Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 12
12 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. desember 2016 Margt bendir til að ís­lenskt samfélag verði aldrei samt eftir Hrunið. Almenningur hefur misst langlundargeð sitt. Það munar um minna. Langlundargeð almennings og þrælslund var eitt helsta einkenni íslensks samfélags, þess tíma sem kallaður hefur verið Gamla Ísland. Þetta langlundargeð almenn­ ings og þol gagnvart misvitrum yfirvöldum er það sem skar Ísland helst frá nágrannalöndunum. Fyrir því kunna að vera sögulegar ástæður. Á Íslandi hefur aldrei verið framin alþýðubylting líkt og í nágrannalöndunum. Norð­ menn voru nýlenda Dana eins og Íslendingar og síðan Svía. Frels­ isbarátta Norðmanna færði þeim stjórnarskrá sem þeir sjálfir rit­ uðu, uppskrift að samfélagi eins og þeir vildu helst byggja upp. Auð­ vitað komu ekki allir Norðmenn að þessari vinnu. Stjórnarskráin var rituð fyrir tvö hundruð árum og þá var ekki til siðs að spyrja konur eða fátækt fólk. Það voru uppvaxn­ ir og fjárhagslega sjálfstæðir karlar sem ákváðu hvert Noregur átti að þróast. Frelsisbarátta Íslendinga endaði í samþykkt stjórnarskrár sem að mestu var þýðing á eldri danskri stjórnarskrá, ekki stefnuyfirlýsing þjóðarinnar um hvers konar sam­ félag hún vildi byggja upp heldur endurómur frá konungsríkjum Evrópu. Í Noregi, eins og á hinum Norð­ urlöndunum, náðu verkamanna­ flokkar völdum milli stríða. Þetta voru stjórnmálaarmar verkalýðs­ hreyfingarinnar, samstöðuafls almennings sem beitti bæði verk­ fallsvopninu og pólitískri baráttu til að sveigja samfélagsgerðina að sínum hagsmunum og frá sérhags­ munum hinna fáu. Slík bylting kom aldrei til Ís­ lands. Þegar arftakar verkamanna­ flokkanna náðu loks að mynda ríkisstjórn á Íslandi höfðu þeir fjarlægst stéttarbaráttuna og tapað erindi sínu. Þetta gerðist ekki á Ís­ landi fyrr en 2009, áttatíu árum á eftir Noregi, sjötíu árum á eftir Sví­ þjóð og Danmörku. Það má finna fleiri dæmi um það hversu hægar það hefur geng­ ið fyrir íslenska alþýðu að hafa áhrif á samfélag sitt en almenning í næstu löndum. Alþýðubylting innan þjóðkirkna Norðurlanda, hreyfing sem gat af sér leikmanna­ kirkjuna, hafði til dæmis mikil samfélagsáhrif á Norðurlöndum og mótaði samstöðu sem síðar varð jarðvegur fyrir vöxt sósíaldemó­ kratískra hugmynda. Engin slík bylting varð innan íslensku kirkjunnar. Hún er enn í dag að mörgu leyti sama embættis­ mannakirkjan, hvar sérmenntaðir embættismenn tala yfir hausamót­ um alþýðu manna um hvernig fólk eigi að hegða sér. Helsti söguþráður Íslandssögunnar eftir Hrun er uppreins alþýðunn­ ar. Almenningur hefur hrist af sér allar ríkisstjórnir síðan þá eða gert þær óstarfhæfar vegna stuðnings­ leysis og andstöðu. Það þekktist varla fyrir Hrun að íslenskir stjórn­ mála­ eða embættismenn öxluðu ábyrgð og segðu af sér eða væru reknir fyrir afleita frammistöðu. Eftir Hrun hafa ráðherrar sagt af sér, Seðlabankastjórar verið reknir, bankastjórar sagt af sér og fyrir­ tækjum í raun verið lokað vegna andstöðu almennings. Ísland hefur sveiflast frá því að vera það land sem yfirstéttin komst upp með mestan óskunda, í að vera það land þar sem þjóðin hrinti forsætisráð­ herra af stóli á skemmstum tíma. Í dag er staðan sú að stjórnmála­ flokkar geta ekki myndað stjórn af ótta við almenning. Reynsla síðustu átta ára bendir til að engri ríkisstjórn verði sætt til lengri tíma. Þolinmæði almennings gagn­ vart stjórnmálastéttinni er nánast engin. Ríkisstjórnir geta reynt að knýja fram mál en um leið og þær misstíga sig kastar almenningur þeim af sér. Þetta sjá stjórnmálamenn í hendi sér og því er sýnir enginn þeirra af sér neinn ákafa við að koma sér í stjórn. Það hefur ekki bætt stöðu neins íslensks stjórn­ málamanns frá Hruni að komast í stjórn og verða ráðherra. Þvert á móti má halda því fram að það hafi engum reynst vel. Þótt augljóst sé að almenningur hafi tekið sér meira vald en áður hafa stjórnmálamenn ekki lært að bregðast við því. Þeir fagna þegar reiði almennings beinist að pólitískum andstæðingum en kunna ekki að bregðast við þegar kröfurnar standa upp á þá sjálfa. Fæstir stjórnmálamenn hafa í raun breytt hegðun sinni og orð­ ræðu. Þótt áhorfendur bregðist við prógrammi þeirra á gerólíkan máta halda þeir áfram að fara með óbreytta rullu. En auðvitað er það ekki svo að þessi þráður valdeflingar al­ mennings sé sá eini sem liggur um Íslandssöguna eftir Hrun. Sú saga einkennist líka af varð­ stöðu um sérhagsmuni og vaxandi völd þeirra. Útgerðarmenn hafa til dæmis ekki verið valdameiri í íslensku samfélagi en eftir Hrun. Gengisfall krónunnar og lækkun veiðigjalda færði þeim gríðarlegan auð og þeim auði fylgir mikið vald. Þeir stjórnmálamenn sem sækja stuðning til slíkra afla fremur en almennings halda áfram að láta sem almenningur hafi engin völd. Það sést til dæmis af fjárlaga­ frumvarpi Bjarna Benediktsson­ ar. Hann leggur það fram eins og nýliðin kosningabarátta hafi ekki farið fram, að hann hafi ekki heyrt af kröfum almennings um aukin framlög til heilbrigðismála. Það eru því enn til stjórnmálamenn sem vonast til að vakna upp við það einn daginn að Gamla Ísland sé aftur orðið. Gunnar Smári UPPREISN ALMENNINGS FULLKOMLEGA HÆFUR Í HRUNIÐ JUDGE DREDD13.999 kr. MONTRÉAL f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7 13.999 kr. TORONTO f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7 15.999 kr. BOSTON f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7 15.999 kr. NEW YORK f rá T í m a b i l : m a í 2 0 1 7 19.999 kr. SAN FRANCISCO f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7 15.999 kr. WASHINGTON D.C. f rá T í m a b i l : d e s e m b e r 2 0 1 6 - m a rs 2 0 1 7 Halló Ameríka *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.