Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 16.12.2016, Síða 2

Fréttatíminn - 16.12.2016, Síða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016 S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A SÍÐASTI SÖLUDAGUR! Stjórnmál - Deild innan sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytis- ins fær 100 milljónir til að finna nýja markaði fyrir lambakjöt. Lokun markaða í Noregi og Rúss- landi er ástæðan fyrir styrknum. Formaður fjárlaganefndar styður fjárveitinguna og segir eðlilegt að ríkisvaldið bæti lambakjötsfram- leiðendum skaðann af viðskipta- banninu á Rússland. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðár- króki framleiðir um þriðjung þeirra 600 tonna af lambakjöti sem Noreg- ur hætti við að kaupa af íslenskum kjötafurðastöðvum en ríkisstjórnin hefur ákveðið að nota 100 milljón- ir króna til að koma ketinu í verð á öðrum mörkuðum. 100 milljóna aukafjárveitingin kemur fram í fjár- aukalögum sem gerð voru opinber á miðvikudaginn. 100 milljónirnar renna til sér- stakrar deildar innan sjávar- og landbúnaðarráðuneytis Gunnars Braga Sveinssonar sem heitir Mat- vælalandið Ísland og verða fjár- munirnir notaðir í markaðsstarf til að selja lambakjöt erlendis. Brynja Laxdal, starfsmaður Matvælalands- ins, segir að ekki sé búið að ákveða hvernig 100 milljónunum verði varið nákvæmlega ef verkefnið fær fjárveitinguna. Því sé of snemmt að ræða það mál. Af leiðingin af fjárveitingunni verður sú að lambakjötsfram- leiðndur á Íslandi losna við kjöt sem annars hefði safnast upp og að lambakjötsverð á Íslandi mun ekki lækka eins mikið í verði vegna offramboðs. Þannig eru hagsmun- ir lambabjötsframleiðenda, eins og Kaupfélags Skagfirðinga, varð- ir. Samkvæmt frumvarpinu gætu 800 til 1000 tonn af kjöti safnast upp á Íslandi ef ekkert verður gert. „Markaðsráð kindakjöts, sem er samstarfsvettvangur bænda og sláturleyfishafa, hefur unnið mark- visst að því að finna nýja markaði erlendis, en ljóst er að afsetja þarf um 800 til 1.000 tonn til að koma í veg fyrir uppnám og almenna verð- fellingu á kjöti á innlendum mark- aði seinnipart vetrar og/eða næsta haust.“ Haraldur Benediktsson, formað- ur fjárlaganefndar, segir að hann líti meðal annars svo á að ríkisstjórnin sé að bregðast við neikvæðum af- leiðingum af viðskiptabanni Rúss- lands gagnvart Íslandi sem sett var eftir að Ísland ákvað að styðja við- skiptaþvinganir Evrópusambands- ins og Bandaríkjanna gagnvart Rússlandi út af innrás landsins í Úkraínu. „Ég vil vekja athygli á því að vandamál kjötframleiðenda á Ís- landi eru ekki síst tilkomin vegna viðskiptabanns Rússlands gagnvart Íslandi. Rússland var okkar mark- aður og þar trufluðu stjórnvöld at- vinnulífið í landinu,“ segir Harald- ur. „Það er alveg ljóst að bændur fengu verðfall á sínar vörur í haust og að óbreyttu verður annað eins næsta haust. Fjölmörg sláturhús munu ekki hafa þetta af og ástæð- an fyrir þessu er ekki bara kreppa á búvörumörkuðum í Evrópu heldur viðskiptabannið. […] Markaðsstarf margra sláturhúsa í Rússlandi var þar eyðilagt á einni nóttu.“ Fjáraukalögin voru rædd á fundi fjárlaganefndar á fimmtudag og seg- ir Haraldur að 100 milljóna króna fjárveitingin hafi ekki verið rædd formlega eða óformlega innan nefndarinnar áður. „Já, ég er fylgj- andi þessu fjárframlagi. Er eitthvað óeðlilegt við að það atvinnugrein sem verður fyrir skaða vegna þess að stjórnvöld lýsa yfir viðskipta- banni á aðra þjóð reyni að leita leiða til að bæta sér upp þann skaða? Yfir Ísland hafa dunið náttúruhamfarir og alls konar óáran og stjórnvöld hafa á hverjum tíma reynt að rétta af kúrsinn til að varna því að illa fari. Ég fæ ekki betur séð, þegar ég horfi á afkomu kjötbransans á Ís- landi, en að önnur eins verðlækkun verði á Íslandi næsta haust ef ekkert verður gripið inn í. Þetta getur kost- að miklu meira en 100 milljónir.“ Nota 100 milljónir til að halda uppi verði á lamba­ kjöti á heimamarkaði Lambakjötsframleiðendum verður bætt upp að Norðmenn og Rússar kaupa ekki íslenskt lambakjöt með 100 milljóna króna markaðsstyrk til deildar í sjávarútvegs- og landbún- aðarráðuneytinu sem á að finna nýja markaði fyrir kjötið. Gunnar Bragi Sveinsson er sjávarútvegs- og landbún- aðarráðherra og stendur ráðuneyti hans fyrir hugmyndinni um aukafjár- veitinguna. Flensan Sóttvarnarlæknir spáir því að árlega inflúensan muni koma óvenju snemma í vetur eða fljótlega upp úr áramótum. Á síðastliðnum tveimur vikum hef- ur inflúensa A(H3) verið greind hjá fimm manns, samkvæmt upplýsing- um frá veirufræðideild Landspítal- ans. Þessi aukning á inflúensusmiti er talsvert fyrr á ferðinni en síðustu ár en yfirleitt kemur inflúensan af fullum þunga um miðjan febrú- armánuð. Skortur er á inflúensu- bóluefni á Íslandi en einungis fimm þúsund skammtar eru til á landinu. Áhættuhópar hafa forgang að bólu- efninu. Sóttvarnarlæknir keypti fyrr á þessu ári 65 þúsund skammta af inflúensubóluefni sem kláruð- ust snemma í haust eftir að inflú- ensan gerði vart við sig í september. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlækn- ir segir í samtali við Fréttatímann að talið sé að allt að 20 prósent þjóðarinnar smitist ár hvert af in- flúensunni. Því er líklegt að margir vinnustaðir verði fámennir á nýju ári. „Inflúensan hegðar sér yfirleitt alltaf eins. Það er mjög einkennandi að fólk veikist mjög snögglega með háum hita, beinverkjum og vanlíð- an. Þetta kemur bara einn, tveir og þrír yfir menn. Svo koma öndunar- færaeinkenni, kannski nefstíf la og hósti,“ segir Þórólfur. Að hans sögn sé misjafnt hvað fólk sé lengi að ná sér en það geti tekið allt frá nokkrum dögum í viku. „Sumir eru lengur veikir og svo getur inflú- ensan valdið alvarlegri einkennum, alvarlegri lungnabólgu.“ | HJF „Það er mjög einkennandi að fólk veikist mjög snögglega með háum hita, beinverkjum og vanlíðan. Þetta kemur bara einn, tveir og þrír yfir menn.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir. Inflúensan kemur fyrr Fátækt 11 prósent fullorðinna Íslendinga eiga á hættu að búa við fátækt eða félagslega einangr- un en 14 prósent barna. Það eru um 11.000 börn, sem samsvarar öllum börnum í Garðabæ og Hafnarfirði. Frá árinu 2008 hefur lítill árangur náðst í að uppræta fátækt meðal barna á Íslandi. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri skýrslu um fátækt barna og tengsl bágs efnahags við skort á tækifær- um og menntun sem Barnaheill – Save the Children á Íslandi kynntu í gær. Ein meginorsök fátæktar er ójöfnuður sem er að aukast í Evrópu og hefur slæmar af- leiðingar á börn. Velmegun er í boði fyrir sífellt minnkandi hóp og færri fjölskyldur hafa möguleika á að fjárfesta í börnum sínum og veita þeim tækifæri. Auk ójöfnuð- ar er atvinnuleysi og niðurskurð- ur í mennta- og velferðarþjónustu meginorsök þess að fátækt er við- varandi. Rúmlega 25 milljónir barna í Evrópu eiga á hættu að lenda í fá- tækt og félagslegri einangrun, sam- kvæmt áætluðum tölum fyrir árið 2015. Þetta eru 28 prósent barna undir 18 ára sem samsvarar því að meira en fjórða hvert barn álfunnar búi við fátækt. Væru þessi börn ein þjóð, þá væru þau sjöunda fjölmenn- asta þjóð Evrópusambandsins. Í öllum Evrópulöndum, nema á Íslandi, eru 30-80 prósent meiri líkur á fátækt barna ef foreldrar hafa litla menntun. Á Íslandi er munurinn 18 prósent og er það minnsti munur í Evrópu. Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað gert athugasemdir við hátt brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi. Meðal- tal brottfalls úr framhaldsskólum í Evrópu er 11 prósent en 11 lönd eru langt frá því, þar á meðal Ísland þar sem brottfall er 18,8 prósent. Brottfall á Norðurlöndum er: Danmörk 8 prósent, Svíþjóð 7 pró- sent, Finnland 9 prósent, Noreg- ur 11 prósent. Miðað við þróunina hér á landi undanfarin ár mun ekki takast að koma brottfalli niður fyr- ir 10 prósent fyrr en árið 2030. Illa gengur að uppræta barnafátækt á Íslandi 11 prósent fullorðinna Íslendinga eiga á hættu að búa við fátækt eða félagslega einangrun en 14 prósent barna. Það eru um 11.000 börn, sem samsvarar öllum börnum í Garðabæ og Hafnarfirði. Dómsmál Aðalmeðferð fór fram í gær í máli gegn fjórum einstaklingum sem eru ákærðir fyrir líkamsárás gegn Ingólfi Wendel Birgissyni, í júlí á síðasta ári. Ingólfur framdi sjálfsmorð skömmu eftir árásina og vakti málið töluverða athygli í fjölmiðl- um af þeim sökum. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is Einn hinna ákærðu er 48 ára göm- ul kona sem var meðal annars meðlimur í norðlensku vélhjóla- samtökunum MC Nornir, en þess ber að geta að samtökin tengdust ekki árásinni. Sakborningarnir eru á aldrinum 30 til 48 ára en árásin mun hafa átt sér stað í gleðskap Nornanna á Akureyri 19. júlí árið 2015. Fram kemur í ákæruskjali að fjórmenningarnir eiga að hafa í sameiningu ráðist á Ingólf sem varð til þess að einn sakborning- anna á að hafa haldið honum á meðan hinir létu höggin dynja á honum. Þá er konan ákærð fyrir að hafa stigið á höfuð hans eða háls. Af- leiðingar árásarinnar voru þrjú rifbeinsbrot, glóðarauga, auk þess sem hann marðist á enni. Það var DV sem greindi fyrst frá málinu á síðasta ári, en þar kom fram að Ingólfur hefði kært fimm einstaklinga fyrir líkamsárás til lögreglunnar á Akureyri nokkru eftir árásina. Degi eftir að hann kærði árásina reyndi maðurinn að fremja sjálfs- morð. Hann lést af sárum sínum skömmu síðar. Þess ber að geta að fjórmenn- ingunum er ekki gefið að sök að hafa tengst andláti Ingólfs með neinum hætti. Ákærð fyrir árás gegn manni sem framdi sjálfsmorð Ingólfur kærði árásina daginn áður en hann reyndi að fremja sjálfsmorð.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.