Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 24.11.2016, Síða 57

Fréttatíminn - 24.11.2016, Síða 57
| 25FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016 Jólablað 2016 Byltingarstjörnur í jólabúningi • Efni og áhöld: sykur, vatn, pottur, lokað ílát t.d. gler- krukka, títuprjónar og frauð- mót, frauðplata eða annað undirlag til að festa heklið á. Hekluppskrift úr Havana heklbók eftir Tinnu Þórudóttur Þorvaldar. Skammstafanir: L = lykkja LL = loftlykkja KL = keðju- lykkja LB = loftlykkjubogi FL = fastalykkja ST = stuðull Takki = 3 LL, tengið með KL í þriðju L frá nál Garn: Marks Bianca eða Goldfinger- ing, fæst í A4 Heklunál: nr. 2,5 Stjörnurnar eru heklaðar í hring eftir umferðum. Fitjið upp 11 LL og tengið í hring með KL. 1. umf. Heklið 3 LL, 23 ST í loft- lykkjuhringinn, tengið með KL í þriðju LL. (24 L) 2. umf. Heklið 10 LL, sl. 3 L, 1 FL í næstu L] x 5, 10 LL, sl. 3 L, 1 KL í síðustu L umferðar. 3. umf. Heklið 6 LL, heklið nú 3 ST + 1 takka + 3 ST efst í næsta LB, 3 LL, [1 ST í næstu FL, 3 LL, 3 ST + 1 takki + 3 ST í næsta LB, 3 LL] x 5, endið með því að tengja með KL í þriðju loftlykkju. Slítið frá, gangið frá endum og stífið með sykurvatni á frauðplötu. fyrir jólin þannig við getum haldið jólin saman á Íslandi. Það er allavega bót í máli að jólaljósin taka á móti honum í skammdeginu. Ég hlakka mikið til að halda jólin með honum, og vonandi tekst það, en það er svo mikið pappírsbras í kringum þetta og hann að safna fyrir miðanum. Við erum mjög ástfangin og ham- ingjusöm, en þetta ár er búið að vera frekar erfitt því við erum búin að vera mikið í sundur. Það tek- ur á að vera í fjarbúð,“ segir Tinna og ef allt gengur upp verða þetta fyrstu jólin þeirra saman. „Það er alveg vonlaust að halda jól á Kúbu, jólaskraut er bara venjulegt skraut í þeirra huga og er uppi allan ársins hring þar, enda allir mjög glysgjarn- ir. Jólunum var frestað eitt árið út af uppskeru og þau hafa ekkert verið tekin upp aftur. Það hefur reyndar aðeins breyst í seinni tíð, jólatré sett upp í búðum og svona, en það eru engar gjafir. Aðalhátíðin á Kúbu eru áramótin og byltingarafmælið,“ út- skýrir Tinna. Reyndi að verða eðlileg íslensk kona Líkt og áður sagði var það ekki á döf- inni hjá Tinnu að fara aftur í sam- band með Kúbverja og flækja þannig lífið. Hún reyndi meira að segja að berjast á móti ástinni í garð núver- andi eiginmanns. „Ég reyndi eins og ég gat að gleyma Maikel og var komin í sambúð með yndislegum íslenskum manni. En allt kom fyr- ir ekki og þó ég reyndi mitt besta að vera praktísk og skynsöm þá gat ég aldrei hætt að hugsa um Maikel og að endingu leyfði ég hjartanu að ráða för. Enda í raun galið að berj- ast gegn ástinni þegar maður loks finnur hana. Það er margt erfitt við menningarmuninn en að sama skapi er margt frábært og það á til dæmis afskaplega vel við mig að geta dans- að salsa heima í stofu hvunndags. Það er svo margt skemmtilegt við menninguna sem kemur einmitt fram í sambandinu líka. Maikel er til dæmis miklu einlægari en ég á að venjast. Íslenskir karlmenn geta ver- ið svo brynjaðir. Svo trúi ég á fyrri líf og ég hef pottþétt búið þarna áður. Ég passa mjög vel inn í lat- ínó menningu og líður eins og ég sé komin heim þegar ég kem til Kúbu. Stundum hugsa ég að ég hafi fæðst á vitlausum stað, en auðvitað eru það mikil forréttindi að hafa fæðst á Íslandi og ég vildi ekki hafa fæðst annars staðar. Ég passa samt ekki vel inn í þessa kassa hérna á Íslandi og það er stundum erfitt að vera á skjön við það sem þykir eðlilegt,“ segir Tinna hreinskilin og held- ur áfram: „Ég reyndi alveg að vera eðlileg íslensk kona í sambúð og eiga stationbíl með krók, en það var ekki fyrir mig. Þannig kannski er lausnin bara að eiga yndislegan kúbverskan mann og búa á Íslandi. Fara milli- veginn. Við getum þá haft litla Ha- vana hérna á heimilinu, dansað, sungið og málað stofuna bleika, en samt búið við þægindin og örygg- ið. Við ætlum allavega að láta á það reyna. Við vitum bara að við viljum vera saman, hvar svo sem í heim- inum það er, og mögulega flytjum við aftur til Kúbu í framtíðinni þegar strákarnir eru orðnir aðeins eldri.“ fest niður með títuprjónum og látið þorna. Það flýtir mjög fyrir stífuninni að láta heklið þorna á miðstöðvarofni. Sykurvatn til stífingar • Það er hentugt að nota sykur- vatn því það er auðvelt að búa það til. Sykurvatn er gert með því að hita vatn upp að suðu, taka það af hellunni og blanda því saman við sykur í helm- ingshlutföllum. Hrærið sykurvatnið þar til allur sykurinn hefur leyst upp í vatninu. Það má geyma sykur- vatn í nokkra daga og nota aftur, þá er gott að geyma það í ísskáp í lokuðu íláti. • Þegar stífað er með sykurvatni er heklið lagt í bleyti í sykur- vatninu og látið liggja í örfáar mínútur eða þar til það er blautt í gegn. Þá er það undið laust, svo hætti að leka úr því, og lagt niður eins og það á að líta út,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.