Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 25

Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 25
| 25FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016 „Dejà vu“ Oftast er erfiðast að finna jólagjöf fyrir makann sem slær í gegn, en hún Sigrún Drífa Jónsdóttir taldi sig sannarlega hafa þetta á hreinu eitt árið. Annað kom þó á daginn. „Ég var búin að hugsa mikið hvað ég gæti gefið Árna, þetta var alltaf jafn erfitt. Ákvað svo að ég ætlaði að gefa honum ákveðið úr sem ég hafði séð. Ég var virkilega ánægð með mig og þessa ákvörðun þar sem ég var búin að taka eftir því að hann vantaði úr. Þetta úr var mjög flott. Ég hafði því litlar áhyggjur af þessu og fór á Þorláksmessukvöld að kaupa úrið. En þar sem ég stóð í biðröð í úrabúðinni og það var alveg að koma að mér á kassanum fékk ég „dejá vu“. Mér fannst ég allt í einu hafa staðið í nákvæm- lega sömu sporum áður. Þá mundi ég það. Ég hafði raunverulega ver- ið í þessari sömu búð jólin áður og keypt úr handa honum í jólagjöf! Ég hringdi meira að segja í hann til að fá það staðfest og komst þá að því að hann hafði gefist upp á að nota það eftir nokkra daga því hann fílar ekki að ganga með úr. Þar sem mér fannst úrið svo fallegt og röðin loks komin að mér, ákvað ég í staðinn að kaupa kvenútgáf- una staðinn handa sjálfri mér. Ég lét pakka því inn fyrir mig og setti undir tréð. Ég hef gengið með það daglega síðan. Árni fékk voða fína ullarpeysu þau jólin sem ég fann í næstu búð og var mjög ánægður með hana.“ Sigrún Drífa Jónsdóttir upplifði undarlega tilfinningu í biðröð við kassa þegar hún ætlaði að kaupa jólagjöf fyrir makann. Mynd | Rut Laugavegi 15 og Kringlunni - sími 511 1900 - www.michelsen.is Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is Verð frá 89.900 ARVA snjóóðavörurnar þekkir allt útivistarfólk og nú hafa þeir kynnt til sögunnar snjóóða- bakpokann Reactor. Glæsilegir og vel hannaðir snjóóðapokar fyrir snjósleða- eða fjallaskíðafólk með tveim belgjum niður með síðum sem lyftir líkamanum upp í efsta lag snjóóðsins. Vertu öruggur á fjöllum með ARVA. ARVA Reactor snjóóðabakpoki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.