Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 10.12.2016, Qupperneq 46

Fréttatíminn - 10.12.2016, Qupperneq 46
46 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10. desember 2016 Höfundur Spice Girls gerir bandarískt SKAM Simon Fuller er mað- urinn á bak við Idol og setti einnig saman Spice Girls hljómsveitina. Maðurinn á bakvið Spice Girls og Idol ætlar að búa til bandaríska útgáfu af norsku unglingaþátt- unum SKAM. Simon Fuller, einn stærsti sjón- varpsþáttaframleiðandi í heimi, ætlar að búa til bandaríska útgáfu af norsku vefsjónvarpsþáttunum SKAM. Þættirnir eru skapaðir af Julie Andem og norska ríkissjón- varpinu og engan óraði fyrir að þeir yrðu það vinsælasta sem sjónvarps- stöðin hefur nokkru sinni búið til. Vinsældir SKAM hafa farið eins og eldur í sinu um heiminn á undan- förnum mánuðum. Í Noregi er allt á hliðinni vegna þáttanna og varla talað um annað en aðalpersón- urnar. Hægt er að fylgjast með lífi þeirra á samfélagsmiðlum og ný brot úr þáttunum birtast daglega á heimasíðunni skam.p3.no Íslendingar hafa ekki far- ið varhluta af þessu brjálæði og eru aðdá- endahópar þáttanna sístækkandi á Facebook. Þá þykir skyndilega orðið ægi- lega töff að tala norsku í íslenskum menntaskólum. Simon Fuller setti saman Spice Girls hljómsveitina. Hann er auk þess skapari Idol-stjörnuleitarinn- ar og dansþáttanna vinsælu So you think you can dance. Fyrir- tæki Fullers, XIX Entertainment, hefur keypt réttinn til að framleiða bandaríska útgáfu af SKAM. Og fyrir forfallna SKAM-aðdáend- ur, voru að berast þær gleðifréttir að fjórða þáttarröðin er í smíðum og verður sýnd næsta vor. | þt Í húsbíl um jólin Fjóla býr í húsbíl í Laugardalnum yfir háveturveturinn en kvartar ekki undan veðrinu. Draumurinn er að komast í eigin íbúð með öllu dótinu sínu. Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Ég mun líklega halda jólin í húsbílnum. Það er ekkert annað í boði en að halda jólin hér. Ég mun samt líklega borða heima hjá börnunum mínum á aðfangadag,“ segir Fjóla sem hefur búið í húsbíl á tjaldstæðinu í Laugardalnum síðan í ágúst. Fjóla sat við tölvuna að púsla þegar Fréttatíminn bankaði upp á. Húsbílinn er heimilis- legur en þó býr hún þröngt í bílnum. „Það er frekar lítið pláss hérna til að púsla púsl. Ég er að reyna að gera þetta svo- lítið huggulegt til að lífga upp á aðstæðurnar en hér er þröngt og lítið skápapláss. Eins og þið sjáið þá er drasl um alla bekki hérna.“ Að sögn Fjólu tekur á að vera í kerfinu á Íslandi og þurfti hún því að taka til sinna eigin ráða. „Ég er öryrki og hef ekki miklar tekjur og þess vegna hef ég ekki tök á að leigja á frjálsum markaði. Ég hef verið að sækja um íbúð hjá Féló í tvö ár og það er ekkert að frétta. Ég er orðin hundleið á að bíða eftir þessari íbúð.“ Fjóla er ekki sú eina sem hef- ur flutt búslóð sína í Laugar- dalinn. Að sögn Fjólu býr þar líka par og leigubílstjóri. „Það er mjög góð aðstaða hérna, flottar sturtur og sameiginleg eldhús. Ég tek stundum vaktir á farfuglaheimilinu til að ná mér í nokkra aura.“ Veðrið hefur verið einstaklega gott nú í desember og er tjaldsvæðið í fyrsta skipti opið yfir allan vet- urinn. „Það er yndislegt veður hérna og alltaf hlýtt í bílnum, það er nú ekki hægt að kvarta yfir því. Svo sér maður bara hvað gerist þegar það byrjar að snjóa og bílinn fer í kaf,“ segir Fjóla og hlær. Það er yndislegt veður hérna og alltaf hlýtt í bílnum, það er nú ekki hægt að kvarta yfir því. Svo sér maður bara hvað gerist þegar það byrj- ar að snjóa og bílinn fer í kaf, Fjólu finnst erfitt að vera í kerfinu á Íslandi og er orðin óþreyjufull eftir íbúð. Myndir | Rut. Tjaldsvæðið er í fyrsta skiptið opið yfir allan veturinn vegna góðs veðurs. F Æ Ð A S E M F O R V Ö R N Unnur Guðrún Pálsdóttir (Lukka) og Þórunn Steinsdóttir eru þekktar fyrir áhuga sinn á matargerð, hollum lifnaðarháttum og forvörnum gegn krabbameini og öðrum sjúkdómum. Þær hafa fengið til liðs við sig lækna og annað fagfólk til að skrifa bók sem getur nýst öllum sem vilja efla heilsuna og varnir líkamans gegn vágestum. Í þessari bók er að finna mikinn fróðleik um næringu og heilbrigðar lífsvenjur, ásamt fjölda girnilegra, aðgengilegra og hollra uppskrifta sem henta allri fjölskyldunni. 1 Matreiðslubækur 29.11.– 5.12.2016 w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.