Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 16.12.2016, Page 66

Fréttatíminn - 16.12.2016, Page 66
Mikilvægt að tyggja matinn almennilega Guðríður Erla Tor- fadóttir, framkvæm- dastjóri Reebok Fitness og þjálfari í Biggest Loser, lifir og hrærist í að hjálpa fól- ki að huga að heilsun- ni. Hún æfir sjálf reglulega og stundar jóga. Gurrý mælir með því að tyggja matinn sinn vel, það skili betri meltingu og maður nýti næringuna úr matnum betur. „Ég er á hjólanámskeiði hjá Maríu Ögn og Hafsteini í Reebok Holta- görðum og svo lyfti ég um það bil þrisvar til fjórum sinnum í viku. Ég þarf alltaf að breyta til reglulega og setja mér markmið en þannig hef ég haldið mér í reglulegri hreyfingu í 20 ár,“ segir Guðríður Erla Torfa- dóttir, framkvæmdastjóri Reebok Fitness og þjálfari í Biggest Loser, þegar hún er spurð út í eigin hreyf- ingu. Gurrý, eins og hún er jafnan köll- uð, er landsþekkt fyrir Biggest Los- er-þættina en þar kom bersýnilega í ljós að hún kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að líkamsrækt og þjálfun. Auk þess að æfa sjálf reglu- lega passar Gurrý vel upp á matar- æðið og andlegu hliðina. Hvernig byrjar þú daginn? „Ég byrja á því að „snooza“ vekjara- klukkuna nokkrum sinnum, hendi mér svo í sturtu og geri smá jóga ef ég hef tíma.“ Hvað færðu þér oftast í morgunmat? „Ég borða 2-3 steikt egg í morgun- mat. Ég steiki þau upp úr Ghee sem er grænt smjör sem er soðið á lágum hita og laktósinn skilinn frá. Þetta er besta olía sem hægt er að nota og þolir mikinn hita. Best að gúggla þetta ef fólk vill skoða betur hvernig þetta er gert.“ Hvað gerir þú til að slaka á? „Best finnst mér að vera heima hjá mér þegar ég er ekki að vinna. Ef streitan er að ná mér þá förum við fjölskyldan í sumarbústað. Svo nota ég jóga mikið, bæði jógastöður og öndurnaræfingar en það virkar mjög vel fyrir mig.“ Lumar þú á góðu heilsuráði sem hef- ur reynst þér vel í gegnum tíðina? „Fyrir utan þetta augljósa, sem er góður svefn, dagleg hreyfing og hreint mataræði, þá er eitt leynitrix sem ég nota og það er að tyggja mat- inn almennilega. Þegar það er gert þá verður meltingin svo miklu betri og við nýtum næringuna úr matn- um miklu betur. Bara ekki gleypa matinn og þá ertu í fínum málum.“ Hvert er skrýtnasta heilsuráð sem þú hefur heyrt? „Ég myndi segja að þau komi frá manninum mínum sem stelur snappinu mínu www.gurry.is reglu- lega og er með Heilsuhorn Markús- ar þar sem hann snýr út úr öllu sem ég hef kennt honum í Heilsumolum Markúsar.“ Hvað gerirðu þegar þú vilt gera vel við þig? „Þá reyni ég að hvílast vel og eyða tíma úti og fá ferskt loft. Jú, eða horfa á Biggest Loser og borða nammi, er það ekki eitthvað?“ Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? „Fer í sturtu og geri svo smá öndunaræfingar.“ Gurrý hefur æft vel síðustu 20 ár. Í dag lyftir hún 3-4 sinnum í viku, fer á hjólanámskeið og stundar jóga. Mynd | Hari …heilsa kynningar 6 | amk… FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2016 Aukinn stinnleiki og ynging húðarinnar Demantahúðslípun og háræðaslitsmeðferð sem sýnir raunverulegan árangur. Unnið í samstarfi við Hafblik Guðrún Jóhanna Friðriksdóttir, eigandi snyrtistofunnar Hafbliks, sérhæfir sig í háræða- slitsmeðferðum og demantshúð- slípun. „Þetta er náttúruleg leið til þess að laga og gera við húðina án stórra inngripa – það eru nefnilega til aðrar leiðir til að stinna og laga en að leggjast undir hnífinn,“ segir Guðrún. Henni þykir miður hversu illa upplýst þau eru sem ákveða að leggjast undir hnífinn. „Fólk heldur að þetta sé eina leiðin til þess að yngja húðina og er mjög ánægt með fræðsluna sem ég veiti um það hvernig þetta raunverulega virkar,“ segir Guðrún og bendir á að þegar lagst er undir hnífinn sé verið að fara gegn lögmálinu og strekkja húðina þannig að færri húðfrum- ur eru á hverjum húðfleti. „Með slípuninni færðu stinnleika, aukið blóðflæði og hraustlegt útlit; eldist með reisn,“ segir hún og bendir á að hún fái gjarnan til sín fólk sem þarf að láta laga vansnið sem hlýst af skurðaðgerð sem húðstrekkingu. Raunveruleg viðgerð á húðinni Demantahúðslípunin hefur reynst einstaklega vel, að sögn Guðrún- ar. „Það sem ég persónulega elska mest við hana er hversu rökrétt hún er. Ég brýt þetta upp fyrir fólki og sýni því fram á þetta er raun- veruleg viðgerð á húð. Fyrstu 1-2 lögin eru pússuð niður án þess að hún verði þynnri, það er bara verið að pússa niður skemmdir. Húðin fer að örvænta og býr til nýjar húð- frumur,“ segir Guðrún. „Þegar verið er að gera góðar viðgerðir eru 5-7 dagar látnir líða milli meðferða, þá upplifir húðin að hún þurfi að vinna hraðar.“ Eftir meðferð eru notaðir nátt- úrulegir leirmaskar sem byggir upp húðina og nærir hana. „Þetta er bara eins og þegar þú ferð að stunda líkamsrækt, þú byggir upp húðina og herðir hana rétt eins og þú byggir upp vöðva. Þarna ertu að sporna við öldrunarferlinu og frumuendurnýjun verður mun hraðari en strax upp úr 25 ára aldri fer að örla á fyrstu hnignuninni. Eitt sinnar tegundar Háræðaslitsmeðferðirnar á Hafbliki hafa einnig reynst sérstaklega vel, ekki síst hjá þeim hafa prófað allt annað áður og ekkert virkað. „Ég var sjálf með mikla vandamálahúð, búin að vera með rósroða í yfir 20 ár. Einn af fylgikvillum þess er að háræðakerfið brestur og þá ertu komin með háræðaslit út um allt andlit. Þú getur farðað yfir það upp að vissu marki en þegar heitt er verðurðu eldrauð í framan og blá og fjólublá ef það verður kalt, þetta er svo hvimleitt. Ég var búin að sækja allar meðferðir og það var ekkert sem sló á þetta fyrr en ég kynntist þessu tæki,“ segir Guðrún. Tækið sem um ræðir er eitt sinnar tegundar og vinnur á slitunum með hljóðbylgjum sem snerta háræðina punkt fyrir punkt og eyða slitum, blóðblöðrum og háræðastjörnum fyrir fullt og allt. Á Hafbliki er lögð áhersla á notalegt andrúmsloft og fagleg vinnubrögð. Næðið er mikið og allt gert til þess að fólki líði vel og sé afslappað. „Svo er biðstofan einnig listagallerí með myndum eftir sjálfa mig. Háræðameðferðin krefst mik- illar nákvæmi og þá kemur lista- mannseðlið sér vel.“ Hafblik er til húsa við Hraunbæ 102E og síminn er 893 0098. Guðrún Jóhanna sérhæfir sig í demantahúðslípun og háræðaslitmeðferð.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.