Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 16.12.2016, Side 30

Fréttatíminn - 16.12.2016, Side 30
Mynd | Hari 30 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016 Aðdragandi jólahátíðarinnar er í föstum skorðum í Langholts- kirkju. Árni Heiðar Karlsson, sem tók við stöðu organista, kórstjóra og listræns stjórnanda Langholts- sóknar af Jóni heitnum Stefáns- syni, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Eitt af því er að setja sig inn í hefðir jólanna. Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is „Hátíðin leggst vel í mig og þessi annasami tími er mjög skemmti- legur,“ segir Árni Heiðar Karlsson. „Stúlknakórarnir okkar eru að syngja með Sinfóníuhljómsveit Ís- lands á jólatónleikum um helgina og svo eru Jólasöngvarnir í kirkj- unni fastur liður í stafinu hjá okk- ur. Þeir verða sungnir um helgina.“ Tónleikahald undir heitinu Jólasöngvar á sér 39 ára sögu í Langholtskirkju. „Þetta má rekja allt aftur til þess tíma þegar verið var að byggja kirkjuna. Þá sátu gest- ir dúðaðir í úlpunum sínum því það var kalt í kirkjunni og brugðið á það ráð að bjóða upp á rjúkandi heitt súkkulaði í hléi til að hlýja þeim. Súkkulaðið hefur haldist en gestirn- ir eru komnir úr úlpum, húfum og treflum. Annars er þetta allt fast mótað, til dæmis koma sömu fjöl- skyldurnar ár eftir ár og vilja helst sitja á sama stað í kirkjunni.“ Söngskráin er líka í nokkuð ákveðnum skorðum. Gestir syngja með í nokkrum laganna og svo flytja kórar kirkjunnar og einsöngv- arar ýmsar perlur þess á milli. Ein- söngvarar að þessu sinni eru Gissur Páll Gissurarson, Eivör Pálsdóttir, Kristín Sveinsdóttir og Andri Björn Róbertsson, auk einsöngvara úr báðum kórum kirkjunnar. Líður vel í starfi Árni Heiðar tók við starfi í ágúst síðastliðnum eftir að Jón Stefáns- son lést af slysförum. Jón hafði stýrt tónlistarstarfinu í Langholtskirkju í hálfa öld og byggt upp mikið starf. „Ég kem að ótrúlega góðu búi og hef það mjög gott í nýja starfinu,“ segir Árni Heiðar. „Mér var tekið vel af öllum hér og fann fyrir mik- illi hlýju. Þetta hefur gengið vel og merkilegt að átta sig á því hve uppbygging Jóns var mikil á þess- um 50 árum sem hann starfaði við sóknina. Ég er því að kafa ofan í allt saman hér, bæði nótnasafn og hefðasafn og átta mig á hvernig landið liggur. Þegar maður kem- ur að þessu kórstarfi sér maður hve þetta er dýrmætt. Í aðalkórn- um hjá mér eru þannig söngkon- ur í kringum þrítugt sem hafa ver- ið hér að syngja síðan þær voru á barnsaldri. Það er dálítið magnað að hafa sungið í kór hjá Jóni Stefáns- syni frá því að maður var fjögurra ára. Þetta hefur því verið ótrúleg uppeldisstöð á söngvurum áratug- um saman.“ Sjálfur er Árni Heiðar uppalinn í hverfinu og þykir því vænt um tónlistarstarfið sem segja má að sé hjartað í sóknarstarfinu. „Ég fékk að æfa mig á píanó hérna í kirkjunni og var meira að segja í ræstingum hérna, þannig að kannski má segja að ég hafi unnið mig upp. Kirkjan hefur verið eins konar tilraunastöð fyrir tónlistarmenn að fá að koma fram án þess að pressan væri of mikil. Ég man til dæmis að ég var líka að læra á óbó og Jón fékk mig til að spila sóló á það einhverju sinni. Tónlistin var svolítið fyrir ofan mína getu þannig að ég æfði mig og æfði og ég hef Jón grunaðan um að hafa legið á hleri og hlustað þar til hann dæmdi um að ég væri tilbúinn í þetta. Svona var Jón, hann hafði lag á því að fá það besta út úr fólki og ýta því áfram.“ segir Árni Heiðar hlæjandi. Fyrstu Jólasöngvar Langholtskirkju verða sungnir á föstudag kl. 23, því að fyrst þegar þeir voru sungnir var það eftir verslunarferðir gestanna á Þorláksmessu. Tónleikarnir eru endurteknir á laugardag og sunnu- dag, kl. 21. Nóg af hefðum til að átta sig á Árni Heiðar Karlsson heldur nú utan um tónlistardagskrá Langholtskirkju á jólum og jólaföstu í fyrsta sinn. volundarhus.is · Sími 864-2400 GARÐHÚS 14,5 m² www.volundarhus.is Vel valið fyrir húsið þitt RÝMINGARSALA 20% aukaafsláttur af öllum GARÐHÚSUM á meðan byrgðir endast V H /1 6- 05 GARÐHÚS 4,7m² 44 mm bjálki / Tvöföld nótun GARÐHÚS 4,4m² GARÐHÚS 9,9 m² án gólfs GARÐHÚS 9,7m² 50% afsláttur af flutningi á GARÐHÚSUM og GESTAHÚSUM á allar þjónustu- stöðvar Flytjanda. GESTAHÚS og GARÐHÚS sérhönnuð fyrir íslenskar aðstæður Sjá fleiri GESTAHÚS og GARÐHÚS á tilboði á heimasíðunni volundarhus.is · Allt á að seljast · Fyrstur kemur fyrstur fær · Ekki missa af þessu Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu okkar volundarhus.is og í síma 864-2400.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.