Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 16.12.2016, Page 26

Fréttatíminn - 16.12.2016, Page 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016 Eitt sinn varði Þóra Lind Nielsen jólunum á Spáni þar sem vinkona hennar bjó. Það eru víst engin jól án rjúpna svo hún ferðaðist með nokkrar slíkar út til að fullkomna hátíðahöldin. „Ég hlakkaði til að halda íslensk jól með vinkonu minni og fjöl- skyldu hennar og lagði mikið á mig að hafa þetta eins og heima. Það var ekkert grín að ferðast með frosnar rjúpurnar en þetta voru nú jólin og allt átti að vera íslenskt og fullkomið. Vinkona mín hafði aldrei eldað rjúpur en ég kalla mig mikinn rjúpnasérfræðing og lagði allt í þessa jólamáltíð. Ég ætlaði að hafa þetta eins og heima og eft- ir aðferðinni sem gefur hárrétta bragðið. Ég sauð beinin af rjúpun- um og gerði soð fyrir sósuna sem ég bað hana um að fara með út og kæla. Sósan er í raun höfuðatriði rjúpumáltíðarinnar. Svo þegar ég bað vinkonuna aftur um að sækja soðið þar sem komið var að því að leggja lokahönd á meist- araverkið með dýrindissósunni, varð vinkonan skrýtin á svipinn en hún hafði þá leyft kettinum að sötra þetta í makindum á svölun- um! Hún hafði ekki hugmynd um hversu dýrmætt þetta soð var eða um tímann og þá natni sem þarf að leggja í rjúpurnar til að fá rétta bragðið. En soðið var farið og rjúpurn- ar voru borðaðar með spænskri pakkasveppasósu. Ég þurfti að hafa mig alla við til að muna að jólin eru jú í hjartanu... svona á meðan kattarkvikindið glotti til mín yfir borðhaldinu í sigurvímu, sæll og glaður með sinn jólamat. Ennþá, 35 árum síðar, á ég erfitt með að láta mér þykja vænt um ketti – á jólunum!“ Jólaköttur á Spáni Þóra Lind Nielsen ætlaði sér að elda fullkomna rjúpnamáltíð á Spáni fyrir nokkrum árum, en lenti í óvæntum hrakningum. Mynd | Rut „Þetta var fyrir mörgum árum þegar stelpurnar voru litlar en er enn rifjað reglulega upp. Það er hægt að brosa að þessu núna þótt þetta hafi ekki verið gaman þá,“ segir Páll V. Bjarnason, faðir þriggja stúlkna sem voru síður en svo ánægðar með pabba sinn ein jólin. „Það er alltaf mikið um að vera hjá okkur á aðfangadag því stór- fjölskyldan kemur til okkar í mat. Gjafirnar eru margar og þeim fylgir mikið af pappírsrusli sem var sett í svarta ruslapoka í and- dyrinu. Á annan í jólum fórum við fjölskyldan svo í jólaboð til tengdó í Keflavík. Þar fengu stelpurnar fleiri gjafir frá ömmum og öfum og frændfólki og svo var komið heim með það allt saman í svörtum plastpoka. Við komum seint heim úr boðinu þetta árið og allir voru þreyttir. Plastpokanum með gjöf- unum var bara stillt upp í anddyr- inu. Daginn eftir ætlaði ég að ganga vel frá öllu og taka til og henti öllum svörtu pokunum í anddyr- inu út í tunnu. Svo fara dömurnar að spyrja um gjafirnar sínar frá ömmu og afa og þá uppgötva ég að ég hafði bara fleygt þeim öll- um í ruslið. Ég hljóp út að kíkja í tunnurnar en þá var ruslabíllinn nýbúinn að koma og tæma þær. Það varð uppi fótur og fit og ég rauk út að leita að ruslabílnum, til að reyna að ná þessu úr honum aft- ur, en fann hann hvergi. Þá keyrði ég í ofboði upp á hauga og mætti honum þegar ég var á leiðinni upp eftir. Ruslabíllinn var þá að koma til baka, eftir að hafa verið tæmdur. Ég man svo bara eftir mér horfandi á ýtuna valta yfir alls kyns dót á meðan ég gramsaði í alls kyns rusli og dóti á haugunum. Ég gramsaði mjög vel en fann ekki neitt! Stelpurnar voru 3, 6 og 9 ára og grétu mikið og mér leið vissulega kjánalega yfir þessu. Þær hafa samt fyrirgefið mér þetta þótt það sé reglulega minnst á þetta óhapp. Í dag hittist stórfjölskyldan ennþá heima hjá okkur og það er mikið af rusli og gjöfum út um allt og núna fer ég sjálfur alltaf vel í gegnum alla svörtu plastpokana áður en þeim er hent út í tunnu!“ Páll V. Bjarna- son gleymir seint jólun- um sem ruslapok- arnir hrönn- uðust upp í anddyrinu heima hjá honum. Mynd | Rut Jólagjafirnar í rusli Glæsilegar jólagjafir Tradition úrin eru glæsileg íslensk hönnun og fást þau í ýmsum litasamsetningum. Kíktu á allt úrvalið í vefversluninni okkar á michelsen.is Laugavegi 15 og Kringlunni - sími 511 1900 - www.michelsen.is

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.