Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 24.11.2016, Side 36

Fréttatíminn - 24.11.2016, Side 36
S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A Í ÞÁGU FATLAÐRA BARNA OG UNGMENNA Sölutímabil 2. – 16. desember Casa – Kringlunni og Skeifunni Epal – Kringlunni, Skeifunni og Hörpu Hafnarborg - Hafnarfirði Húsgagnahöllin - Reykjavík og Akureyri Hverfisgallerí - Hverfisgötu 4 Kokka - Laugavegi Kraum - www.kraum.is Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhúsinu og Kjarvalsstöðum Litla jólabúðin - Laugavegi Líf og list - Smáralind Módern - Faxafeni 10 Snúran - Síðumúla Þjóðminjasafnið - Suðurgötu Blómaval - um allt land Blóma- og gjafabúðin - Sauðárkróki Norska húsið - Stykkishólmi Póley - Vestmannaeyjum Valrós - Akureyri Netverslun – www.kaerleikskulan.is S Ý N 4 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016 Líka fyrir fullorðna Þó að fólk stundi vanalega pip- arkökumálun með börnunum sínum með tilheyrandi sullumb- ulli og klístri – sem er óskaplega gaman – er þessi iðja líka tilvalin til þess að stunda í góðu tómi án barnanna. Eiginlega eins og hugleiðsla. Hægt er að gera falleg mynstur með snjóhvítum glassúr og nota síðan piparkökurnar sem skraut – eða bara borða þær. Tilvalið er að hóa saumaklúbb- inn saman, opna rauðvínsflösku eða hella upp á gott kaffi og leyfa sköpunarkraftinum að leysast úr læðingi. Hvítur glassúr Þessi glassúr er alveg snjóhvítur og frekar þykkur svo gott er að nota hann í sprautupoka. 2 eggjahvítur 1 tsk. sítrónusafi 900 g flórsykur Byrjaðu á því að þeyta eggja- hvíturnar ásamt sítrónusafanum og bættu flórsykrinum smátt og smátt saman við. Kannski þarftu ekki að nota allan sykurinn. Þeyttu þar til þú ert komin með þykkan og með- færilegan glassúr. Það er óskaplega gaman að fá pakka og jafnvel ennþá skemmtilegra að gefa pakka. Ekki síst þegar mikið hefur verið lagt í hann. Auður Árnadóttir, eigandi Auðar, blómabúðar og blómaverkstæðis á Garðatorgi í Garðabæ, nýtir gróður og annað úr náttúrunni og endurnýtir hvers kyns pappír þegar hún pakkar inn jólagjöfunum. Hún sýndi okkur nokkrar týpur af dásamlega fallegum pökkum sem sóma sér vel undir hvaða jólatré sem er eða sem sæt gestgjafagjöf á aðventunni. Dásemdarpakkar undir tréð Gjöfin pökkuð í dagblaðspappír með svörtu hjarta, hreindýri og tölustöfum úr endurunnu plasti, skipt niður í smærri pakka og sett í fallegan svartan trékassa með litlu cyprus jólatré og könglum. Forvitnilegt að taka upp þessa gjöf. Pakkinn þar sem allt mögu- legt getur leynst í; hátíðlegur, skreyttur með greni, rauðum malus eplum, reyniberjum og fallegri flauels- slaufu. Kerti og serví- ettur skreytt með sanseruð- um brúnum borða og hjarta. Tilvalið í heimboðið á aðventunni. Gjafakortið eða leikhúsmiðinn rúllaður upp í fallegum pappír með slaufu í stíl. Bókargjöfin í hvítum pappír með greni og lifandi litlum húslauk og kort í stíl. Jólablað 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.