Fréttatíminn - 14.01.2017, Qupperneq 38
Þ
að kallast „grænþvottur“
þegar fyrirtæki beitir
blekkingum í markaðs-
eða kynningarstarfi sínu
til þess að sýnast vera
umhverfisvænna eða samfélags-
lega ábyrgara en það raunverulega
er. Íslensk fyrirtæki hafa undan-
farið í auknum mæli tekið upp
hugmyndafræði um samfélagsá-
byrgð. Stundum vakna grunsemd-
ir um að þetta eða hitt fyrirtækið
sé eingöngu að fegra ímynd sína
með orðalagi um samfélagsábyrgð,
að fyrirtækið sé ekki að segja satt
eða segi ekki alla söguna þegar
það auglýsir umhverfisvænar vör-
ur eða þjónustu sem það tengir við
samfélagsábyrgð. Sú þarf þó ekki
að vera raunin og því er nauðsyn-
legt að fyrirtækin sýni heilindi og
almenningur kanni málið áður en
dómar eru felldir.
Ábyrg upplýsingagjöf
Margir eru á þeirri skoðun að
betra sé að segja minna og fram-
kvæma meira. Það er vissulega
rétt að lítil ábyrgð felst í að standa
ekki við yfirlýsingar, en það má
heldur ekki draga svo úr upplýs-
ingagjöf um starf fyrirtækisins að
enginn viti hvernig það starfar og
fólk freistist til að geta í eyðurnar.
Raunin er sú að bæði viðskipta-
vinir og starfsmenn vilja gjarnan
vita af því ef fyrirtækið vinnur af
ábyrgð gagnvart umhverfinu eða
samfélaginu. Einhvers staðar þarf
að byrja og þó svo endamarkinu
hafi ekki verið náð, þá felst ábyrgð
í því að gefa raunsanna mynd
af þeim áhrifum sem fyrirtækið
hefur á hverjum tíma á umhverf-
ið og samfélagið. Hver sem hin
raunsanna mynd er þá byggir fyr-
irtækið upp traust við það að gefa
upp rétta mynd af stöðu þess.
Ekki bara glansmynd
Fyrirtækjum, líkt og einstakling-
um er annt um orðspor sitt og
ímynd. Þau vilja að fólki líki við
vörumerkið, tengi það við jákvæða
eiginleika og treysti því. Stundum
getur þó kynningarstarf fyrirtæk-
isins einblínt of mikið á jákvæðu
þættina í starfsemi þess að það
verður ótrúverðugt. Fyrirtæki eru
ekki fullkomin, frekar en mann-
fólkið, og þess vegna viljum við
frekar fá heiðarlegt svar við erfið-
um eða óundirbúnum spurningum
heldur en að fá falska glansmynd.
Viðskiptavinir vilja að stjórnend-
ur stýri fyrirtækjum skynsamlega,
að þeir bregðist við á réttan hátt
ef vandamál koma upp, að tillit sé
tekið til hagsmunaaðila, enn frem-
ur að reynt sé að lágmarka þann
skaða sem þau valda og hámarka
jákvæð áhrif sín á umhverfið og
samfélagið.
Hvað einkennir grænþvott
Það getur reynst flókið að meta
hvort fyrirtæki stundi grænþvott.
Bandarískt rannsóknarfyrirtæki
hefur sett fram lista yfir atriði sem
bent gætu til grænþvotts. Þar má
nefna hvort athyglinni sé beint frá
aðalatriðinu, hvort sannanir fyrir
staðhæfingum vanti, hvort rangar
merkingar séu notaðar, hvort
orðalag sé of loðið eða hvort hrein-
lega sé verið að segja ósatt.
Vistvænt varð grænþvottur
Algengt dæmi um grænþvott er
þegar fyrirtæki notast við merki
sem ætlað er að auka traust neyt-
anda á vörunum sem seldar eru.
Sum merki eru notuð til að votta
að vörur séu umhverfisvænar og
þá eru einungis þeim leyft að nota
merkið sem hafa fengið óháða
aðila til að staðfesta að varan er
umhverfisvæn. Ef ónógt eftirlit
þriðja aðila er með merkinu þá er
ekki hægt að treysta því að varan
sé örugglega umhverfisvæn. Dæmi
um slíkt er íslenska merkið Vist-
væn landbúnaðarvara. Í upphafi
voru það samtök framleiðend-
anna sjálfra, búnaðarsambanda,
sem sáu um gæðaeftirlit og vott-
un, til að auka gæði í framleiðslu.
Eftirlitið var hins vegar ekki nóg,
svo reglugerðin var felld úr gildi,
en framleiðendum áfram leyft að
skreyta vörur sínar sem Vistvæn-
ar. Við það var framleiðendum
leyft að blekkja neytendur, eða
grænþvo vörur sínar, má segja í
boði yfirvalda.
Ketill Berg Magnússon
Höfundur er framkvæmdastjóri
Festu – miðstöðvar um
samfélagsábyrgð.
Grænþvottur
– þegar fyrirtæki beita blekkingum
Nauðsynlegt að fyrirtæki sýni heilindi í markaðs- og kynningarstarfi sínu.
V
ísindamenn um allan
heim eru sammála um
að mengun af manna-
völdum ógnar lífi á
jörðinni. Sameinuðu
þjóðirnar halda árlega loftslagsráð-
stefnu þar sem reynt er að finna
leiðir til að minnka mengun. Á
loftslagsráðstefnunni sem haldin
var í París árið 2015 (kölluð COP21)
var gert sögulegt samkomulag
ríkja heims um að draga úr meng-
un gróðurhúsalofttegunda. Ísland
var eitt þeirra ríkja og setti sér það
markmið að minnka losun gróður-
húsalofttegunda um 40% fyrir árið
2030 (miðað við árið 2010). Á sama
tíma voru fyrirtæki og borgir einnig
hvött til að draga úr mengun.
Loftslagsyfirlýsing Festu og
Reykjavíkurborgar
Borgarstjórinn í Reykjavík stakk
uppá því við Festu – miðstöð um
samfélagsábyrgð að saman skyldu
þau hvetja fyrirtæki til að setja sér
markmið um að minnka mengun.
Úr varð að forsvarsfólk samtals 104
íslenskra fyrirtækja og stofnanna
kom saman í Höfða og skrifaði und-
ir sögulega loftslagsyfirlýsingu. Þar
lofuðu fyrirtækin að
• minnka losun gróðurhúsaloft-
tegunda í starfsemi sinni, og
• draga úr losun úrgangs.
Jafnframt hétu fyrirtækin því að
setja sér markmið, mæla niðurstöð-
urnar og birta þær reglulega.
Samgöngur algengasti
mengunarvaldurinn
Hjá flestum fyrirtækjum sem tóku
þátt í Loftslagsyfirlýsingu Festu og
Reykjavíkurborgar kom í ljós að
samgöngur sem notast við jarðefna-
eldsneyti eru stærsti mengunar-
valdurinn. Minnka má mengun af
samgöngum með orkuskiptum, t.d.
með því að skipta bensínbílum út
fyrir rafbíla. Stóriðjan mengar mjög
mikið og allur orkufrekur iðnaður
þar sem notast er við jarðefnaelds-
neyti. Einnig kemur í ljós að fram-
ræsing á votlendi með skurðum
veldur mikilli losun koltvísýrings
úr jarðveginum sem annars hefði
verið bundinn þar með vatninu.
Nýsköpun og verðmæti
Þegar sorp er grafið óf lokkað í
jörðu fer óþarfa landsvæði til spill-
is, gróðurhúsalofttegundir mynd-
ast, auk þess sem oft er verið að
henda verðmætum afurðum eins
og pappír, plasti og málmum sem
hægt er að flokka og endurvinna
á hagkvæman hátt. Með viðhorfs-
breytingu og breyttum innkaupum
geta fyrirtæki og heimili minnkað
losun sorps og flokkað það svo að
sem minnst hlutfall sorps verði urð-
að. Með hugkvæmni og nýsköpun
getur flokkað sorp orðið verðmætt
hráefni í hágæða vörur. Dæmi um
það eru aukaafurðir af fiski, sem
áður var hent, en eru núna notað-
ar til framleiðslu á eftirsóttum mat-
vælum, heilsubótaefni, fatnaði og
jafnvel sáraumbúðum.
Mótvægisaðgerðir
Á Íslandi, eins og víða annars stað-
ar, er hægt að planta gróðri sem
bindur koltvísýring í andrúmsloft-
inu. Það virkar því sem mótvægis-
aðgerð á móti mengun sem enn er
ekki tæknilega mögulegt að losna
við. Enn er t.d. ekki hægt að fljúga
eða sigla milli landa nema með
tækjum sem nota jarðefnaelds-
neyti. Til að sporna við slíkri meng-
un hafa fleiri og fleiri fyrirtæki og
einstaklingar farið þá leið að sjá til
þess að tré séu gróðursett, eða land
grætt upp, í samræmi við þá losun
sem ferðalagið veldur. Þannig má
minnka kolefnisfótspor af rekstrin-
um og jafnvel stefna að kolefnishlut-
lausum rekstri.
Ketill Berg Magnússon
Höfundur er framkvæmdastjóri
Festu – miðstöðvar um
samfélagsábyrgð.
Hreint loftslag
Ísland eitt þeirra ríkja og setti sér það markmið að minnka losun
gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030.
Hjá flestum fyrirtækjum sem tóku þátt í Loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar kom í ljós að samgöngur sem notast við
jarðefnaeldsneyti eru stærsti mengunarvaldurinn. Mynd | Getty
10 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA