Fréttatíminn - 14.01.2017, Síða 39

Fréttatíminn - 14.01.2017, Síða 39
11 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA Samfélagsábyrgð OR Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir skýra samsvörun á milli samfélagsábyrgðar og sjálfbærni reksturs fyrirtækisins. Unnið í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur. Þær þarfir sem eigendur Orkuveitu Reykjavíkur hafa falið fyrirtækinu að uppfylla eru tímalausar. Vatn er undirstaða lífs og hreint drykkjarvatn er nauðsynlegt fyrir margra hluta sakir, á Ís- landi verðum við að hita upp hí- býli okkar og rafmagn knýr nán- ast öll tæki sem við höfum tekið í þjónustu okkar. Samskipti okk- ar og tækjanna og þeirra á milli reiða sig svo í síauknum mæli á öflug fjarskiptakerfi. Rekstur OR og dótturfyrirtækjanna – Veitna, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – þarf því að standast tímans tönn, vera sjálfbær. Umhverfismálin eru grundvallarmál Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir skýra samsvörun á milli samfélagsábyrgðar og sjálf- bærni rekstursins. „Hlutverk okkar í samfélaginu er að sinna grunnþörfum fólks. Ef við ger- um það þannig að reksturinn standist umhverfislega, fjár- hagslega og samfélagslega getum við talist samfélagslega ábyrg,“ segir Bjarni. Hann legg- ur sérstaka áherslu á umhverfis- þáttinn. „Okkur hefur verið falin umsjón með miklum nátt- úrugæðum í formi vatnsbóla, jarðhitasvæða og fallvatna, fyrir nú utan plássið sem veitukerfin taka í umhverfinu. Við leggjum því mikla áherslu á að gera op- inberlega grein fyrir áhrifum okkar á umhverfið í árlegri Um- hverfisskýrslu, sem er líklega ein sú nákvæmasta sem gefin er út hér á landi,“ segir Bjarni. Hann segir að aðhald sam- félagsins hafi miklu máli skipt, til dæmis þegar ráðin voru niðurlög brennisteinsvandans sem fyrirtækið glímdi við. „Nú eru það loftslagsmálin og við hjá OR og dótturfyrirtækjunum öllum höfum sett okkur metn- aðarfull markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofts um helming,“ segir Bjarni og segir að framvindan verði birt opin- berlega. Fjárhagurinn Það hefur vakið athygli að undanfarin ár hefur OR birt ná- kvæmar upplýsingar um fram- vindu endurreisnar fyrirtæk- isins. „Planið, sem við unnum eftir á árunum 2011-2016, var mjög gegnsætt verkefni,“ bend- ir Bjarni á. „Heildarmarkmiðið lá fyrir í upphafi og við gerðum ítarlega grein fyrir framvindunni ársfjórðungslega. Fólk sá að það var talsvert fleira í Planinu en bara að hækka gjaldskrá. Það skipti miklu máli,“ segir Bjarni, „því við hjá OR getum ekki ákveðið einhliða hvað telj- ist sanngjarnt að borga fyrir þjónustu okkar; það hlýtur að vera einhverskonar samkomu- lagsatriði milli okkar og þess fólks sem við þjónum. Ef við viljum að fólk sýni því skilning hvað kalda eða heita vatnið þarf að kosta, þá þurfum við að hafa bækurnar opnar,“ bætir hann við.“ Í sátt við samfélagið OR hefur valið þá leið að gefa út samfélagsskýrslu sam- kvæmt alþjóðlegum viðmiðum GRI. Það var gert í fyrsta skipti vegna ársins 2015 og verður aft- ur gert nú í vor vegna nýliðins árs. „Gegnsæi og aðgangur að öllum þeim upplýsingum sem við á annað borð megum veita aðgang að er lykilatriði í mínum huga í samfélagslegri ábyrgð okkar,“ segir Bjarni. „Við hjá OR fullyrðum ekki að reksturinn sé samfélagslega ábyrgur á hverjum tíma. Sam- félagið verður að hafa skoðun á því,“ segir hann og bætir við að birting upplýsinga um rekstur- inn sé því grundvallaratriði í samfélagslegri ábyrgð. „Við viljum að sem flestir myndi sér skoðun á þeim umhverfisupp- lýsingum, fjárhagsupplýsing- um og samfélagsupplýsingum sem við birtum og meti frá eigin sjónarhorni hvort við stöndum undir eðlilegum kröfum sem til okkar eru gerðar,“ segir Bjarni að lokum og bendir á að árleg birting á upplýsingum um stöðu rúmlega 100 sjálfbærnivísa sem tilteknir eru í GRI-skapalóninu séu viðleitni OR og dótturfyrir- tækjanna til þess. Bjarni Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, segir að birting upplýsinga um rekstur fyrirtækisins sé grundvallaratriði í samfélagslegri ábyrgð. OR gefur út samfélagsskýrslu samkvæmt alþjóðlegum viðmiðum GRI. Unnið í samstarfi við Andrými ráðgjöf Andrými ráðgjöf var stofnað af dr. Snjólaugu Ólafsdóttur með það að markmiði að vinna að bættri umhverfismenningu innan fyrirtækja og stofnana og auka umhverfisvitund starfsfólks. Snjólaug, sem er umhverfisverk- fræðingur, hóf að halda fyrir- lestra í fyrirtækjum um hvernig umhverfismálin birtast okkur í daglegu lífi. „Ég fann hvað þetta brann á fólki, það vildi gera rétt en vissi ekki hvar átti að byrja. Það var greinilega grundvöllur fyrir því að draga úr umhverfis- áhrifum fyrirtækja og vinnu- staða almennt með því að tala við starfsfólkið um þessi mál,“ segir Snjólaug. „Starfsfólkið sér vinnustaðinn út frá mismunandi sjónarhornum og þegar við fræð- um og virkjum alla til að draga úr sínum umhverfisáhrifum, eins og hver og einn er fær um – fer allt fyrirtækið saman í átt að settu markmiði.“ Byrja á litlu skrefunum Fólk er að verða meðvitaðra um mikilvægi þess að ganga vel um umhverfi og auðlindir, að mati Snjólaugar. „Áherslan á um- hverfismál og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja er vaxandi og því meiri þörf á því að fyrirtæki og stofnanir sjái tækifæri sín til að stíga skref í átt að bættum Umhverfismálin brenna á fólki Andrými ráðgjöf aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við að framfylgja umhverfismarkmiðum og búa til umhverfisstefnu. umhverfismálum. Oft þarf að fara í gegnum ferla fyrirtækisins og fá yfirsýn og enginn er betri í að fara yfir ferlana en fólkið sem vinnur eftir þeim!“ Fyrirtækin sem Snjólaug að- stoðar eru komin mislangt í að draga úr umhverfisáhrifum sín- um, sum eru alveg á byrjunarreit en önnur eru komin vel á veg og þurfa aðeins handleiðslu og fræðslu til að fylgja stefnunni eftir. „Andrými ráðgjöf hefur til dæmis aðstoðað fyrirtæki sem eru að draga úr kolefnisspori rekstursins við að framfylgja markmiðum sem þau hafa sett sér. Meðal annars með því að kynna nýjar áherslur fyrir starfs- fólki, mikilvægi þeirra og hvern- ig nýtt vinnulag mun verða til góðs fyrir umhverfi og samfélag. Einnig hef ég aðstoðað vinnu- staði við að setja sér umhverfis- stefnu. Oft er einblínt um of á stóru erfiðu hjallana sem ekki er vitað hvernig á að komast yfir en á meðan er ekki tekið eftir þessu sem er nær og auðveldara að byrja á. Ég ráðlegg öllum að byrja á að taka litlu skrefin sem auðvelda svo stóru breytingarn- ar, setja sér bæði lítil og stór en raunhæf markmið. Þetta er hugarfarsbreyting, um leið og við erum búin að fá fræðsluna og ræða málin fáum við aðeins öðru- vísi sjónarhorn á hlutina,“ segir Snjólaug. Fyrirtæki eru ólík Þegar haft er samband við Andrými ráðgjöf er fyrsta skrefið að ræða saman um hver staðan er og hvert fyrirtækið/stofnun- in vill stefna. „Allir geta tekið sitt næsta skref. Ég kem með þá fræðslu sem viðeigandi er hverju sinni og í framhaldinu eru settar fram spurningar og umræður til að skoða afstöðu starfsfólks- ins. Þá kemur í ljós hvað starfs- fólk er tilbúið til þess að gera og hvar þeirra áherslur liggja. Það skemmtilega er að það er engin ein rétt leið eða hið fullkomna næsta skref. Fyrirtæki eru ólík og fólkið innan þeirra líka. Við getum öll tekið okkar næsta skref á eigin forsendum,“ segir Snjólaug. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málefnið betur og þjónustu Andrýmis ráðgjafar er bent á heimasíðu fyrirtækisins www.andrymi.is. Dr. Snjólaug Ólafsdóttir, eigandi Andrýmis ráðgjafar.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.