Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 32
Annáll íslenskra hneykslismála
Mörg stór hneykslismál hafa komið upp á
Íslandi eftir efnahagshrunið 2008 og hafa þrír
ráðherrar sagt af sér eða hætt í stjórnmálum
í kjölfar slíkra mála. Sambærileg óánægjualda
sem braust út í búsáhaldabyltingunni eftir
hrun gaus aftur upp í ár í kjölfar opin berunar
Panamaskjalanna. Fréttatíminn rekur hér
nokkur af helstu hneykslismálum liðinna ára
á Íslandi en af þeim má sjá að íslenskir skan
dalar í samtímanum snúast ennþá að hluta til
um íslenska efnahagshrunið og góðærið þar
á undan.
Ingi F. Vilhjálmsson
ingi@frettatiminn.is
Panamaskjölin
Stærsta frétt ársins 2016 á Ís-landi var tvímælalaust op-inberun Panamaskjalanna
svokölluðu frá panamaísku lög-
mannstofunni Mossack Fonseca
um vorið 2016. Þrír ráðherrar,
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,
Bjarni Benediktsson og Ólöf Nor-
dal, voru eigendur eða tengdust fé-
lögum í skattaskjólum fyrir og eða
eftir hrunið árið 2008. Fréttin um
íslensku ráðherrana var heimsfrétt
en ekki er algengt að tíðindi frá Ís-
landi séu í heimspressunni, einna
helst gerist það vegna eldgosa og
svo auðvitað vegna hrunsins á sín-
um tíma.
Athygli vakti hversu marga
Íslendinga var að finna í skjölunum
en engin önnur þjóð átti eins marga
einstaklinga í gögnunum per capita
og Ísland. Íslendingar virðast, út frá
gögnunum frá þessari lögmann-
stofu sem sérhæfði sig í aflands-
viðskiptum, hafa átt heimsmet í
notkun aflandsfélaga á árunum
fyrir hrunið 2008. Um sex hund-
ruð Íslendinga var að finna í gögn-
unum, fleiri en Svía, Dani og Norð-
menn þó þessar þjóðir séu margfalt
fjölmennari en Ísland. Opinberan-
ir Panamaskjalanna leiddu með-
al annars til þess að rithöfundur-
inn Hallgrímur Helgason fann upp
nýtt hugtak til að nota um Ísland:
Landið er ekki bananalýðveldi held-
ur Panamalýðveldi.
Sigmundur Davíð og Wintris
Þó þrjá ráðherra hafi verið að finna í Panamaskjölunum beindist mesta athyglin að
Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni for-
sætisráðherra og fyrirtæki hans og
konu hans, Wintris Inc., á Tortólu.
Sigmundur Davíð var eitt af helstu
andlitunum í Panamaskjölunum í
fréttum um þau á heimsvísu. Ekki
bara af því hann var forsætisráð-
herra heldur líka vegna viðtals sem
hann fór í við sænska ríkissjón-
varpið þar sem hann endaði á að
ganga út eftir að hafa svarað spurn-
ingum um Wintris út úr kú. Mynd-
skeiðið var sýnt í fjölmiðlum um
Lekamálið
Lekamálið var fyrsta stóra póli-
tíska hneykslismálið á kjörtímabil-
inu sem var að líða. Hanna Birna
Kristjánsdóttir þurfti að segja af
sér sem innanríkisráðherra vegna
málsins þar sem sannað var að að-
stoðarmaður hennar, Gísli Freyr
Valdórsson, lak gögnum um níger-
ískan hælisleitanda í fjölmiðla í
viðleitni sinni til að stýra um-
ræðum um manninn, ráðu-
neytinu í hag. Hanna Birna
sagði hins vegar ekki af sér
fyrr en ári eftir að málið varð
opinbert, í nóvember árið
2014, en þá játaði Gísli Freyr
að hafa lekið gögnunum um
hælisleitandann. Gísli Freyr var
dæmdur í átta mánaða skil-
orðsbundið fangelsi vegna
gagnalekans og Lekamál-
ið batt enda á pólitískan
feril Hönnu Birnu sem
sat aðeins tæpt kjörtímabil á þingi.
Alveg sama hver vitneskja Hönnu
Birnu um leka Gísla Freys var þá
bar hún pólitíska ábyrgð á gjörð-
um hans og sínu ráðuneyti.
allan heim og þráaðist Sigmundur
Davíð við að segja af sér og gerði til-
raunir til að bjarga pólitísku lífi sínu
með þrýstingi á forseta Íslands, Ólaf
Ragnar Grímsson. Sigmundur Dav-
íð hætti hins vegar sem forsætisráð-
herra og ríkisstjórnin hélt velli án
hans með Sigurð Inga Jóhannsson
við stjórnvölinn og var ákveðið að
boða til nýrra kosninga um haustið
2016 vegna opinberana Panamskjal-
anna. Þannig leiddu Panamaskjöl-
in, og viðbrögð íslenskra kjósenda
við þeim, til þess að Sigmundur
Davíð Gunnlaugsson sagði af sér
og boðað var til nýrra kosninga en
ennþá liggur ekki fyr-
ir hvaða ríkisstjórn
verður mynduð
í kjölfar þeirra.
Panamaskjölin
eru því ennþá stór
áhrifavaldur í ís-
lenskum stjórn-
málum.
Orku Energy-málið
Vorið 2015 kom í ljós að Illugi
Gunnarsson, menntamálaráðherra
og þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
hafði selt íbúðina sína til fjárfest-
isins Hauks Harðarsonar, eiganda
og stjórnarformanns Orku Energy, í
lok árs 2013 og búið í henni æ síðan.
Illugi hafði einnig starfað hjá Orku
Energy sem ráðgjafi og þegið laun
fyrir. Málið kom upp vegna þess að
Haukur og aðrir fulltrúar frá Orku
Energy fóru í opinbera heimsókn til
Kína ásamt menntamálaráðherra
um vorið 2015. Í heimsókninni
skrifaði Orka Energy undir sam-
starfssamning við orkufyrirtæki í
eigu kínverska ríkisins ásamt ríkis-
stofnuninni Orkustofnun og öðlað-
ist Orka Energy um leið stjórnskipu-
lega stöðu líkt og ríkisfyrirtæki í
umræddu samstarfi. Um var að
ræða fyrsta skiptið sem íslenskt
einkafyrirtæki kemst í þessa stöðu
erlendis. Illugi Gunnarsson neitaði
í kjölfarið að ræða ítarlega um mál-
ið og hvernig það vildi til að hann
seldi íbúðina sína til Hauks Harðar-
sonar og hver tengsl þeirra væru
önnur en þau að ráðherrann kallaði
fjárfestinn einn af sínum nánustu
vinum. Illugi ákvað, í aðdraganda
þingkosninganna árið
2016, að gefa ekki kost á
sér til endursetu á þingi.
Ástæðan fyrir þessari
ákvörðun Illuga
hefur ekki kom-
ið fram frá hon-
um sjálfum þó
hún hafi verið
tekin í skugga
Orku Energy-
málsins.
Stærsta hneykslismál ársins og liðins kjörtímabils á
Íslandi var sú opinberun Panamaskjalanna að þrír
íslenskir ráðherrar hefðu notast við fyrirtæki í skatta-
skjólum vegna viðskipta sinna. Opinberunin leiddi til
fjölmennra mótmæla við Alþingishúsið, mótmæla sem
ekki er hægt annað en að bera saman við búsaáhalda-
byltinguna eftir hrunið 2008, afsagnar Sigmundar
Davíðs Gunnlaugssonar og nýrra kosninga.
Borgunarmálið
Ein skýrasta afleiðing Borgunar-
málsins voru starfslok Steinþórs
Pálssonar, bankastjóra Landsbank-
ans, í lok nóvember árið 2016. Um-
ræða um Borgunarmálið hafði þá
staðið yfir í rúm tvö eða allt frá því
að fjölmiðlar greindu frá því að rík-
isbankinn Landsbankinn væri að
selja ríflega 30 prósenta hlut sinn í
greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun
bak við luktar dyr til hóps fjárfesta
sem meðal annars taldi föðurbróður
Bjarna Benediktssonar fjármálaráð-
herra, Einar Sveinsson, og eigendur
útgerðarinnar Stálskipa. Í ljós kom
síðar að Landsbankinn hafði gert
slík mistök við sölu hlutabréfanna
að bankinn hafði ekki tekið tillit til
eignarhlutar Borgunar í greiðslu-
miðlunarfyrirtækinu Visa Europe
en hlutur bankans var metinn á
um 1900 milljónir króna. Ríkisend-
urskoðun fjallaði meðal annars um
þetta atriði í gagnrýnni skýrslu um
eignasölu Landsbankans í nóvem-
ber 2016 en þar kom ítrekað fram
að bankinn fylgdi ekki eigin verk-
lagsreglum um sölu fyrirtækja og
seldi eignir bak við luktar dyr en
ekki með gagnsæjum
hætti. Þessi skýr-
sla var kornið sem
fyllti mælinn hjá
Steinþóri og hann
lét af störfum eftir
að hafa stýrt Lands-
bankanum frá árinu
2010.
Hanna Birna
Kristjánsdóttir.
Illugi
Gunnarsson.
Steinþór
Pálsson.
Sigmundur Davíð
Gunnlaugsson.
GLÆSILEGAR
BORGIR Í A-EVRÓPU
Í BEINU FLUGI
Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa,
fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4
daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt
að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum
uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki.
BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI
Ein af fallegri borgum Evrópu, hún
er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar
sem margar eru á minjaskrá Unesco,
forna menningu og spa/heilsulindir.
Þar hefur í árhundruði blandast
saman ýmis menningaráhrif sem
gerir borgina svo sérstaka.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
GDANSK Í PÓLLANDI
Hansaborgin Gdansk er elsta og
fallegasta borg Póllands, saga
hennar nær aftur til ársins 997.
Glæsilegur arkitektúr, forn menning
og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina
að vinsælustu ferðamannaborg
Póllands.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
VERÐ FRÁ 87.900.-
WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900
VILNÍUS Í LITHÁEN
Vilníus er eins og margar aðrar borgir í
Eystrasaltinu frá miðöldum og glæsileg eftir
því. Upphaf borgarinnar má rekja til ársins
1330 og er gamli bærinn á minjaskrá Unesco.
Þröngar steinilagðar götur er viða að finna í
gamla bænum og gamli byggingastíllinn
blasir hvarvetna við.
Flogið er tvisvar í viku allt árið.
32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016