Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 10.12.2016, Side 20

Fréttatíminn - 10.12.2016, Side 20
20 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10.desember 2016 Myndlistarmaðurinn Unnar Örn segir ríkari hefð fyrir óeirðum og mótmælum á Íslandi en margur haldi. Heimildirnar sem til eru um margar þessara aðgerða eru gögn sem lögreglan varðveitti til að sakfella borgara fyrir einhvers­ konar brot gegn valdstjórninni. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Unnar Örn myndlistarmaður hefur undanfarin ár skoðað óeirðahefð- ir Íslendinga og skapað myndlist- arverk úr afrakstrinum. Hann setti upp sýningar í Listasafni ASÍ árið 2014 og í Harbinger í september og auk þess gaf hann út kver sem nefn- ist “Þættir úr náttúrusögu óeirð- ar”. Kverið inniheldur myndir af samstöðufundum, kröfugöngum og ýmiskonar mótmælaaðgerðum frá áhugaverðum sjónarhornum. Við þessa vinnu hefur Unnar skoð- að fjölmargar heimildir um óeirð- ir Íslendinga. Hann hefur legið yfir þeim á Þjóðaskjalasafni, Ljós- myndasafni Reykjavíkur og garfað í gögnum frá rannsóknarlög- reglunni. „Innra með okkur öllum býr óeirð en líka samstaða. Stundum, þegar þessi öfl mætast, þá verða til hópar sem standa fyrir einhverskonar að- gerðum. Sameiningin gerist af ólík- um ástæðum.“ Meðal þess sem ber á góma í verkum Unnars eru sögufrægir at- burðir svo sem óeirðirnar á Aust- urvelli sem brutust út árið 1949 í aðdraganda þess að Ísland varð að- ildarríki að Atlantshafsbandalaginu. Þar má einnig sjá myndir af kvenna- frídeginum árið 1975, mótmælum Heimildir sem snúast í höndunum á valdinu 30. mars, 1949. Alþingishúsið eftir fjölmenn mótmæli gegn inngöngu Íslendinga í Atlantshafsbandalagið. Andstæðingar inngöngunnar, stuðningsmenn hennar og aðrir almennir borgarar flykktust á Austurvöll til að sjá hvað verða vildi, en grjóti og eggjum rigndi yfir Alþingishúsið. Lögregla beitti táragasi á mannfjöldann. Krossarnir sýna rúðurnar sem brotnar voru. Verk eftir Unnar Örn. 23. desember, 1968. Þorláksmessuslagurinn voru átök sem brutust út þegar Æskulýðsfylkingin og Félag róttækra stúdenta skipulögðu mótmæli gegn Víetnam­ stríðinu í miðbænum. Þegar þau tilkynntu lögreglu um þessa fyrirætlun lagðist hún gegn henni á þeirri forsendu að þannig myndi gangan lenda í miðri jólaösinni. Mótmælendur vildu ekki breyta fyrirhugaðri gönguleið sinni. Þegar til kom mynd­ aði lögreglan þrefalda röð þvert yfir Austurstræti á Lækjartorgi og þegar gangan kom þar að brutust út átök sem lauk með handtökum tólf mótmælenda. 30, mars, 1949. Mótmæli gegn Nato og inngöngu í Atlantshafsbandalagið. Þarna sést táragasflóðið, lögregla sprautaði táragasi á mótmælendur. Handtökur, ákærur sem síðar urðu að miklu deilumáli sem vatt uppá sig og varð mjög pólitískt hitamál. 1. maí, 1947. „Bankarnir í þjónustu þjóðarinnar“ var krafan á baráttu­ degi verkalýðsins þetta árið. Hér sést gangan um Vonarstræti í miðbæ Reykjavíkur. Höfundur: óþekktur. gegn Kárahnjúkavirkjun, ýmiskon- ar aðgerðum í sjálfstæðisbaráttu Ís- lendinga, stúdentabyltingu í Stokk- hólmi, kjarabaráttu, kröfugöngum og samstöðufundum sem minna er vitað um. „Fólki af minni kynslóð hefur ver- ið talin trú um að Íslendingar væru svo friðelskandi, að hér væri engin hefð fyrir mótmælum. Að samstaða til mótmæla væri sjaldgæf. Þegar ég fór að skoða þetta sá ég að þetta Bergstaðir Kolaport Ráðhúsið Stjörnuport Traðarkot Vesturgata Vitatorg Í KVÖLD, 10. DESEMBER. OPIÐ TIL KL. 22:00. AFGREIÐSLUTÍMI FRÁ 15. DES. TIL JÓLA: 10:00–22:00. Kósíkvöld í miðborginni Röltu í bæinn og gerðu jólainnkaupin í hátíðlegu umhverfi. Þar finnur þú lifandi tónlist, léttar veitingar og fjölbreytt úrval verslana. Tilvalið tækifæri til að klára jólagjafirnar og tylla sér svo niður á einu af veitingahúsum miðborgarinnar og bragða á gómsætum jólaréttum. VERUM, VERSLUM OG NJÓTUM ÞAR SEM MIÐBORGARHJARTAÐ SLÆR WWW.MIDBORGIN.IS NÆG BÍLASTÆÐI OG MUNIÐ BÍLASTÆÐAHÚSIN 15:00 við Kjörgarð. 15:30 á göngugötu Skólavörðustígs. Jólasveinar verða á vappi og jólakórar hefja upp raust sína. Þá minnum við á ratleik Jólavættanna, skautasvell Nova á Ingólfstorgi og ævintýri Aðventuapans á facebook.com/midborgin, þar sem þú getur unnið gjafa- kort Miðborgarinnar okkar. SNUÐRA OG TUÐRA SKEMMTA BÖRNUNUM WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 VERÐ FRÁ 255.000.- Í VIKU MEXICO ALLT ÁRIÐ PLAYA DEL CARMEN Þú ferð þegar þú vilt eins lengi og þú vilt Pálmatré, hvítar strendur og kristaltær sjór. Karíbahafið eins langt og augað eygir. Þar má auk þess sjá Maya pýramída, frumskóg, tær lón og neðanjarðarhella, veitingahús, verslanir og næturlíf. Þú finnur allt i Playa Del Carmen. Er þetta aðeins hluti af því fjölmörgu í þessu stórbrotna umhverfi sem heillar ferðamanninn. Rétt utan við ströndina er svo næst stærsta kóralrif heims með öllum sínum litaafbrigðum og ótrúlegum fjölda fiska í öllum regnbogans litum. Við bjóðum uppá glæsilegt 4*hótel og allt innifalið, yfir 40 atriði

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.