Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 16.12.2016, Qupperneq 20

Fréttatíminn - 16.12.2016, Qupperneq 20
SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin Bankastræti 6 s:551-8588 | Gullúrið Mjódd s: 587-410 Meba Kringlunni s: 553-1199 | Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900 | Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900 Rhodium Kringlunni s: 553-1150 | Kópavogur: Klukkan Hamraborg 10 s: 554-4320 Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333 20 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016 Hluti nemenda í yngstu bekkjum Seljaskóla fékk að læra um Grýlu og íslenskan þjóðsagnaarf á sama tíma og skólasystkini þeirra fóru í hefðbundna kirkjuferð á aðventunni. Krakkarnir voru ánægðir með framtakið að sögn skólastjóra, sem segir mikilvægt að virðing sé borin fyrir ólíkum viðhorfum. Það virðist vera nýjung í reykvísku skólastarfi fyrir jól að vera með sérstaka dagskrá fyrir þá nemendur sem ekki fara í kirkjuferð. Skólastjórnendum og prestum í Reykjavík ber saman um að kirkjuferðirnar á aðventunni séu heldur nýleg „hefð“ í skólum borgarinnar. En ljóst er að samskipti skóla og kirkju hafi á sér töluvert annan blæ en fyrir nokkrum áratugum. Ingimar Karl Helgason ritstjorn@frettatiminn.is „Mér finnst mikilvægt að þessi val- kostur sé til staðar þó ég hafi ekki sett mig gegn því að mín börn fari í kirkju með sínum skóla,“ segir Brynhildur Björnsdóttir. „Grýlustuð“ í stað kirkjuferðar Nemendur, kennarar og starfsmenn Rimaskóla hafa heimsótt Grafarvogskirkju á aðventunni, en þar hefur skólastjóri stýrt athöfn, nemendur flutt atriði og prestar frætt viðstadda um aðventuna. „Eftir að hafa fylgst með um- ræðunni undanfarin misseri hef ég komist á þá skoðun að það væri í anda þess skóla sem ég vildi sjá, að koma til móts við þær raddir sem gagnrýnt hafa kirkjuferðirnar. Um leið vildi ég ekki ýta út þeirri hefð sem hér hefur ríkt í um þrjá áratugi og mikil sátt hefur ríkt um, að nemendur fari í kirkjuna fyrir jólin,“ segir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla. Það hefur lengi verið hefð fyrir því í skólanum að nemendur í 5. bekk setji upp söngleik sem byggð- ur hefur verið á jólaguðspjallinu. Hann hefur verið fluttur í Selja- kirkju fyrir nemendur skólans. Nemendur fimmta bekkjar unnu leikrit upp úr ævintýri danska snill- ingsins H. C. Andersens um Litlu stúlkuna með eldspýturnar sem flutt var í kirkjunni. Kirkjan rúmar töluvert fleiri, að sögn Magnúsar, en þeir salir sem skólinn hefur yfir að ráða og er það ein ástæða þess að hópurinn hefur haldið þangað og flutt list sýna hingað til. Að þessu sinni var sett upp sér- stök dagskrá í skólanum fyrir þau börn sem ekki vildu fara í kirkju- ferðina. Þetta var dagskrá undir yfirskriftinni „Grýlustuð“ og var í umsjá Brynhildar Björnsdóttur, sem meðal annars er þekkt fyrir að búa til barnaefni í útvarp og verður sami háttur á næstkomandi þriðju- dag þegar nemendur 7.-10. bekkjar eiga möguleika á kirkjuferð til að líta söngleik skólasystkina sinna. „Þetta snýst, finnst mér, um að bera virðingu fyrir ólíkum skoðun- um,“ segir Magnús skólastjóri. Þessi lífsskoðunarumræða hafi staðið lengi í samfélaginu. Hann hafi starf- að úti á landi, á Snæfellsnesi um níu ára skeið, og umræðan hafi verið í fullum gangi þegar hann sneri aft- ur til Reykjavíkur í fyrra. Margir hafi verið ósáttir í ýmsum skólum við kirkjuferðirnar og þetta sé til- raun í Seljaskóla til þess að koma til móts við ólík sjónarmið. „Ég veit ekki hvort við erum í reynd að ríða á vaðið með því að bjóða upp á sér- staka dagskrá við hlið kirkjuferðar. Menn hafa verið að prófa að taka kirkjuferðirnar alveg út og setja annað á dagskrá í staðinn. En við vildum kanna að fara þessa leið, að bjóða upp á val og fá gott fólk eins og Brynhildi Björnsdóttur í lið með okkur og kanna hvort við gætum sett eitthvað í gang sem gæti vak- ið áhuga. Við höfum fengið mik- il viðbrögð og jákvæð við þessari tilraun og ég hef átt gott spjall við fullt af fólki. Svo verð ég ekki var við annað en að börnin sem tóku þátt í „Grýlustuðinu“ hafi hreinlega haft mjög gaman af. Nú munum við í framhaldinu setjast niður og fara yfir hvernig til hefur tekist. Vonandi erum við ekki að tjalda til eins árs í þessum efnum. Krakkarnir virðast bara glaðir og kátir með uppátækið og við sjáum bara hvað setur,“ seg- ir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla. Umdeilt um árabil Kirkjuferðir grunnskólanna hafa verið fastur liður í umræðunni fyrir jólin. Ekki hvað síst eftir að sveitar- félög, Reykjavík þar á meðal, tóku að setja sérstakar reglur í þess- um efnum. Í reglum Reykjavíkur- borgar segir t.d. að heimsóknir á helgi- og samkomustaði trúar- og lífsskoðunarfélaga á skólatíma verði að vera undir handleiðslu kennara. Þar er vísað í aðalnámskrá grunn- skóla þar sem segir að svona heim- sóknir skuli fela í sér fræðslu en hvorki innrætingu trúarskoðana né tilbeiðslu. Þessi umræða hefur til að mynda bæði ratað inn í fundarsal borgar- stjórnar Reykjavíkur og í munn alþingismanna. Þannig birti Ás- mundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eftirfarandi fullyrðingu á Facebook síðu sinni 7. desember: „Í Reykjavík er skólum bannað að fara með börnin í kirkjur eða halda jólatrésskemmtanir eins og einhver skaðist af því.“ Og 11. desember birti hann þessa spurn- ingu: „Á lítill minnihluti að koma í veg fyrir heimsóknir skólabarna í kirkjur landsins á aðventunni?“ Ljóst má vera að fullyrðing þing- mannsins er röng og spurning hans virðist byggð á vanþekkingu um stöðu mála. Ekki aðeins er all- ur gangur á því hvernig skólar haga þessum málum, eins og lesa má ít- arlega um hér að neðan, heldur hefur Seljaskóli í Reykjavík nú riðið á vaðið með því að bjóða börnum og foreldrum þeirra upp á nokkuð skemmtilega valkosti. Þeir sem vilja heimsækja kirkjuna á aðventunni með skólasystkinum sínum en þeir sem kjósa annað, er boðið upp á skemmtilegan og þjóðlegan valkost. Ein sterkasta kvenpersónan En það leiðir vitaskuld að spurn- ingunni um hvers vegna Grýla? „Við Magnús [Þór Jónsson, skóla- stjóri Seljaskóla] veltum fyrir okk- ur hvernig þessi valkostur eða jóla- stund gæti verið því okkur fannst mikilvægt að hún tengdist jólun- um. Ég hef sjálf lengi verið hrifin af Grýlu, sem birtingarmynd myrkursins og skugga, íslenskri jólavætt sem ber í sér sögu og menn- ingararf. Ég stóð fyrir Grýluhátíð í Ráðhúsinu í fyrra sem var hluti af hátíðahöldum í tilefni af hundrað ára kosningaréttarafmæli kvenna því Grýla er líka ein sterkasta kven- persóna Íslandssögunnar, bæði í menningunni og þjóðtrúnni,“ seg- ir Brynhildur Björnsdóttir, sem sá um „Grýlustuðið“ fyrir nemendur Seljaskóla. Hún segir þetta vera nýjung í sínu starfi við undirbúning barna- efnis „og ég er í rauninni bara að bregðast við því að Magnús hafði samband við mig. Hann langaði að prófa að koma til móts við kröfur „Menn hafa verið að prófa að taka kirkjuferðirnar alveg út og setja annað á dagskrá í staðinn. En við vildum kanna að fara þessa leið, að bjóða upp á val og fá gott fólk eins og Brynhildi Björnsdóttur í lið með okkur og kanna hvort við gætum sett eitthvað í gang sem gæti vakið áhuga.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.