Fréttatíminn - 14.01.2017, Side 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017
6.000
5.000
4.000
3.000
2.000
1.000
0
2003
1.
81
5
1.
88
6
1.
93
3
1.
92
3
2.
12
0
2.
33
1
2.
65
6 3.
13
6 3.
69
5 4.
18
8 4.
82
9 5.
30
6
5.
51
6
2015
Þó að fjölgun tilkynntra tilfella um dánaraðstoð hafi verið nokkur á síðustu árum í
Hollandi hefur hlutfall þeirra tilvika af heildarfjölda dauðsfalla farið minnkandi. Því veldur
öldrun hollensku þjóðarinnar. Árið 2015 voru 5516 skráð tilvik hjá þessari 17 miljóna þjóð.
Tilfelli um dánaraðstoð í Hollandi
Við þurfum að
spyrja: Hvernig
vil ég deyja?
Holland var fyrsta landið í heiminum til að
heimila dánaraðstoð við þá sem haldnir eru
ólæknandi sjúkdómi. Hollenski læknirinn
Rob Jonquière þekkir vel til þessara mála og
segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsmenn og
almenningur ræði opinskátt um það hvernig
líkn fyrir dauðvona sjúklinga sé háttað.
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
Dánaraðstoð, það að binda enda á líf ein-hvers viljandi til að lina sársauka og þján-ingu, er líklega eitt-
hvað sem fylgt hefur mannkyninu
alla tíð, en þó yfirleitt þannig að
það hefur farið fram í skugga og
þögn. Blað var brotið í þessum efn-
um þegar Hollendingar settu fyrst-
ir þjóða sérstök lög þar sem dánar-
aðstoð var heimiluð að uppfylltum
sérstökum skilyrðum en lögin tóku
gildi 1. apríl 2002.
Samkvæmt lögunum þarf sjúk-
lingur sem fer fram á slíka aðstoð
að vera haldinn ólæknandi sjúk-
dómi, hafa gert svokallaða lífs-
skrá og vera með óbærilega verki
sem engin leið er að lina. Ósk um
dánaraðstoð þarf að vera ígrunduð
og líkamlegt og andlegt ástand
sjúklingsins vottað af tveimur
læknum. Læknir þarf síðan að skila
skýrslu, þegar dánaraðstoð hefur
verið veitt, til nefndar sem fer yfir
hvert mál fyrir sig.
Vill opna umræðuna
Rob Jonquière er hollenskur lækn-
ir sem er framkvæmdastjóri heims-
samtaka félaga um réttinn til að
deyja. Hann er staddur hér á landi
til að ræða um dánaraðstoð á fund-
um og hitta ráðamenn um málið,
en undir lok mánaðar er ráðgert að
Rob Jonquière hefur fylgst
náið með dánaraðstoð í
Hollandi frá því snemma
á áttunda áratugnum.
Hann hvetur til umræðu
um þessi málefni víða um
lönd, líka hér á Íslandi.
Mynd | Hari
stofna ný íslensk samtök um dánar-
aðstoð sem munu heita Lífsvirðing.
„Ég fór fyrst að leiða hugann að
því hvernig við kveðjum þetta líf
á áttunda áratugnum,“ segir Rob
Jonquière. „Þá hafði ég lært læknis-
fræði og hafið störf sem fjölskyldu-
læknir í Hollandi. Í læknanáminu
höfðum við verið send inn á spít-
ala til að hitta sjúklinga sem lágu
fyrir dauðanum og ég man að mér
fannst það sérstakt þegar sérfræði-
læknarnir litu snögglega við hjá
sjúklingnum, horfðu yfir skrán-
ingarspjald hans, sögðu síðan að
allt væri í lagi og héldu áfram för
sinni milli sjúkrarúma. Ég man að
ég vissi ekki alveg hvort ég átti að
vera lengur hjá sjúklingnum eða
halda bara áfram,“ segir Jonquière
sem fannst þessi stofnanablær
á síðustu andartökum sjúklinga
heldur kaldranalegur.
Jonquière fór því að leiða hugann
að spurningunni um það hvernig
við viljum enda líf okkar. „Þetta er
spurning sem við erum skiljanlega
oft smeyk við, enda er dauðinn út-
skúfaður í nútímanum, hann er
falinn okkur flestum. Foreldrar
mínir voru meðlimir að hollensk-
um samtökum sem heita Rétturinn
til að deyja, en þau voru stofnuð
árið 1973, þannig að ég hafði velt
þessu nokkuð fyrir mér. Á þessum
tíma var umræðan um dánarað-
stoð mikil innan heilbrigðisgeirans
í Hollandi og þegar sjúklingar mín-
ir voru greindir með ólæknandi
sjúkdóm þá vandi ég mig á að opna
fyrir þessa umræðu, fá viðkomandi
til að velta fyrir sér hvernig hann
sæi fyrir sé endalokin. Jafnframt
gerði ég viðkomandi ljóst að ég
væri tilbúinn að ræða dánaraðstoð
þó svo að það væri ekki löglegt fyr-
irbæri á þessum tíma. Þetta leiddi
til þess að á áttunda áratugnum
aðstoðaði ég tvo einstaklinga við
að binda enda á þjáningar sínar og
veikindi. Atburðirnir eru mér auð-
vitað mjög minnisstæðir en ég er
ánægður með þær ákvarðanir þótt
ég hafi brotið lög.“
Helgi lífsins
Í rökum þeirra sem leggjast gegn
dánaraðstoð og geta ekki séð fyrir
sér að yfirvöld komi upp reglum
um slíka líkn fyrir alvarlega veika
einstaklinga, er algengt að rekast á
umræðu um helgi lífsins. Lífsandi
mannsins er þannig álitinn helgur
og ekki í mannlegu valdi að taka
hann frá einstaklingnum.
En hvernig svarar Rob Jonquière
slíkum gagnrýnisröddum sem jafn-
vel segja að hollensk stjórnvöld hafi
gengið alltof langt í þessum efnum?
„Sumir halda því fram að lífið sé
guðsgjöf og að við eigum ekki að
skipta okkur að guðsvilja. Í hinum
frjálslyndu samfélögum nútímans
er sú skoðun samt ekki rétthærri
en aðrar sem snúast um stjórn sár-
sjúkra einstaklinga yfir eigin lífi.
Trúaða einstaklinga, sem velja að
fá dánaraðstoð, hef ég líka heyrt
segja að lífið kunni að vera guðs-
gjöf, en þá geti þeir líka ráðstafað
þeirri gjöf með þessum hætti.“
Jonquière segir kristin rök um
helgi lífsins ekki á starfssviði
lækna. „Læknar græða sár og
draga úr þjáningu. Þeir gera lífið
betra fyrir sjúklinga sína. Ef eina
leiðin við að minnka þjáningar er
að binda enda á lífið þá ættum við
að geta gert það, ef viðkomandi fer
fram á slíka aðstoð. Lagaramminn
þarf líka að vera skýr og vandað-
ur. Læknirinn leggur aldrei slíkt
til en hann getur aðstoðað ef við-
komandi biður um slíkt örþrifaráð.
Beiðnin er alltaf lykilatriði.“
„Þetta er spurning sem
við erum skiljanlega
oft smeyk við, enda er
dauðinn útskúfaður í nú-
tímanum, hann er falinn
okkur flestum.
SKVÍSAÐU ÞIG UPP
FYRIR SUMARIÐ
STÆRÐIR 14-28
Íþróttabolur * Stærðir 14-22
4.990 KR
Dry Fit jakkapeysa * Stærðir 14-32
10.990 KR
Sport Leggings * Stærðir 14-22
6.990 KR
Hettupeysa * Stærðir 14-26
5.990 KR
Íþróttatoppur * Stærðir 14-24
6.990 KR
Dry-fit Íþróttabolur * Stærðir 14-32
6.590 KR
NÝ SENDING MEÐ JÓLAKJÓLUM
Mikið úrval í stærðum14-28 eða 42-56
Fákafeni 9, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is
VERTU VELKOMIN Í VERSLUN CURVY AÐ FÁKAFENI 9
EÐA SKOÐAÐU ÚRVALIÐ OG PANTAÐU Á WWW.CURVY.IS
VERTU FLOTT Í RÆKTINNI!
CURVY BÝÐUR UPPÁ FLOTTAN
ÍÞRÓTTAFATNAÐ Í STÆRÐUM 14-32