Fréttatíminn - 16.12.2016, Síða 62
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@frettatiminn.is
Þetta er auðvitað ofsa-lega gaman og ánægju-leg viðurkenning eftir að hafa verið að skrifa um vín í rúm 25 ár,“
segir Steingrímur Sigurgeirsson
vínsérfræðingur.
Bók Steingríms, Vín
— Umhverfis jörðina á
110 flöskum, sem gef-
in var út í fyrra hjá
Crymogeu kom ný-
verið út á Ítalíu. Þar
í landi kallast bókin
Il grande libro illu-
strato del vino. Bók-
in vakti mikla athygli
hér á landi enda var
hún einkar glæsi-
lega myndskreytt af
þremur ungum lista-
konum, þeim Lóu
Hjálmtýsdóttur, Rán
Flygenring og Siggu
Björgu.
Þetta er nú ekki amalegt, að vera að
segja Ítölum til um vín og víngerð...
„Nei, enda má segja að Ítalía sé
að mörgu leyti vagga víngerðar-
innar. Rómverjar færðu þjóðum á
borð við Frakka og Spánverja vín-
gerðina. Það er mjög gaman að fá að
skrifa um vín fyrir Ítali og gaman að
glugga í eigin texta á ítölsku.“
En hvernig kemur það til að ís-
lensk bók um vín er gefin út á Ítalíu?
Steingrímur segir að ítalskir vínsér-
fræðingar skrifi mest um ítölsk vín
og því kunni fjölbreytni bókarinnar
að þykja áhugaverð.
„Við búum auðvitað ekki til vín
sjálf og eigum því ekkert heimalið.
Því er allur heimurinn undir í
þessari bók,“ segir hann.
„Við vorum öll mjög ánægð
með hvernig til tókst með
þessa bók hér
heima, enda er
þetta svo-
lítið öðruvísi nálgun við vínbæk-
ur en maður hefur oftast séð og
myndskreytingarnar gæða bókina
miklu lífi. Okkur datt í hug að bókin
ætti kannski erindi víðar og á bóka-
messunni í Frankfurt sýndu þessir
Ítalir henni áhuga og vildu skoða
hana betur. Þeir eru með vínrit-
stjóra sem fór í kjölfarið yfir bókina
til að athuga hvort hún
væri ekki í lagi. Þetta
var allt eftir kúnstar-
innar reglum og að
því búnu sögðust þeir
endilega vilja gefa
hana út,“ segir Stein-
grímur. Umrætt for-
lag, EDT, er í Tórínó
og gefur út mikið af
efni um mat og ferða-
lög, til að mynda Lon-
ely Planet-bækurnar á
ítölsku.
Að því búnu var
bókin þýdd yfir
á ítölsku. „Ég
hitti þenn-
an þýð-
anda í sumar því það
þurfti að staðfæra
ákveðna hluti. Þessi
bók er auðvitað skrif-
uð fyrir Íslendinga
og v ið breyttum
nokkrum íslenskum
tilvísunum. En það voru
reyndar nokkrar slíkar sem
fengu að halda sér.“
Steingrímur segist að-
spurður lengi hafa
verið aðdáandi
ítalskra vína.
„Já, ég hef
a l ltaf ver ið
einstaklega
hrifinn af Ítal-
íu
og Frakklandi, það voru ekki síst
þau lönd sem kveiktu hjá manni
áhugann á vínum og vínmenningu.
Ég hef ferðast um Ítalíu þvera og
endilanga, frá Piemonte í norðri til
Sikileyjar í suðri, og heimsótt vín-
framleiðendur og kynnst hefðunum
og menningunni á hverjum stað.“
Bókin er seld í búðum
um alla Ítalíu og í
bóksölum á netinu,
t i l að mynda
bæði ítölsku og
spænsku útgáf-
unni af Am-
azon, að sögn
Steingríms.
Verður útgáf-
unni eitthvað
fylgt eftir. Býður
þín rauður dregill
þar syðra?
„Nei, það er enginn
rauður dregill, ekki í bili að minnsta
kosti,“ segir hann hlæjandi.
Stendur til að bókin komi út víðar en
á Ítalíu?
„Það eru forlög í fleiri löndum að
skoða hana. Það er aldrei að vita
hvað gerist næst.“
Rán Flygenring, Sigga Björg og Lóa
Hjálmtýsdóttir myndskreyttu bók Stein-
gríms af mikilli list. Mynd | Hari
Íslenskur
vínsérfræðingur
í óvænta útrás
Bók Steingríms Sigurgeirssonar, Vín - Umhverfis jörðina á 110
flöskum, var nýverið gefin út á Ítalíu. Steingrímur segir að þetta sé
ánægjuleg viðurkenning fyrir sig, enda sé Ítalía vagga víngerðarinnar.
Steingrímur Sigur-
geirsson hefur ferðast um Ítalíu
þvera og endilanga og kynnt
sér vínmenningu þarlendra. Nú
hefur bók hans um vín verið
gefin út á Ítalíu. Mynd | Hari
Bók Steingríms kallast Il
grande libro illustrato del vino í ítalskri útgáfu.
…fjörið 2 | amk… FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2016
„Það
er mjög
gaman að fá
að skrifa um v
ín
fyrir Ítali og g
aman
að glugga í
eigin texta á
ítölsku.“
Tekur upp raunveruleikaþátt í meðferð
Lamar Odom, NBA stjarna og fyrrverandi eig-
inmaður Khloe Kardashian, skráði sig sjálfur í
meðferð í vikunni, rúmu ári eftir að hann tók of
stóran skammt af eiturlyfjum og var nær dauða
en lífi. Ástæðan fyrir því að hann ákvað að drífa
sig í meðferð núna, var sú að hann óttaðist að
hann myndi falla í kringum afmælisdag látins
sonar síns, þann 15. október. En sonur hans,
Jayden, fæddist árið 2005 og lést ungbarna-
dauða í júní árið eftir.
Odom skráði sig í 60 daga meðferð og
ætlar að vinna bæði í edrú-
mennskunni og andlegri
heilsu. Að sjálfsögðu
stendur til að gera raun-
veruleikaþátt um það
verkefni hans.
Náði bata í gegnum fitness
Melanie C sem margir muna kannski eftir
sem Sporty Spice í Spice Girls hefur greint
frá því að fitness hafi hjálpað sér út úr
átröskun sem hún þróaði með sér þegar
hún var hluti af sönghópnum.
Melanie var rétt tvítug þegar hún varð
hluti af Spice Girls og varð fljótt mjög
meðvituð um sjálfa sig þegar hún var
sífellt í sviðsljósinu. Hún var lengi í
afneitun vegna átröskunarinnar en
langaði samt að ná bata. Það var ekki
fyrr en hún kynntist fitness sportinu
að hún fór að jafna sig.
Ben og Jen virðast óaðskiljanleg
Sparar ekki stóru orðin um fyrrverandi konu sína.
Þrátt fyrir að Jennifer Garner og
Ben Afflex hafi tilkynnt það fyrir
rúmu ári að þau hygðust skilja eftir
tíu ára hjónaband, þá eyða þau enn
miklum tíma saman og virðast góð-
ir vinir. Saman eiga þau þrjú börn
á aldrinum fjögurra til ellefu ára og
í nýlegu viðtali í New York Times
hrósaði Ben Jennifer fyrir að vera
góð móðir. Hann sagði hana vera
bestu móður í heimi. Þá sagði Ben
jafnframt að það að eignast börn-
in sín væri það merkilegasta sem
hann hefði afrekað í lífinu. Hann
hefði unun af því að eyða tíma með
þeim og það væri tilgangur lífsins
að skapa góða einstaklinga. Hann
sparaði því ekki fallegu orðin um
fjölskyldu sína.
Ben og Jennifer hafa nýlega sést
saman á veitingastöðum þar sem
einstaklega vel hefur farið á með
þeim, og þeir sem ekki vita betur
gæti haldið að þau væru ástfangið
par. Þá er það ekkert leyndarmál að
Ben býr ennþá heima hjá Jennifer
og börnunum þar sem þau sinna
uppeldi þeirra saman. Maður gæti
spurt sig af hverju þau voru yfir
höfuð að skilja.
Sex svefnherbergi, sjö baðherbergi
Hinir nýbökuðu foreldrar Rob Kardashian og Blac
Chyna eru svo heppin að fá að leigja hús af
Kylie Jenner, systur Rob, í Hidden Hills.
Kylie verður þó ekki heimilislaus á með-
an, enda á hún þrjú önnur hús sem hún
getur hreiðrað um sig í. Til stóð að litla
fjölskyldan myndi búa í húsi í eigu Chyna
en þar sem hús Kylie er bæði stærra
og nær heimili Kris Jenner, móður
Rob, þá ákváðu þau að flytja þangað
inn. Það ætti ekki að væsa um þau
í Hidden Hills með sex svefnher-
bergi og sjö baðherbergi.
www.bismagg.is | Sími 893-6865 | bismagg@bismagg.is
Við erum 3 ára í dag
Bismagg er netverslun með mjög gott
úrval af logalausum kertum.
Kertaljós og kósýheit án eldhættu