Fréttatíminn - 14.01.2017, Side 6

Fréttatíminn - 14.01.2017, Side 6
Ríkisskattstjóri segir skattskil stórs hluta notenda aflandsfélaga vera vafasöm. Skattaskjólssér- fræðingurinn Torsten Fensby segir aldrei hægt að réttlæta notkun á skattaskjólum. Bjarni Benediktsson er orðinn forsætis- ráðherra þrátt fyrir eignarhald sitt á aflandsfélagi. Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is „Það ætti að vera fullkomlega ósam- ræmanlegt að einstaklingur í opin- beru starfi sé á sama tíma tengdur við fyrirtæki í skattaskjóli. Notkun á aflandsfélögum er aldrei réttlætan- leg og eðlileg,“ segir sænski skatta- skjólssérfræðingur Torsten Fens- by meðal annars aðspurður um þá stöðu sem komin er upp á Íslandi að Bjarni Benediktsson sé orðinn forsætisráðherra Íslands eftir kosn- ingarnar í október. Bjarni tengdist skattaskjólsfé- laginu Falson & Co. á Seychelles- -eyjum, eins og Panamaskjölin opinberuðu, en hann notaði það félag í fasteignaviðskiptum í fursta- dæminu Dúbaí. „Aflandsfélög eru kannski ekki ólögleg í strangasta skilningi. En ef maður notar félag í skattaskjóli er markmiðið alltaf að fara í kringum eitthvað, hvort sem það eru skattar, reglur um pen- ingaþvott, reglur á fjármálamark- 6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017 Erlendir fjölmiðlar hafa bent á þá staðreynd að það sé einkennilegt að fyrrverandi forsætisráðherra Íslands, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi sagt af sér vegna aðkomu sinnar að félagi í skattaskjóli og að næsti forsætisráðherra, Bjarni Benedikts- son, hafi einnig tengst slíku félaginu. Mynd | AFP aði, siðferðisreglur, reglur um hags- munaárekstrar eða eitthvað slíkt. Ég ætla að koma með dæmi: Ef þú kaupir þér hjól þá lætur þú aflands- félag ekki eiga hjólið ef markmiðið er ekki að fara í kringum einhverjar reglur. Það væri hreint fáránlegur lykkja á leiðinni að því að verða eig- andi hjólsins.“ Fréttatíminn leitaði til Fensbys, sem meðal annars hefur unnið fyrir OECD að því að reyna í koma í veg fyrir skattasniðgöngu, til að biðja hann um álit á umfangi aflandsvið- skipta íslenskra stjórnmálamanna og Íslendinga almennt. Skattaskjól hafa talsvert verið til umræðu í ís- lensku samfélagi liðna daga og vik- ur eftir að í ljós kom að ráðuneyti Bjarna Benediktssonar fjármála- ráðherra ákvað að sitja á skýrslu um umfang skattaskjólseigna Ís- lendinga erlendis og Panamaskjölin í rúma þrjá mánuði, frá því í byrjun október 2016 og þar til í byrjun jan- úar 2017. Bjarni hefur sagt að hann hafi viljað bíða með að kynna skýr- sluna þar til hún gæti verið tekin til umfjöllunar á Alþingi en slíkt var ekki mögulegt í byrjun október þar sem styttist í þinglok í aðdraganda kosninganna í lok þess mánaðar. Myndin sem Fensby teiknar upp af notkun á fyrirtækjum í skatta- skjólum er samræmanleg við niður- stöðu embættis ríkisskattastjóra í nýjasta hefti tímaritsins Tíund- ar þar sem fjallað er um skattskil þeirra sem notað hafa aflandsfélög á Íslandi. „Það ætti ekki að koma á óvart að skattskil stórs hluta þeirra sem tengjast aflandsfélögum hafi verið vafasöm.“ Í grein embættis- ins er þessi ályktun dregin út frá því að af skattskilum þeirra 230 íslensku aðila sem ríkisskattstjóri skoðaði sérstaklega þurfti að óska eftir frekari skýringum á skattskil- um 128 þeirra eða ríflega 55 prósent og voru svo endurákvarðaðir skatt- ar á hluta þeirra fyrir samtals 1,5 milljarða króna. Þessi tala bendir til að það geti almennt séð verið eitt- hvað athugavert við skattskil meira en helmings þeirra aðila sem nota fyrirtæki í skattaskjólum. Fensby segir hins vegar að þeir sem eru vændir um lögbrot eða spillingu séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Um stöðu Bjarna vegna skýrslunnar segir hann hins vegar að það sé regla í lýðræðissam- félögum að stjórnmálamenn sem lendi í slíkri umræðu eigi að stíga til hliðar þar til búið er að skoða mál þeirra. Í tilfelli Bjarna vék hann ekki úr embætti ráðherra meðan skattaskjólsskýrslan var unnin að beiðni hans, jafnvel þó hann væri í Panamaskjölunum. „Reglan er til- komin svo að pólitískt vald eða op- inber stofnun líti ekki tortryggilega út eða að grafið sé undan henni. Ef einstaklingurinn stígur ekki til hliðar getur litið svo út að vinnan sé unnin á forsendum eiginhags- muna.“ Miðað við þetta svar Fens- bys þá hefði Bjarni hugsanlega átt að víkja úr embætti fjármálaráð- herra við gerð skýrslunnar þar sem efni hennar fjallaði óbeint um hann sjálfan. 2011 9 9 0 40.657.604 5 2012 58 53 5 325.131.796 32 2013 44 43 1 1.030.676.620 8 2014 14 14 0 113.797.160 8 2015 3 3 0 - 3 Heimild: Tíund RSK Rannsóknir ríkisskattstjóra á skattskilum aflandsfélaga 2011-2015 og hverju þær skiluðu í ríkiskassann Gjaldár Fjöldi mála Fjöldi einstaklinga Fjöldi lögaðila Gjalda- breytingar Fjöldi mála með gjalda- breytingu Fararstjóri: Guðrún Bergmann Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK Á Inkaslóðum í Perú Í þessari ævintýraferð munum við fræðast um hina fornu Inkamenningu Perú og heimsækja Cusco höfuðborg Inkaveldisins, skoða minjar frá nýlendutímanum, hrífast af yfirgefnu borginni Machu Picchu og hinu stórbrotna Titicaca vatni. Dásamleg ferð sem gerir menningu og mannlífi Perú góð skil. Allir velkomnir á kynningarfund 16. janúar kl. 20:00 hjá Bændaferðum í Síðumúla 2, 2. hæð. sp ör e hf . 1. - 16. október föstud. og laugard. 13. og 14. jan. dansiball www.kringlukrain.is Kringlukráin Kringlunni 4-12 Sími 568 0878 www.kringlukrain.is „Notkun á aflandsfélögum er aldrei réttlætanleg og eðlileg.“ Ósamræmanlegt að eiga félag í skattaskjóli og vera stjórnmálamaður Torsten Fensby segir notkun á skattaskjólsfélögum aldrei eiga sér eðilegar skýringar.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.