Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 16.12.2016, Side 54

Fréttatíminn - 16.12.2016, Side 54
54 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016 Sovétið sem var Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Þó að það sé algjör óþarfi að gráta Sóvétríkin er allt í lagi að velta því fyrir sér hvað ríkjasambandið bauð auganu upp á á sínum tíma þegar kom að hönnun og sjónræn- um hliðum lífsins. Þetta var eitt- hvað að því sem sást þegar Vestur- landabúar litu til risans í austri á sínum tíma. Þessa dagana er þess minnst með ýmsum hætti að 25 ár eru liðin frá því að Sovétríkin liðuðust í sundur. 8. desember árið 1991 hittust leiðtogar Rúss­ lands, Úkraínu og Hvíta Rússlands og komu sér saman um þá niður­ stöðu að stórveldið heyrði sögunni til. Þrátt fyrir mótmæli aðalritar­ ans Mikhaíl Gorbatsjev reyndist þetta satt og rétt. Heimsmyndin var að breytast. Trúðu mér. Í Sovétríkjunum kunnu menn að hanna áróður og þó að sum plaggötin séu grimmi­ leg í ljósi sögunnar þá hefur margt af þessari hönnun haft mikil áhrif á grafíska hönnuði á seinni árum. Út í geim. Sovétmenn áttu líka flotta geimfara. Það gleymist stundum. Í dag eru Rússar mikilvægur hlekkur í alþjóðasamstarfi þegar kem­ ur að geimvísindum. Þeir eiga Soyuz geimförin sem bera geimfarana út í Alþjóð­ legu geimstöðina. Öðruvísi bílar. Þar austur frá var rúll­ að á annars konar bílum en hér fyrir vestan, hvort sem það voru Lödur, Moskvitchar eða ZiL límúsínur. Ekkert til. Þegar halla fór undan fæti vöktu galtómar búðir og langar biðraðir mikla undrun á Vesturlöndum allsnægt­ anna. Eftir fallið tóku við erfiðir tímar í efnahag landanna sem mynduðu Sóvétríkin. Miklir menn. Í Sovét­ ríkjunum kunnu menn að reisa styttur af þeim sem voru aðal, en höfðu síðan vit á því að rífa þær niður síðar meir. Vöðvarnir spenntir. Í Sovét ríkjunum voru haldnar mikilfenglegar her­ sýningar í umhverfi sem var vel við hæfi. Rauða torgið var sviðið fyrir þessar sýningar sem vöktu óhug á Vesturlöndum, enda var þeim ætlað að gera það. Dúnteppi ljósbrúnt stærð140x200 9.990 kr Fæst í 4 litum DÚNTEPPI GEFÐU MÝKT OG HLÝJU Í JÓLAGJÖF Dúnteppin eru fyllt með 100% dúni svo þau eru bæði hlý og notaleg. Henta vel heima í stofu, við sjónvarpið, í bústaðinn eða úti í náttúrunni. LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.