Fréttatíminn - 24.11.2016, Qupperneq 13
| 13FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016
Ómissandi í jólabaksturinn!
*Takmarkað magn
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
7
18
3
3
Fréttatíminn hefur rætt við fjölda ungs fólks sem býr í
foreldrahúsum um hvaða áhrif það hefur á líf þeirra og
fjölskyldunnar, hvernig margir fullorðnir móta samskipti sín
og hvaða áhrif sambúðarformið hefur á sjálfsmyndir barna og
foreldra. Viðtölin má nálgast með þessari grein á frettatiminn.is
þess að persónuafsláttur hélt ekki í
við hækkun tekna og bætur, barna-
bætur en þó einkum vaxtabætur,
voru lækkaðar.
Þessi stefnubreyting hafði meiri
áhrif á ungt fólk en aðra aldurshópa.
Meðal ungs fólks í fasteignahug-
leiðingum eru fleiri á lágum og lægri
millitekjum og því fleiri sem hafa
fengið vaxtabætur. Með skerðingu
þeirra skerðist því möguleiki ungs
fólks til að kaupa húsnæði.
Aðrar aðgerðir til að örva fast-
eignamarkaðinn, eins og heimild
til að nota lífeyrissparnað til fast-
eignakaupa, nýtist líka síst þeim
sem skemmsta starfsreynslu hafa.
Yngsta fólkið fékk því lítinn stuðn-
ing til íbúðarkaupa á nýliðnu kjör-
tímabili. Það má frekar halda hinu
gagnstæða fram.
Í lok kjörtímabilsins voru kynnt-
ar nýjar aðgerðir til að örva íbúðar-
kaup ungs fólks, en erfitt er að meta
áhrif af þeim eða hvernig þær gagn-
ast. Miðað við yfirlýsingar forystu-
manna þeirra fimm flokka sem hafa
verið í stjórnarmyndunarviðræðum
undanfarna daga er ekki einu sinni
ljóst hvort þessar aðgerðir hafi verið
að fullu fjármagnaðar.
Fleiri í óvissu
Húsnæðisvandi ungs fólks sést líka
þegar skoðað er fjölgun fólks á al-
mennum leigumarkaði, samkvæmt
talningu Hagstofunnar. Þar sést
líka hvernig vond staða á húsnæðis-
markaði og lág laun koma illa niður
á börnum.
Fyrir Hrun bjuggu um 5 prósent
barna undir 16 ára aldri í húsnæði á
almennum leigumarkaði en í dag er
hlutfallið komið upp undir 15 pró-
sent. Foreldrar nærri 10 prósent
barna hafa hrakist á almennan leigu-
markaði, sem því miður einkennist
af miklu óöryggi og mikilli hækkun
leigu á undanförnum árum vegna
samkeppni leigjenda við ferðamenn.
Það á einkum við um hverfin þar
sem flest ungt fólk hefur leigt sér
húsnæði; Reykjavík vestan Kringlu-
mýrarbrautar.
Á það var bent í Fréttatímanum
fyrir skömmu að í mörgum tilfell-
um hefur hækkun leiguverðs étið
upp kaupmáttaraukningu leigjenda
á undanförnum árum. Þrátt fyrir
Íslandsmet í kaupmáttaraukningu
hafa leigjendur ekki notið neins af
henni. Kauphækkunin hefur annars
vegar farið til leigusalans og hins
vegar í skattinn.
Vantar stefnu
Núverandi húsnæðisstefna stjórn-
valda með ofuráherslu á séreignar-
stefnu þjónar ekki ungu fólki í dag,
vissulega sumu ungu fólki en ekki
stórum hluta þess. Þetta fólk er með
of litlar tekjur til að standa undir
dýrri leigu og getur ekki sparað upp
í útborgun á íbúð. Og ef svo væri,
myndu háir vextir draga niður lífs-
gæði þess langt fram eftir aldri.
Það er því ekki björt framtíð sem
blasir við mörgu ungu fólki. Það
horfir fram á bölvað basl árin sem
margir telja mikilvægust; árin sem
við eignumst og ölum upp börn og
komum okkur fyrir í samfélaginu.
Þess vegna slá margir þessu áföng-
um á frest og framlengja dvölina í
foreldrahúsum.