Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 10.12.2016, Síða 24

Fréttatíminn - 10.12.2016, Síða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10.desember 2016 Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Maria João Pires er eilítið yngri en ís­lenska lýðveldið, fædd í Lissabon 23. júlí árið 1944. Aðeins fimm ára gömul kom hún fram á sín­ um fyrstu tónleikum, síðan fylgdu verðlaun fyrir unga tónlistarmenn og víðtækt tónlistarnám í Þýska­ landi. Eftir sextíu ára tónleikahald tilkynnti Pires árið 2010 að hún myndi draga nokkuð úr tónleik­ um. Það eru því forréttindi fyrir ís­ lenska tónlistaráhugamenn að hún heimsæki Ísland en á tónleikunum í Hörpu leikur Pires sónötur eftir Schubert og Beethoven. Hlý og huglæg Maria João Pires er hæglát kona. Hún talar blíðlega og fallega um hlutverk tónlistarinnar við að móta og bæta heiminn. Hún vill að sem flestir kynnist töfrum sígildrar tón­ listar en vill síður láta teyma sig út í miklar umræður um tónverkin sjálf. Nálgun hennar við tónlistina er í grunninn heimspekileg, eins og svo mikið af góðri list. Afi Pires lagði stund á búddisma sem var afar sjaldgæft í Portúgal um miðja tuttugustu öld og faðir hennar lagði stund á austræna heimspeki. Síðar dróst Pires sjálf að búddismanum en er feimin við að tala um sig sem sem búddista, vill síður láta fella sig í ákveðin hólf í trúarlegum efnum. Henni er hins vegar tíðrætt um sið­ ferði og mennskuna sem hún legg­ ur áherslu á og gerir allt til að draga fram með tónlist sinni. Hún er á því að töfrar tónlistarinnar geti aukið á samlíðan fólks með þeim sem minna mega sín. Glæstur ferill Pires hefði getað orðið enn mikilfenglegri en hún er ekki mikið fyrir að trana sér fram og gagnrýnendum er tíðrætt um hve laus hún er við allan sjálfbirgings­ hátt, sem stundum einkennir pían­ ista á stórum sviðum heimsins. Í viðtölum er greinilegt að Pires þyk­ ir ekkert sérstaklega skemmtilegt að Portúgalski píanóleikarinn Maria Joao Pires á langan og farsælan feril að baki. Hún leikur píanósónötu nr. 32 í c-moll, op. 111 eftir Ludwig van Beethoven og píanósónötu nr. 21 í B-dúr, d. 960 eftir Franz Schubert. Mynd | Getty Viðkvæm portúgölsk perla í Hörpu Portúgalski píanóleikarinn Maria João Pires er af mörgum talin einn fremsti píanóleikari samtímans og upptökur með henni vekja mikla aðdáun. tala um sjálfa sig. Hún er að mörgu leyti fínlegur píanisti en krafturinn blossar upp þegar með þarf. Mestum hæðum þykir hún hafa náð í túlk­ un sinni á verkum tónskálda á borð við Mozart, Schubert og Chopin. Túlkunin er tær og einhvern veginn mjúk, án þess að vera væmin. Skólahald Árið 1999 setti Pires upp tónlistar­ skóla fyrir börn á sveitasetri sínu i Portúgal. Þar var takmarkið að opna heim tónlistarinnar fyrir börnum sem gátu vegna fjárhags og félags­ legra aðstæðna ekki notið tónlistar­ náms eða menningar. Eftir nokkra ára rekstur slettist upp á vinskapinn milli hennar og yfirvalda, auk þess sem illt umtal meðal menntamanna heimalandsins varð til þess að hún flutti frá heimalandi sínu. Átökin í kringum skólahaldið fóru hins vegar illa með heilsuna og langan tíma tók fyrir píanistann að byggja sig aftur upp. Hún flutti til Brasilíu þar sem hún styður áfram við áþekk verkefni sem snúa að því að opna sígilda tónlist fyrir ungum krökkum. Að baki þessari hugsun býr trú á tónlistina og fullvissa um að hún geti hjálpað til við að opna augu fólks fyr­ ir þeim áskorunum sem blasa við mannkyni. Pires spyr sig hvað tón­ listarmenn geti gert til að fólk horfist í augu umhverfisvá og misskiptingu auðs í heiminum. Hverfur inn í sig Maria João Pires er ekki manneskja mikilla flugeldasýninga þegar hún situr við hljóðfærið. Hún er gagn­ rýnin á það hvernig sumir ætlast til að stjörnupíanistar hagi sér og þol­ ir illa píanókeppnir þar sem tækni­ sýningar skjóta farsælum tónlistar­ mönnum upp á stjörnuhimininn. Pires lítur svo á að slíkar keppnir hafi eyðilagt margan hæfileikarík­ an tónlistarmann í gegnum árin. Hún er algjörlega mótfallinn þeirri hugmyndin að hægt sé að keppa í listum. Sjálf hverfur hún nánast inn í sig þegar hún situr við hljóðfærið. Rennur saman við tónlistina. Í við­ tölum talar hún með sínu blíða brosi um það hve tengslin við tónlistina séu djúp og sterk. Aðeins með þeim hætti næst í hennar huga full stjórn og friður. Lykilinn er hógvær nálgun að hverju tónverki fyrir sig. Maria João Pires leikur á tónleik- um í Hörpu á morgun, sunnudag, klukkan 17. Maria Joao Pires hefur átt í löngu og góðu samstarfi við útgáfufyrirtækið Deutsche Grammophon. Klósettdagar hjá Ísleifi Jónssyni Súper tilboð – hagstæð innkaup – lægra gengi Öllu skilað til neytenda tilboðs Hannað af Philippe Starck Duravit hefur um áraraðir starfað með hönnuðum sem hlotið hafa fjölda viðurkenninga. DURAVIT salernum fylgir hæglokandi seta Rimless tækni - hljóðlát skolun Seta losuð með einu handtaki - auðveldar þrif Með allt á hreinu frá 1921 Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is Fylgir frítt með Starck 3 kr. 48.900 Lotus just·1 pakki af 5 laga salernispappír fylgir

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.