Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 24.11.2016, Page 72

Fréttatíminn - 24.11.2016, Page 72
40 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað 2016 María Þórsdóttir „Ég tek fagnandi á móti öllum og legg mikið upp úr því að hafa huggulegt hjá mér.“ Myndir | Rut Mikið úrval af jólavörum. „Showroomið“ í Majubúð er fallega upp sett og vöruúrvalið er enn töluvert meira á Fosshálsi en netversluninni og afar aðgengilegt fyrir kúnnann. Svava Grímsdóttir og Heiðrún Björk Jóhannsdóttir, eigendur Ræmunnar og hönnuðir Evuklæða og Ísafoldar. Myndir | Rut Evuklæði og Ísafold eiga einstaklega vel saman. Ræman er einstaklega notaleg verslun þar sem móttökurnar eru alltaf til fyrirmyndar. Svava og Heiðrún framleiða allar vörurnar á staðnum. Kósí aðventa í Ræmunni við Nýbýlaveg Glögg, piparkökur og íslensk hönnun – frábær blanda Unnið í samstarfi við Ræmuna „Við ætlum fyrst og fremst að bjóða upp á kósí stemningu í æðis- legu litlu búðinni okkar í Kópavog- inum. Hingað er mjög skemmti- legt að koma og skoða, það er svo mikið úrval af öllu, þetta er eins og lítil konfektbúð fyrir þá sem hafa gaman af því að skoða fallega hluti,“ segir Svava Grímsdótt- ir, hönnuður Evuklæða, en hún, ásamt Heiðrúnu Björk Jóhanns- dóttur, á verslunina Ræmuna við Nýbýlaveg. Heiðrún hannar fylgi- hluti undir merkjum Ísafoldar. Þær sjá sjálfar um alla framleiðslu á verkstæði búðarinnar. Einblína á vönduð efni Svava hannar fallegan fatnað fyrir konur 25+; buxur, toppa, kjóla, peysur og fleira. „Þetta er tímalaus hönnun, flíkur sem þú getur tekið upp ár eftir ár og eru klassískar og vandaðar,“ segir Svava. „Ég hanna síðan fylgihluti sem ganga við öll þessi föt sem Svava er að gera,“ segir Heiðrún. „Ég er með töskur, hálsmen, belti, lúffur og kraga, og svo litla „home“ línu sem er mjög falleg í jólagjafir. Verðbilið er frá 2900 krónum og upp úr og breitt úrval. Fylgihlutirnir mínir eru litríkir sem hentar vel með öllum svörtu fötunum sem konur vilja gjarnan kaupa,“ segir Heiðrún sem einnig gerir krúttlegt jólaskraut og kemur með nýtt á hverju ári. „Það er til dæmis jólakötturinn Sænsk hönnunarvara, skart og silkiblóm Huggulegt að koma við í Majubúð; heima eða á Fosshálsinum Unnið í samstarfi við Majubúð Majubúð við Fossháls er ný net- verslun þar sem hægt er að fá fallega skandínavíska hönnun, skartgripi, heimilis- gjafavöru, barnavörur og margt fleira. Af vinsælum merkjum í Majubúð má til dæmis nefna fallega skart- gripamerkið Snö of Sweden sem þekkt er fyrir fágaða skartgripi, Cult design sem er hágæða sænsk handunnin hönnun og hið vin- sæla Ferm Living sem Íslendingar þekkja vel. Í Majubúð er einnig mikið úrval af silkiblómum frá einum stærsta framleiðanda í Evrópu sem fram- leiðir m.a. mikið fyrir hótel og fyrirtæki. „Have a look, dönsku les- gleraugun, eru ný hjá mér. Þau eru á frábæru verði og einstaklega flott hönnuð.“ „Showroomið“ í Majubúð er fallega upp sett og vöruúrvalið er enn töluvert meira á Fosshálsi en netversluninni og afar aðgengilegt fyrir kúnnann. „Allir eru velkomn- ir í Majubúð, ég legg mig fram að veita persónulega og góða þjón- ustu, það er mitt mottó að það sé gaman að koma í Majubúð,“ segir Maja. Þrátt fyrir að fólk sé að miklu leyti að versla gegnum internetið koma margir við á Fosshálsinum. „Fólk vill koma og skoða vörurnar og úrvalið. Ég tek fagnandi á móti öllum og legg mikið upp úr því að hafa huggulegt hjá mér.“ Majubúð sendir vitanlega út um allt land. „Það er í raun magnað hversu mikið fólk nýtir sér þjón- ustuna að versla á netinu. Fólk er auðvitað að nýta sér að versla eftir lokun í ró og næði heima hjá sér. Opið er allan sólarhringinn á majubud.is, einnig verður opið á laugardögum og breytilegan opn- unartíma í MAjubúð á Fosshálsi í desember sem auglýstur verður á facebook síðu Majubúðar. Sjón er sögu ríkari - majubud.is og Majubúð á Fosshálsi og Þorláksmessuskatan, Rúdólf með rauða nefið og lítið jólatré. Ég er alltaf með tengingu í gamla jólatexta eða íslenskar jólahefð- ir. Allt kemur þetta í öskju með söngtextum eða jafnvel uppskriftir að vestfirskri skötustöppu. Þetta er svona skemmtileg vinkonugjöf,“ segir Heiðrún sem vinnur aðallega úr leðri, bæði leðri sem hún annað hvort kaupir erlendis eða endur- nýtir gamlar leðurflíkur. Svava segir skipta miklu máli að vinna með góð efni. „Við vinnum mikið með ull, viscos og bómullarefni. Ég einblíni ekki á neitt eitt en passa að efnið sé vandað og vel valið. Við- skiptavinir okkar kunna að meta þetta og eru ákaflega tryggir, koma alltaf aftur þegar þeir einu sinni hafa verslað við okkur.“ Hlökkum til að nostra við viðskiptavinina Jólastemningin er í algleymingi á aðventunni í Ræmunni. „Við erum alltaf með jólaglögg, piparkökur og mandarínur, jafnvel snaps og svo spilum við jólatónlist, hér er ilmurinn af jólum,“ segir Svava og Heiðrún heldur áfram: „Um helgina er verið að kveikja á jóla- trénu í bænum og það er aðventu- hátíð í Kópavogi, við tökum að sjálf- sögðu á móti öllum sem eiga leið um og bjóðum fólki upp á notalega hressingu,“ segir Heiðrún og þær stöllur eru með góða áminningu að lokum. „Við hvetjum Íslendinga til þess að gleyma sér ekki í góðærinu í útlöndum heldur kaupa íslenskt og styrkja íslenska verslun og þjón- ustu. Við hlökkum til að nostra við viðskiptavini okkar á aðventunni.“ Ræman er opin 12-18 alla virka daga og frá 12-16 á laugar- dögum. Ræman er á facebook

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.