Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 24.11.2016, Side 71

Fréttatíminn - 24.11.2016, Side 71
| 39FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016 Jólablað 2016 Jóhann Jónsson, eigandi OstabúðarinnarHrefnusteik, einn eftirlætis réttur Jóa. Hægelduð gæsalæri með villibráðarbollum. Hin eina sanna jólageit er í Ostabúðinni Veitingastaður Ostabúðarinnar við Skólavörðustíg opnaði í sumar eftir breytingar og hafa vinsældirnar aldrei verið meiri – og voru þó miklar fyrir. Unnið í samstarfi við Ostabúðina „Við vorum varla búin að opna þegar allt varð stútfullt, þetta hefur gengið ótrúlega vel. Í sum- ar komust Íslendingarnir bara því miður ekki að,“ segir Jóhann Jónsson, eigandi Veitingastaður Ostabúðarinnar við Skólavörðustíg, er nú í óðaönn að setja kvöldseð- ilinn í jólabúning – þar ber hæst jólageitin eina sanna. „Hún Jó- hanna á Háafelli í Hvítársíðu bað okkur að vinna úr kjötinu og nú höfum við fundið rétta bragðið. Hún slátrar við 5-6 mánaða aldur, þá er þetta „ullarbragð“, sem sumir finna, ekki komið í kjötið. Það er ekki sama hvernig þetta er gert,“ segir Jói. Hægelduð gæsalæri með villibráðarbollum er einn vinsæl- asti réttur Ostabúðarinnar. „Sá réttur er algerlega að slá í gegn hjá okkur og hann er auðvitað mjög jólalegur,“ segir Jói. Einn eftirlætis- réttur Jóa er á forréttaseðlinum, hrefnusteikin sem er að hans sögn alveg sjúklega góð og vinsældirn- ar eftir því. Hann segir fiskréttina haldast á seðlinum óbreyttir um hátíðirnar þó að sumir kjötrétt- anna muni uppfærast í jólabúning. „Fólk er að borða kjöt út í eitt öll jólin og það er eftirspurn eftir létt- ari réttum eins og fiskréttum. Við viljum því halda því inni.“ Gæsin orðin fastur liður hjá mörgum Ostabúðin hefur einnig að geyma ótrúlega gott úrval af allskon- ar gómsætri gjafavöru og það er fastur liður í undirbúningi margra að koma við í Ostabúðinni og kaupa góðgæti til þess að gæða sér á á aðventunni eða gefa í gjafir. Upp úr miðjum desember breyt- ist kjallarinn í körfugerð og allt fer á fullt við að pakka gúmmelaði í fallegar gjafakörfur. „Það er svo mikil stemning í því og mikill hasar og læti, kúnnunum finnst gaman að fylgjast með,“ segir Jói. „Það er heldur ekkert hvar sem er sem þú gengur inn og færð að smakka áður en þú kaupir.“ Vinsælustu vörurn- ar eru heitreykta gæsin og aðrir forréttir sem Ostabúðin sérhæfir sig í. „Gæsin okkar er orðin fastur liður hjá ansi mörgum um jólin. Fólk pantar hana með góðum fyr- irvara en við erum auðvitað með takmarkað magn. Við erum þó farin að geta annað eftirspurninni ansi vel þó að það sé ansi lítið eftir þegar jólin eru búin. „Framleiðslu- getan er orðin ansi sterk hjá okkur þannig að ef við þurfum að bæta í er það vanalega lítið mál,“ segir Jói og bætir við að úrvalið auk- ist alltaf frá ári til árs. Ostabúðin hóf nýverið innflutning á merkinu Noble sem framleiðir ákaflega góm- sætt belgískt súkkulaði og nýlega hóf fyrirtækið einnig framleiðslu á ostakexi sem þykir með því betra á markaðnum í dag. „Það er líka verið að selja það í Fjarðarkaup- um og Melabúðinni og það hefur komið rosalega vel út, það eru ekki allir sem komast endilega hingað til okkar svo það er gott að geta boðið upp á eitthvað af úrvalinu annars staðar.“ Opið á gamlárs- og nýársdag Nú nýbreytni verður í ár að hafa opið á gamlárskvöld og nýárskvöld til þess að komst til móts við þann mikla fjölda ferðamanna sem kýs að eyða áramótum hér á landi. Ákvörðun var þó tekin að vel ígrunduðu máli. „Þetta gerum við að sjálfsögðu í samráði við starfs- fólkið okkar, það er enginn píndur í vinnu á svona hátíðum. En það gekk vel að manna svo við héldum þessu til streitu. Það verður keyrsla frá 18-21 þannig að starfsfólkið fer eftir það bara heim í sparigallann að sprengja árið burt!“

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.