Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 32
Annáll íslenskra hneykslismála Mörg stór hneykslismál hafa komið upp á Íslandi eftir efnahagshrunið 2008 og hafa þrír ráðherrar sagt af sér eða hætt í stjórnmálum í kjölfar slíkra mála. Sambærileg óánægjualda sem braust út í búsáhaldabyltingunni eftir hrun gaus aftur upp í ár í kjölfar opin berunar Panamaskjalanna. Fréttatíminn rekur hér nokkur af helstu hneykslismálum liðinna ára á Íslandi en af þeim má sjá að íslenskir skan­ dalar í samtímanum snúast ennþá að hluta til um íslenska efnahagshrunið og góðærið þar á  undan. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Panamaskjölin Stærsta frétt ársins 2016 á Ís-landi var tvímælalaust op-inberun Panamaskjalanna svokölluðu frá panamaísku lög- mannstofunni Mossack Fonseca um vorið 2016. Þrír ráðherrar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bjarni Benediktsson og Ólöf Nor- dal, voru eigendur eða tengdust fé- lögum í skattaskjólum fyrir og eða eftir hrunið árið 2008. Fréttin um íslensku ráðherrana var heimsfrétt en ekki er algengt að tíðindi frá Ís- landi séu í heimspressunni, einna helst gerist það vegna eldgosa og svo auðvitað vegna hrunsins á sín- um tíma. Athygli vakti hversu marga Íslendinga var að finna í skjölunum en engin önnur þjóð átti eins marga einstaklinga í gögnunum per capita og Ísland. Íslendingar virðast, út frá gögnunum frá þessari lögmann- stofu sem sérhæfði sig í aflands- viðskiptum, hafa átt heimsmet í notkun aflandsfélaga á árunum fyrir hrunið 2008. Um sex hund- ruð Íslendinga var að finna í gögn- unum, fleiri en Svía, Dani og Norð- menn þó þessar þjóðir séu margfalt fjölmennari en Ísland. Opinberan- ir Panamaskjalanna leiddu með- al annars til þess að rithöfundur- inn Hallgrímur Helgason fann upp nýtt hugtak til að nota um Ísland: Landið er ekki bananalýðveldi held- ur Panamalýðveldi. Sigmundur Davíð og Wintris Þó þrjá ráðherra hafi verið að finna í Panamaskjölunum beindist mesta athyglin að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni for- sætisráðherra og fyrirtæki hans og konu hans, Wintris Inc., á Tortólu. Sigmundur Davíð var eitt af helstu andlitunum í Panamaskjölunum í fréttum um þau á heimsvísu. Ekki bara af því hann var forsætisráð- herra heldur líka vegna viðtals sem hann fór í við sænska ríkissjón- varpið þar sem hann endaði á að ganga út eftir að hafa svarað spurn- ingum um Wintris út úr kú. Mynd- skeiðið var sýnt í fjölmiðlum um Lekamálið Lekamálið var fyrsta stóra póli- tíska hneykslismálið á kjörtímabil- inu sem var að líða. Hanna Birna Kristjánsdóttir þurfti að segja af sér sem innanríkisráðherra vegna málsins þar sem sannað var að að- stoðarmaður hennar, Gísli Freyr Valdórsson, lak gögnum um níger- ískan hælisleitanda í fjölmiðla í viðleitni sinni til að stýra um- ræðum um manninn, ráðu- neytinu í hag. Hanna Birna sagði hins vegar ekki af sér fyrr en ári eftir að málið varð opinbert, í nóvember árið 2014, en þá játaði Gísli Freyr að hafa lekið gögnunum um hælisleitandann. Gísli Freyr var dæmdur í átta mánaða skil- orðsbundið fangelsi vegna gagnalekans og Lekamál- ið batt enda á pólitískan feril Hönnu Birnu sem sat aðeins tæpt kjörtímabil á þingi. Alveg sama hver vitneskja Hönnu Birnu um leka Gísla Freys var þá bar hún pólitíska ábyrgð á gjörð- um hans og sínu ráðuneyti. allan heim og þráaðist Sigmundur Davíð við að segja af sér og gerði til- raunir til að bjarga pólitísku lífi sínu með þrýstingi á forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson. Sigmundur Dav- íð hætti hins vegar sem forsætisráð- herra og ríkisstjórnin hélt velli án hans með Sigurð Inga Jóhannsson við stjórnvölinn og var ákveðið að boða til nýrra kosninga um haustið 2016 vegna opinberana Panamskjal- anna. Þannig leiddu Panamaskjöl- in, og viðbrögð íslenskra kjósenda við þeim, til þess að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði af sér og boðað var til nýrra kosninga en ennþá liggur ekki fyr- ir hvaða ríkisstjórn verður mynduð í kjölfar þeirra. Panamaskjölin eru því ennþá stór áhrifavaldur í ís- lenskum stjórn- málum. Orku Energy-málið Vorið 2015 kom í ljós að Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafði selt íbúðina sína til fjárfest- isins Hauks Harðarsonar, eiganda og stjórnarformanns Orku Energy, í lok árs 2013 og búið í henni æ síðan. Illugi hafði einnig starfað hjá Orku Energy sem ráðgjafi og þegið laun fyrir. Málið kom upp vegna þess að Haukur og aðrir fulltrúar frá Orku Energy fóru í opinbera heimsókn til Kína ásamt menntamálaráðherra um vorið 2015. Í heimsókninni skrifaði Orka Energy undir sam- starfssamning við orkufyrirtæki í eigu kínverska ríkisins ásamt ríkis- stofnuninni Orkustofnun og öðlað- ist Orka Energy um leið stjórnskipu- lega stöðu líkt og ríkisfyrirtæki í umræddu samstarfi. Um var að ræða fyrsta skiptið sem íslenskt einkafyrirtæki kemst í þessa stöðu erlendis. Illugi Gunnarsson neitaði í kjölfarið að ræða ítarlega um mál- ið og hvernig það vildi til að hann seldi íbúðina sína til Hauks Harðar- sonar og hver tengsl þeirra væru önnur en þau að ráðherrann kallaði fjárfestinn einn af sínum nánustu vinum. Illugi ákvað, í aðdraganda þingkosninganna árið 2016, að gefa ekki kost á sér til endursetu á þingi. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun Illuga hefur ekki kom- ið fram frá hon- um sjálfum þó hún hafi verið tekin í skugga Orku Energy- málsins. Stærsta hneykslismál ársins og liðins kjörtímabils á Íslandi var sú opinberun Panamaskjalanna að þrír íslenskir ráðherrar hefðu notast við fyrirtæki í skatta- skjólum vegna viðskipta sinna. Opinberunin leiddi til fjölmennra mótmæla við Alþingishúsið, mótmæla sem ekki er hægt annað en að bera saman við búsaáhalda- byltinguna eftir hrunið 2008, afsagnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og nýrra kosninga. Borgunarmálið Ein skýrasta afleiðing Borgunar- málsins voru starfslok Steinþórs Pálssonar, bankastjóra Landsbank- ans, í lok nóvember árið 2016. Um- ræða um Borgunarmálið hafði þá staðið yfir í rúm tvö eða allt frá því að fjölmiðlar greindu frá því að rík- isbankinn Landsbankinn væri að selja ríflega 30 prósenta hlut sinn í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr til hóps fjárfesta sem meðal annars taldi föðurbróður Bjarna Benediktssonar fjármálaráð- herra, Einar Sveinsson, og eigendur útgerðarinnar Stálskipa. Í ljós kom síðar að Landsbankinn hafði gert slík mistök við sölu hlutabréfanna að bankinn hafði ekki tekið tillit til eignarhlutar Borgunar í greiðslu- miðlunarfyrirtækinu Visa Europe en hlutur bankans var metinn á um 1900 milljónir króna. Ríkisend- urskoðun fjallaði meðal annars um þetta atriði í gagnrýnni skýrslu um eignasölu Landsbankans í nóvem- ber 2016 en þar kom ítrekað fram að bankinn fylgdi ekki eigin verk- lagsreglum um sölu fyrirtækja og seldi eignir bak við luktar dyr en ekki með gagnsæjum hætti. Þessi skýr- sla var kornið sem fyllti mælinn hjá Steinþóri og hann lét af störfum eftir að hafa stýrt Lands- bankanum frá árinu 2010. Hanna Birna Kristjánsdóttir. Illugi Gunnarsson. Steinþór Pálsson. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. VERÐ FRÁ 87.900.- WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 VILNÍUS Í LITHÁEN Vilníus er eins og margar aðrar borgir í Eystrasaltinu frá miðöldum og glæsileg eftir því. Upphaf borgarinnar má rekja til ársins 1330 og er gamli bærinn á minjaskrá Unesco. Þröngar steinilagðar götur er viða að finna í gamla bænum og gamli byggingastíllinn blasir hvarvetna við. Flogið er tvisvar í viku allt árið. 32 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.