Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016 Miller var á sínum tíma lágt settur teiknari hjá Marvel en stjarna hans reis hratt og þegar hann fékk tæki- færi til að skrifa Daredevil-sögurn- ar fór allt að gerast. Blinda ofurhetj- an var með veigaminni karakterum Marvel en Miller breytti honum í eina af forvitnilegri persónum myndasagnana – og þetta varð til þess að höfuðkeppinautarnir í DC keyptu hann yfir og fengu hann til að bjarga sjálfum Leðurblöku- manninum endanlega frá kjánaleg- um kitsuðum ævintýrum sínum, þar sem Miller fékk þess í stað að endur- byggja hina myrku og drungalegu Gotham-borg sem Blaki fæddist í. Miller þróaði stíl sinn áfram í sög- um á borð við Sin City og 300 og gerðist meira að segja svo framsæk- inn að skrifa myndasögu um Mörthu Washington, unga svarta konu sem bjargaði heiminum frá tortímingu í öðru borgarastríði Bandaríkjanna um miðja 21. öld. En um leið þá krist- allar sagan ágætlega þá krafta sem togast á í Miller; ævintýri þessar- ar svörtu frelsishetju eru nefni- lega að stórum hluta byggð á Atlas Shrugged, öfgafrjálshyggjuútópíu Ayn Rand – sem margir myndu kannski frekar kalla martröð. En þótt myndasagan yxi að virðingu þá var hún ennþá á jaðr- inum, lykilhluti sívaxandi nörda- menningar en varla hluti af megin- straumnum nema þegar Superman og svo seinna Batman slógu í gegn í Hollywood. Þangað til auðvitað að holskefla ofurhetjumynda ríður yfir í byrjun þessarar aldar, holskefla sem stendur enn yfir. Peningabrenna fyrir hrun Það var svo sumarið 2008, sumarið fyrir hrun, sem ofurhetjubíómyndin náði hápunkti sínum; þegar Jóker þá nýlátins Heaths Ledgers varð einhver eftirminnilegasti skúrkur kvikmyndasögunnar og líka einn sá forspáasti, þegar hann brennir heilt fjall af peningum, fáeinum mánuð- um áður en við komumst að því að fjárglæframenn heimsins höfðu ver- ið að gera einmitt það í alvörunni – og það með okkar eigin peninga. Þessi Batman, rétt eins og aðrir bíó-Blakar, sótti mikið í smiðju Mill- ers – og nafnið The Dark Knight er frá honum komið. Honum hafði förlast sem myndasöguhöfundi en gömlu sögurnar hans voru, óbeint, að öðlast nýtt líf á hvíta tjaldinu. Um það leyti sem hann birti svo blogg- ið umdeilda var framhald The Dark Knight á leiðinni, The Dark Knight Rises, og hún rímaði óþægilega vel við örlög Occupy-hreyfingarinnar – en það voru þó aðallega skúrkarnir sem minntu á Occupy. „There is a storm coming, Mr. Wayne,“ hvíslar kattakonan í eyra Blaka og þessi frasi varð svo seinna fyrirsögn á grein um Panama-skjöl- in og íslensku ríkisstjórnina í Südd- eutsche Zeitung. En á meðan bíó-Batman hefur þróast út í ískyggilega fasíska hetju þá hefur fyrsta ofurhetja Millers, Daredevil, orðið einn öflugasti tals- „Occupy er ekkert nema hópur durga, þjófa og nauðgara, óstýrilátur múgur sem lifir á Woodstock-nostalgíu og rotnandi falskri réttlætiskennd. Þessir trúðar gera ekkert nema að skaða Ameríku.“ Þessi orð hljóma eins og einhver óvenju virkur í athugasemdum - og ef svo hefði verið þá hefðu þau líklega farið hljótt eins og annað álíka rant á internetinu. En þetta var ekki hver sem er, þetta var einn virtasti myndasöguhöf- undur okkar tíma að fæla frá sér marga sína heitustu aðdáendur. Frank Miller hafði lengi skrifað sögur þar sem góðir menn og slæmir þurftu að passa sig að verða ekki fasisma að bráð, en nú virtist hann sjálfur vera orðinn bullandi fasisti. Sjaldan hafa hetjur listheimsins fallið jafn hátt út af einu bloggi - og líklega skoða menn ýmsar sögur Millers með öðrum gleraugum í kjölfarið. Ásgeir H Ingólfsson ritstjórn@frettatiminn.is Þarf fasista til að skilja fasisma? Blindur lögfræðingur, spæjari með áfallastreituröskun og skotheldur uppvaskari í ofurhetjusjónvarpi. maður lítilmagn- ans. Ofurhuginn sá er blindi lög- fræðingurinn Matt Murdock á daginn en of- urhetja þegar dimmir – hann „sér“ á sinn hátt í gegnum einhvers konar radarskynj- un, en líka í gegn- um ofurmannlega heyrn. Sjónvarpsserí- an gerist í kjölfar fyrstu myndar- innar um Hefnend- urna (e. Avangers) – þar sem hetjurnar björguðu heimin- um en skildu stóran hluta New York eftir í rjúkandi rúst. Hér eru skúrkarnir hins vegar ekki með ofurkrafta, held- ur fasteignabrask- arar sem reyna að notfæra sér eyði- legginguna til þess að græða peninga með því að kaupa upp lóðir og fæla fátæka íbúa frá svæðinu. Þannig tengja þættirnir bæði hrun turnanna og bankahrunið – eyðilegging í bland við þá skefja- lausu græðgi sem varð keikja Occupy hreyfingarinnar, sem og þá plágu sem uppavæðing (e. gentrification) hefur verið fyrir New York. Glæpamennirnir minna oft miklu frekar á bisnessmenn eða pólitíkusa – og margir þeirra starfa einnig sem slíkir – og fela sig á bak við órekjanlegar pappírsslóðir og kennitöluflakk. Það er vissulega nóg af hasar – en inn á milli hasar- atriða sjáum við Foggy og Karen, samstarfsmenn Matts á lögmanns- stofunni, berjast við kerfið – oft í samstarfi við rannsóknarblaða- manninn Ben Urich – og sú barátta reynist ekki síður erfið en barátta Daredevil og kallar ekkert síður á hetjudáðir og fórnir. Þessar aukapersónur eru líka af- skaplega vel skapaðar; Foggy virð- ist í fyrstu bara vera fyndni, þybbni félaginn og Karen virðist hin dæmi- gerða kona í kröggum – en bæði brjótast rækilega út úr þeim staðal- myndum og þurfa ósjaldan að berja bófa sjálf þegar Daredevil er upptek- inn annars staðar. Ben Urich er svo hreint stórkostlegur karakter, ef ein- hver skáldaður blaðamaður á Pulitz- er-verðlaunin skilið þá er það hann. Alþjóðavæddir skúrkar Senuþjófur þáttanna er þó glæpafor- inginn sjálfur, Wilson Fisk, sem Vincent D‘Onofrio leikur og það hef- ur einfaldlega ekki sést betri skúrk- ur í ofurhetjuheimum síðan Heath Ledger dó. Fisk er tröll að burðum og styrk, án þess þó að vera með eiginlega ofurkrafta – en hann er með alla borgina í vasanum. Hann vill líka vel á sinn hátt, hann vill byggja þessa borg upp á ný í eig- in draumsýn – og það er hann en ekki hetjan sem fær eftir- minnilegustu ástar- söguna. Hann er þó ekki eini skúrk- ur fyrstu seríunn- ar – alþjóðavæð- ingin þýðir að rússneska, kín- verska og japanska mafían koma allar við sögu og sagan teygir sig á köfl- um til heimahaga þeirra. En hver er munurinn á þess- um ofurhetjuþátt- um og bíómyndunm sem flestir þekkja? Jeph Loeb hefur umsjón með sjón- varpsheimi Marvel og hann orðar þetta ágætlega: „Hefn- endurnir eru hér til að bjarga alheimin- um en Daradevil er mættur til að bjarga hverfinu.“ Það felur í sér miklu meiri nánd; í heimi bíómyndanna er venjulegt fólk oft- ast bara statistar – það sést í fjarsk- anum á meðan ofur- hetjurnar fljúga yfir. Það þarf að bjarga þeim – en þessar hversdags manneskjur minna samt stundum óþægilega á maura í mergð sinni. Fólkið sem Daredevil berst við að bjarga er miklu nær honum. Hann reynir að bjarga fólki úr þrælakist- um kínversku mafíunnar sem og týndu fólki sem er misnotað í lækn- isfræðilegum tilgangi – og svo bara alls konar fólki sem vill bara fá að lifa í friði en getur það ekki út af kapítalistum og glæpamönnum sem gera þeim lífið óbærilegt. Dáleiðandi freki kallinn Daredevil er þó ekki eina hetjan í þessum sjónvarpsheimi. Planið er að gera þætti um Verndarana, The Defenders, í fyllingu tímans – en meðal þeirra verða Daredevil og þau Jessica Jones og Luke Cage, sem bæði eru komin með eigin þáttaser- íu. Það er vissulega margt líkt með þeim og Daredevil – þetta eru jarð- bundnar ofurhetjur með jarðbund- in vandamál. En kyn Jessicu og lit- arhaft Luke breytir þó öllu. Jessica Jones er drykkfelldur einkaspæjari með ofurkrafta. Hún notar þá samt ekki til að hjálpa fólki í upphafi þáttanna – hún virðist að- allega sátt við að lifa hvern dag af og eiga næga penniga fyrir leigu og búsi. En það breytist skyndi- Uppruninn: Myndasögurnar eru sagnabrunnurinn sem þættirnir sækja í. Blinda hetjan Matt Murdock og borgin hans. Hér sést Ofurhuginn Daredevil þar sem hann er kominn í óvenjuslæma klípu. Illmennið sem er með New York í vasanum hittir draumadísina Vanessu. AT H YG LI -O kt ób er 2 01 5 Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | stolpigamar.is Ítölsku MABER vinnulyfturnar hafa reynst vel við íslenskar aðstæður á undanförnum árum. MABER vinnulyftur ÝMSAR TEGUNDIR AF VINNULYFTUM, S.S. VÖRU-, FÓLKS- OG VINNUPALLALYFTUR. Hafðu samband 568 0100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.