.000 kr.
Afsláttur
KJARAKAUP 3.190.000 kr.
Skoda Octavia G-Tec Ambition 1.4 TGI / MetanBensín / Beinsk.
Fullt verð: 3.510.000 kr.
320.000 kr.
Afsláttur
KJARAKAUP 8.595.000 kr.
Audi A4 B9 Avant 4x4 Sport 2.0 TDI / Dísil / Sjálfskiptur
Fullt verð: 9.550.000 kr.
955.000 kr.
Afsláttur
KJARAKAUP 4.950.000 kr.
MMC Outlander Intense / 4x4 / Dísil / Beinskiptur
Fullt verð: 5.590.000 kr.
640.000 kr.
Afsláttur
Afsláttur
KJARAKAUP 2.890.000 kr.
VW Golf Trendline 1.4 TGI / MetanBensín / Beinskiptur
Fullt verð: 3.190.000 kr.
300.000 kr.
HEKLA býður einstök kjör á takmörkuðu magni nýrra
sýningarbíla, reynsluakstursbíla og valdra bíla frá Volkswagen,
Skoda, Mitsubishi og Audi – allir með mm ára ábyrgð.
Nýttu tækifærið og fáðu þér nýjan gæðabíl fyrir jólin!
Nú er tækifærið
að fá sér nýjan bíl!