Fréttatíminn - 14.01.2017, Side 34
6 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
Samfélag án sóunar –
samfélaginu til heilla
Auðlindagarðurinn hvetur til frekari nýtingar á jarðhita og er einstakur á heimsvísu.
Unnið í samstarfi við HS Orku.
Auðlindagarðurinn sem byggst hefur upp í grennd við jarðvarmaver HS Orku á Suðurnesjum er einstak-
ur á heimsvísu og boðar nýja
hugsun sem hvetur til enn frekari
þróunar og bættrar nýtingar á
því sem jarðhitaauðlindin gefur
af sér. Með Auðlindagarðinum vill
HS Orka vekja fólk til umhugs-
unar um þær verðmætu auðlindir
sem fyrirtækinu hefur verið treyst
fyrir og því falið að tryggja að
endist kynslóð fram af kynslóð.
Fjölnýting auðlinda styður við
ábyrga nýtingu þeirra og stuðlar
að sjálfbærri þróun samfélagsins,“
segir Kristín Vala Matthíasdóttir,
framkvæmdastjóri Auðlindagarðs
HS Orku.
Auðlindagarðurinn
er einstakur
Samstarfið sem skapast hef-
ur milli starfsmanna HS Orku og
fyrirtækjanna innan garðsins er
einstakt og undirstrikar sérstöðu
íslenskrar jarðvarmavinnslu. Í
venjulegum jarðvarmaorkuverum
eru einn eða tveir auðlindastraum-
ar nýttir, þ.e. heitt vatn og raf-
magn. „Hjá okkur í Svartsengi og á
Reykjanesi eru nýttir sjö auðlinda-
straumar sem falla til við fram-
leiðslu rafmagns og heits vatns.
Auðlindin er dýrmæt og því mikil-
vægt að við nýtum hana af ábyrgð,
alúð og skynsemi og sóum engu,“
segir Kristín Vala.
Fyrirtæki Auðlindagarðsins eru
ólík en það er margt sem samein-
ar þau. Þau hófu til að mynda flest
starfsemi sína sem hátæknisprota-
fyrirtæki og starfsemi þeirra
byggir á öflugu þróunarstarfi og
vísindum. „Þau nýta hvert um sig
með beinum hætti tvo eða fleiri
auðlindastrauma frá jarðvarma-
verum HS Orku og verða því af
augljósum ástæðum að vera stað-
sett á Suðurnesjum í grennd við
jarðvarmaverin. Starfsemi Auð-
lindagarðsins byggist í raun upp á
sameiginlegum hagsmunum fyrir-
tækjanna, þ.e. affall eins er hráefni
fyrir annað, nálægðinni og nánu
þverfaglegu samstarfi.“
Kristín bendir á að markmið
Auðlindagarðsins sé „Samfélag
án sóunar“, að nýta beri alla þá
auðlindastrauma sem streyma
inn í og frá fyrirtækjum garðsins
til fulls og á sem ábyrgastan hátt,
samfélaginu til framþróunar og
heilla. Virkjun jarðhita á Suðurnesj-
um leggur því til hráefni í fjölþætta
framleiðslu. Starfsemi Auðlinda-
garðsins einkennist af rannsókn-
um, þróun og nýsköpun og er
öflugt verkfæri sem stuðlar að
sjálfbærri þróun samfélagins. Hluti
af starfsemi Auðlindagarðsins er
að fylgjast með og skapa vett-
vang fyrir vísindi og tækniþróun
svo að nýta megi betur auðlinda-
straumana og skapa þannig vett-
vang fyrir samvinnu fyrirtækja
í ólíkum greinum og með ólíkan
bakgrunn. Auðlindagarðurinn er
öflugt og ört stækkandi frum-
kvöðlasetur.
„Annað sérkenni Auðlinda-
garðsins er að hann er eina frum-
kvöðlaþyrpingin sem vitað er
um að hafi byggst upp í kring-
um jarðvarma. Jákvæð áhrif
þessarar þyrpingar má sjá víða
í samfélaginu eins og efnahags-
greining Gamma hefur leitt í ljós.
Einna helst ber að nefna að árið
2016 voru tæplega 900 heilsárs
stöðugildi í Auðlindagarðinum
og er rétt að geta þess í sam-
hengi að starfsmenn HS Orku eru
60. Efnahagsleg áhrif Auðlinda-
garðsins eru því mikil á svæðinu.
Flest fyrirtæki innan Auðlinda-
garðsins eiga það sameiginlegt að
selja afurðir með einum eða öðrum
hætti til erlendra aðila og því telst
meirihluti tekna Auðlindagarðsins
til gjaldeyristekna. Laun hjá fyrir-
tækjum Auðlindagarðsins eru að
jafnaði 25% hærri en annarsstaðar
á Suðurnesjunum sem líklega má
rekja til framleiðni fyrirtækja Auð-
lindagarðsins,“ segir Kristín Vala.
„Fyrirtækin í Auðlindagarðinum
hafa á síðustu árum gegnt stóru
hlutverki í atvinnuuppbyggingu á
Suðurnesjunum og skapast hef-
ur fjöldi vel launaðra starfa fyrir
fólk með fjölbreytta menntun. Þá
sækja fyrirtækin mikla þjónustu til
sveitarfélaga á Suðurnesjum og af-
leidd störf tengd starfseminni eru
áætluð á annað þúsund. Fjölþætt
nýting auðlinda stuðlar því beint
að uppbyggingu og þróun samfé-
lagsins og við erum stolt af þessari
uppbyggingu sem hefur orðið hér
á Reykjanesi,“ segir hún.
Framtíðin er björt
Kristín Vala segir að þrátt fyrir
mikinn vöxt í Auðlindagarðinum
séu auðlindastraumar frá starf-
semi HS Orku hvergi nærri full-
nýttir. „Um þessar mundir er verið
að þróa aðferð til að einangra
hreinan koltvísýring úr gufunni
sem kemur úr borholunum. Þenn-
an koltvísýring má svo selja og um
leið minnka innflutning.“
HS Orka vinnur markvisst að því
að því að fá ný, sérhæfð fyrirtæki
í garðinn sem geta nýtt þá auð-
lindastrauma sem í boði eru. Fleiri
fjölbreytt og sérhæfð fyrirtæki
sem grundvalla starfsemi sína
á rannsóknum og þróun styrkja
Auðlindagarðinn og þá hugsun
sem starfsemi hans byggir á. Með
aukinni tækni, vinnslunýtni og
fjölgun fyrirtækja mun Auðlinda-
garðurinn vaxa og eflast á næstu
árum, Suðurnesjum og landinu öllu
til hagsbóta.
„Albert Albertsson hugmynda-
fræðingur Auðlindagarðsins hefur
alla tíð kennt okkur að vera ábyrg
í okkar framleiðslu og gagnvart
samfélaginu, að við eigum að lifa
með náttúrunni en ekki á henni.
Oft er talað um að hugsa út fyrir
boxið en í hugmyndafræði Alberts
sem við reynum að tileinka okkur,
er ekkert box, það eina sem hindr-
ar þróun er hugmyndaflugið. Auð-
lindagarðurinn er afsprengi þessa
hugsunarháttar“ segir Kristín Vala.
Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri
Auðlindagarðs HS Orku, segir að markmið
Auðlindagarðsins sé að nýta alla þá auðlindastrauma
sem streyma inn í og frá fyrirtækjum garðsins til fulls
og á sem ábyrgastan hátt. Mynd | Hari
„Hjá okkur í Svartsengi og á Reykjanesi
eru nýttir sjö auðlindastraumar sem falla
til við framleiðslu rafmagns og heits vatns.
Auðlindin er dýrmæt og því mikilvægt að við
nýtum hana af ábyrgð, alúð og skynsemi og
sóum engu,“ segir Kristín Vala. Mynd | Ozzo