Fréttatíminn - 14.01.2017, Page 32

Fréttatíminn - 14.01.2017, Page 32
4 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA Eimskip og samfélagið – órjúfanleg heild Samfélagsábyrgð spilar stóran þátt í starfsemi Eimskips og byggir á gildum félagsins. Unnið í samstarfi við Eimskip Á undanförnum árum hef-ur Eimskip tekið auk-inn þátt í samfélags- og umhverfismálum og er í fararbroddi er varðar samfélags- lega ábyrgð. Allt frá stofnun Eimskipafé- lagsins árið 1914 hefur félagið látið samfélagsmál til sín taka. Áherslur í samfélagsmálum hafa tekið breytingum í gegnum ára- tugina og tekið mið af þeim að- stæðum og þekkingu sem verið hefur til staðar á hverjum tíma. Sem dæmi má nefna að um það leyti sem félagið var stofnað var það mikilvægt samfélagslegt mál fyrir Íslendinga að öðlast sjálfstæði. Stofnendur Eimskipa- félagsins og þjóðin öll vissu að án tryggra samgangna til og frá landinu væri borin von að eyland eins og Ísland gæti staðið á eigin fótum og landið yrði alltaf undir ákvörðunarvaldi annarra þjóða. Með stofnun Eimskips gátu Ís- lendingar loks valið þær þjóðir sem þeir vildu vera í viðskiptum við, sem leiddi af sér aukið frelsi og þróun samfélagsins. Eimskip skilgreinir samfélag- ið sem einn af haghöfum félags- ins. Samfélagsábyrgð félagsins spilar stóran þátt í starfseminni og byggir á gildum félagsins, en umhverfismál eru þar mikil- vægur þáttur. Samfélagsábyrgð- in tekur bæði á siðferðilegum viðmiðum í viðskiptum og þeirri almennu ábyrgð sem félagið axlar í því samfélagi sem það starfar í hverju landi fyrir sig. Á undanförnum árum hefur Eimskip tekið aukinn þátt í sam- félags- og umhverfismálum, enda hafa rannsóknir sem liggja fyrir í þeim efnum bent til þess að mikil- vægt sé að samfélög og fyrirtæki lyfti grettistaki til að spyrna við þeirri þróun sem orðið hefur í umhverfismálum á undanförnum áratugum. Eimskip var með fyrstu fyrir- tækjunum á Íslandi til að setja sér stefnu í umhverfismálum árið 1991 og gengur umhverfisstefnan út á það að bera virðingu fyr- ir umhverfinu og leitast við að lágmarka skaðsemi rekstrarins á umhverfið. Umhverfisvernd og -vitund endurspeglast í rekstri fyrirtækisins. Eimskip leggur áherslu á að vinna eftir þeim lögum og reglum sem í gildi eru á hverjum tíma, leggur sig fram um að kynna sér og innleiða allar þær reglur sem gilda í þeim 19 löndum þar sem fé- lagið starfar og virðir alþjóðasam- þykktir sem lúta að rekstri félags- ins, hvort sem er á sjó eða landi. Í gildi eru til dæmis alþjóðareglur um brennslu svartolíu á vissum hafsvæðum við strendur þjóð- ríkja. Þar má ekki brenna svartolíu heldur verður að brenna olíu sem mengar minna og er umhverfis- vænni. Eimskip hefur í mörg ár þar á undan unnið að verkefni með Marorku við að finna leiðir til að brenna minni olíu í skipum sín- um. Í því samhengi hefur félagið látið koma fyrir sérstökum mæli- búnaði frá Marorku í skipunum og hefur búnaðurinn, ásamt áherslu á að beita sem hagkvæmustu lagi við að sigla skipunum á hverjum tíma, leitt til þess að verulega hefur dregið úr olíunotkun þeirra. Eimskip hefur lagt áherslu að vera leiðandi í því að innleiða nýja tækni í þessum tilgangi og bíður ekki eftir því að reglur eða lög séu sett um innleiðingu á nýrri tækni. Eins og flest fyrirtæki á Íslandi flokkar Eimskip úrgang og leggur áherslu að það sé gert á öllum starfsstöðvum félagsins. Unnið er að því að auka enn frekar magn endurvinnanlegs úrgangs hjá félaginu og auka ábyrgð starfs- manna á þeim úrgangi og sóun sem að þeim snýr. Eimskip undirritaði yfirlýs- ingu um markmið í loftslagsmál- um í nóvember 2015 og hefur frá þeim tíma lagt áherslu á að setja fram markmið og mælingar í um- hverfismálum. Félagið mun frá og með árinu 2017 birta mælingar á vistspori félagsins í samræmi við loftslagsyfirlýsinguna og sett verður upp reiknivél kolefnisspors fyrir viðskiptavini til að koma til móts við þarfir markaðarins. Nú í byrjun ársins var félag- ið eitt af fjölmörgum fyrirtækj- um í ferðaþjónustu sem undir- ritaði sameiginlega yfirlýsingu um ábyrga ferðaþjónustu. Menn gætu spurt sig að því hvers vegna Eimskip tekur þátt í slíku verkefni tengdu ferðaþjónustu, en Eim- skip rekur í dag ferjurnar Herj- ólf og Baldur, ásamt því að reka skemmtisiglingaskipið Særúnu sem siglir um Breiðafjörð. Að auki sinnir Eimskip móttöku flestra skemmtiferðaskipa sem koma til landsins á ári hverju í gegn- um dótturfélög sín hér á landi. Ábyrg ferðaþjónusta er hvatn- ingarverkefni sem hefur þann tilgang að stuðla að því að Ísland verði ákjósanlegur áfangastaður ferðamanna um ókomna tíð sem styður við sjálfbærni fyrir kom- andi kynslóðir þjóðarinnar. Með ábyrgri ferðaþjónustu er átt við Dettifoss í Sundahöfn. Eitt af LNG skipum sem líklega verða komin í notkun hjá félaginu á árinu.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.