Fréttatíminn - 16.12.2016, Qupperneq 58
58 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
„Þessi skúffa inniheldur minningar
úr fyrri uppfærslum sem ég hef tek-
ið þátt í á mínum stutta starfsaldri í
íslensku Óperunni,“ segir Níels sem
er sýningarstjóri íslensku Óper-
unnar og ekki nema 23 ára gamall.
„Hér má finna þrívíddargler-
augu sem láta mann sjá áströlsku
borgina Sidney í þrívídd. Svo eru
hérna möppur af gömlum glósum
úr uppfærslum sem ég hef kosið
að eiga og tel mjög gagnlegar.
Reyndar eru þetta glósur af hug-
myndum sem virkuðu síð-
an ekki,“ segir Níels.
Í skúffunni má einnig
finna leikgerðina
af Sjálfstæðu fólki,
nótnabindi og tvær
spiladósir. „Aðra fann
ég hérna á skrifborðinu
mínu en hina gaf Kol-
brún Halldórsdóttir mér og er
svona „souvenir“. Síðan er ég
með geisladisk sem inniheldur
franska leigubílstjóratónlist
og fjaðurpenna sem mér
var gefinn eftir uppfær-
slu á Don Giovanni.“
Að lokum nefnir
Níels aragrúa bréfa sem honum
hefur borist þar sem samstarfsfólk
hans hefur þakkað honum fyrir
samstarfið. „Þetta eru allskonar
bréf sem innihalda fögur orð. Mjög
falleg bréf í minn garð frá óperu-
söngvurum, kórmeðlimum og
hljómsveitarstjórum. Þessi skúffa
er stútfull af kærleik og í hana
gengur enginn nema ég. Hana mun
ég taka þegar ég hætti hér.“
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@frettatiminn.is
Kvikmyndavefurinn Variety grein-
ir frá því að það hafi verið sam-
dóma álit dómnefndar að of mikið
væri af tónlist sem ekki samin
af Jóhanni í kvikmyndinni til að
akademían gæti metið tónlist Jó-
hannesar að verðleikum. Að vísu
er einungis eitt lag eftir Richter í
kvikmyndinni, On the Nature of
Daylight, sem áður hefur heyrst
í kvikmyndinni Shutter Island.
Lagið hljómar í upphafi og enda
Arrival. Samkvæmt Variety er 86
prósent tónlistar í Arrival eftir
Jóhann.
Jóhann hefur í tvígang verið
tilnefndur til Óskarsverðlauna,
annars vegar fyrir Sicario fyrr
á þessu ári og The Theory of
Everything í fyrra. Hann hlaut
Golden Globe verðlaunin í fyrra
fyrir The Theory of Everything.
Jóhann hefur verið tilnefndur til
Golden Globe í ár fyrir tónlist sína
í Arrival. Ekki er öll von úti um
að Íslendingur verði tilnefndur
til Óskarsverðlauna á næsti ári en
þrír Íslendingar eiga kost á því.
Óskarsakademían hefur kost á að
tilnefna Hjört Ingva Jóhannsson og
Huga Guðmundsson fyrir tónlist í
kvikmyndinni Autumn Lights og
Atla Örvarsson fyrir tónlist í kvik-
myndinni Bilal.
Draslskúffa Níelsar Frönsk leigubílstjóratónlist og fjaðurpenni
Flestir eiga eina skúffu þar sem allt drasl heimsins lendir í. Allskonar gersemar geta leynst í
skúffunni. Níels Thibaud Girerd deilir með Fréttatímanum því sem leynist í draslskúffunni en hana
er að finna í skrifborðinu hans í vinnunni, Íslensku óperunni.
Nótnabindi, leikgerðir og fjaðurpennar.
Níels hefur sankað að sér
sönnum gersemum í starfi
sínu sem sýningarstjóri.
Myndir | Rut
Óskarstilnefning
höfð af Jóhanni
Ljóst er að tónskáldið Jóhann Jóhannsson
verður ekki tilnefndur til Óskarsverðlauna
líkt og síðustu tvö ár. Óskarsakademían mun
ekki eiga kost á tilnefna tónlist Jóhanns í
kvikmyndinni Arrival þar sem of mikið er af
tónlist tónskáldsins Max Richter í kvikmyndinni,
að mati dómnefndar.
Of mikið af Richter.
Níu bestu
kvikmyndir ársins
Nú þegar jólafríið fer bráðum að ganga í garð er gott að fara
yfir hvaða bíómyndir stóðu upp úr á árinu fyrir næsta sófagláp.
Fréttatíminn lagðist í rannsóknarvinnu og skoðaði hvaða níu myndir
á árinu voru bestar.
Moonlight
Við fáum að fylgjast með ungum
svörtum manni kljást við umhverfi
sitt og kynhneigð og leit hans að
sínum stað í tilverunni.
Arrival
Geimverur koma óvænt til jarðar
og fáum við að fylgjast með hinni
eitursnjöllu málvísindakonu Lousie
Banks reyna að ráða út
hver er ástæða
komu geimveranna
til jarðarinnar.
Doctor Strange
Hinn geðvondi Dr. Stephen Vincent
Strange er færasti skurðlæknir sem
sögur fara af. Einn góð-
an veðurdag
lendir Strange í
slysi sem skaðar
hendur hans svo
að hann getur
ekki haldið áfram
skurðlækningum
sínum sem eru hans
mesta stolt. Strange
lætur ekkert stoppa
sig í leit að lækningu
og ferðast til hjara
veraldar og hittir þar
nokkra áhugaverða
karaktera...
Manchester by
the Sea
Lee Chandler missir bróður
sinn í slysi og þarf að ganga
frændum sínum í föður-
stað. Áhorfandinn fylgist með
frændunum ganga í saman
gegnum sorgartíma þar sem þeir
ná saman á ný.
Son of Saul
Saul er ungverskur fangi í
útrýmingarbúðum nasista og
eina leiðin til að komast lífs
af er að aðstoða nasista við út-
rýmingu samfanga sinna.
Hypernormalisation
Sláandi heimildamynd eftir Adam
Curtis. Trump, Brexit, Sýrland…
ótrúlegir atburðir eru að gerast og
enginn veit hvers vegna eða hvað
á að gera. En á sama tíma höfum
við búið okkur til verndarkúlu,
ímyndaðan heim sem við hverf-
um inn í. Einhvern tímann verður
kúlan samt að springa, eins og
sápukúla.
Rogue One: A
Star Wars Story
Hver elskar ekki Star Wars?
La La Land
Frá leikstjóra hinnar frá-
bæru myndar Whiplash
kemur hjartaknúsandi
söngleikurinn La La Land.
Tveir týndir listamenn
í lífinu hittast og verða
ástfangnir. Skyndilega
hrynur allt í lífi turtildúfnanna en
söngur, dans og ást koma þeim í
gegnum erfiðan tíma. Saman.
Zootopia
Hvernig getur
lítil kanína sann-
að sig í nýju starfi
sem lögreglukona
þegar enginn trúir á
að kanína geti það?
Ljúfa Kanínan Judy
og lygarefurinn Nick
eru aðalsöguhetjur
myndarinnar þar sem
þau þurfa að snúa bök-
um saman að leysa úr sam-
særi sem getur gjörbreytt fram-
tíð Zootopia.