Fréttatíminn - 14.01.2017, Qupperneq 43
Fyrirtæki eiga hvert og eitt að skoða hvað
þau geta gert til minnka sín fótspor í
umhverfinu, segir Guðlaugur. Mynd | Hari
15 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
Skýr stefna í samfélags-
og umhverfismálum
Íslandshótel hafa lagt töluverðar upphæðir til samfélags- og líknarmála
og eru með sjóð sem reglulega er úthlutað úr.
Unnið í samstarfi við Íslandshótel
Íslandshótel er eitt af stærrri fyrirtækjum í ferðaþjónustu á Íslandi. Íslandshótel eiga og reka 17 hótel með yfir 1.700 gisti-
rými út um allt land auk funda- og
ráðstefnuaðstöðu. Innan keðjunnar
eru öll Fosshótelin, Grand Hótel
Reykjavík og Hótel Reykjavík
Centrum auk fjölda veitingastaða
tengdum hótelunum.
„Stjórn Íslandshótela hefur
markað skýra stefnu í samfélags- og
umhverfismálum og hefur ákveðið
að fyrirtækið í heild taki virkan
þátt í þeim verkefnum sem snúa
að bættum hag umhverfis og ekki
síður þjóðar í samfélagslegu til-
liti. Þessari stefnu er staðfastlega
fylgt,“ segir Salvör L. Brandsdóttir
ráðstefnustjóri sem situr í stjórn
Íslandshótela.
Íslandshótel er aðili að Festu –
miðstöðvar um samfélagsábyrgð
– og er stoltur bakhjarl hvatningar-
verkefnis um ábyrga ferðaþjónustu,
í samstarfi við Festu og Íslenska
ferðaklasann.
Mörg hótela innan Íslandshótela
eru komin með viðurkenningu
Vakans, sem skiptir fyrirtækið miklu
máli. „Vakinn er nýtt gæða- og um-
hverfiskerfi sem ferðaþjónustan
fylgir. Mér finnst Vakinn veita aukið
aðhald og hvetja til góðra verka.
Það er mikilvægt að þriðji aðili komi
og taki út stöðuna á hverjum stað.
Annar kostur Vakans er gæða-
þátturinn, en kerfið sér um stjörnu-
Frumkvöðull í
umhverfissinnaðri
ferðamennsku
Minnkuðu klórnotkun úr 1,5 tonnum í 15 kíló
á einu ári og flokka 75 prósent af öllu sorpi.
Unnið í samstarfi við Íslandshótel
Grand Hótel Reykjavík hefur verið eitt af fremstu hót-elum landsins hvað varðar umhverfismál. Hótelið er
eitt fárra sem hefur náð að uppfylla
strangar umhverfis- og gæðareglur
til að fá hið eftirsótta umhverfis-
merki Svansins. Því er óhætt að
segja að um sé að ræða frumkvöðla
í hreinni og umhverfissinnaðri
ferðamennsku.
„Við byrjuðum með umhverfis-
stefnuna okkar þegar Grand
Hótel var Svansvottað árið 2012
og yfirfærðum hana á öll hótel
Íslandshótela. Henni er svo fylgt
eftir af stjórnendum hvers hótels.
Á stærri hótelunum er stefnunni
einnig fylgt eftir af innkaupastjóra,
enda verkefnið mjög viðamikið,“
segir Guðlaugur Sæmundsson, inn-
kaupastjóri Íslandshótela.
Svansvottunin var endurnýjuð
árið 2015 en þá voru gerðar enn
meiri kröfur til hótelanna bæði
varðandi þvottahúsin og rekstur
veitingastaða. Á vef Umhverfis-
stofnunar má finna langan lista
með þeim kröfum sem fyrirtæki
þurfa að uppfylla, á öllum sviðum
rekstursins, til að fá Svansvottun.
Það þarf því mikinn metnað til að
uppfylla allar þær kröfur.
„Klór í þvottahúsi er til dæm-
is bannaður. Grand Hótel byrjaði
í þessu aðlögunarferli árið 2011 til
gjöf gististaða. Ef stjörnugjöfin er
rétt, auðveldar hún að hægt sé að
staðla gæðin, enda er mikilvægt
fyrir gesti að vita hvaða vöru þeir
eru að kaupa.“
Grand Hótel Reykjavík er eitt
fremsta hótel landsins varðandi
umhverfis- og samfélagsmál og
hefur fengið hina eftirsóttu Svans-
vottun. Salvör segir það ekki bara
hafa jákvæð áhrif á umhverfið að
fylgja kröfum Svansins, heldur fylgi
því einnig mikið rekstrarhagræði.
„Það eru mjög ströng skil-
yrði sem Svanurinn setur og
Umhverfisstofnun fylgir þeim eftir
af mikilli festu. Þegar við lögðum af
stað í þetta verkefni þá vissum við í
raun ekki hvað við vorum að fara út
í, en fljótlega kom í ljós að innleiðing
nýrra aðferða í daglegu starfi var
ekki bara skynsamleg fyrir umhverf-
ið heldur líka reksturinn.“
Íslandshótel eru mjög meðvituð
um umhverfið og áhrif vaxandi
straum ferðamanna á landið. Salvör
bendir á að hægt sé að hafa mikil
áhrif meðal annars með því að
flokka sorp og velja réttar vörur
inn á hótelin. „Við viljum vera mjög
framarlega í velja bestu lausnirnar.
Við byggingu nýrra hótela hjá okkur
er líka vel hugað að umhverfinu.“
Nýtt hótel var opnað síðasta sumar
á Hnappavöllum, Fosshótel Glacier
Lagoon, og annað er væntanlegt á
Mývatni. „Það er mikið lagt upp úr
því að allt sé eins og best verður
á kosið, bæði varðandi byggingar,
framkvæmdir og vörukaup á
hótelunum. Þegar hótel opna eru
gestir og starfsmenn fræddir og
þeim gert auðvelt að ganga vel um.“
„Það sem mér þykir mjög vænt
um í stefnu þessa fyrirtækis er
hvað er lagt mikið upp úr því að
skapa atvinnu og uppbyggingu allan
hringinn í kringum landið, ekki bara
á gullreitnum í Reykjavík.“ Hótel-
reksturinn skipti til dæmis sköpum
þegar Fosshótel Glacier Lagoon var
opnað, en hætt var við að loka skóla
á Hofi í Öræfasveit í kjölfarið. „Þetta
er sönn saga af Suðurlandi. Þegar
hótelið opnaði þá fylgdu því nokkrar
fjölskyldur, það breytti heilmiklu
í sveitinni og á örugglega eftir að
hafa áhrif til lengri tíma.“
Íslandshótel hafa lagt töluverðar
upphæðir til samfélags- og líknar-
mála og eru með sjóð sem reglulega
er úthlutað úr. Salvör segir fyrir-
tækið hafa trú á því að það sé hagur
allra að hjálpast að og að þeir sem
geti styrki verðug málefni. „Það
skilar sér alltaf að láta gott af sér
leiða og skapar gott karma.“
að fá vottunina 2012 og þá hættum
við alfarið að nota klór, nema í heitu
pottana í spa-inu okkar. Það er
skylda samkvæmt heilbrigðisreglu-
gerð að hafa blöndu sem inniheld-
ur smá klór. En á þessu fyrsta ári
fór klórnotkun okkar úr 1,5 tonni í
15 kíló.“
Að frumkvæði Íslandshótela
hefur verið tekin upp sú stefna að
nota eingöngu umhverfisvottað-
an pappír og hreinlætisvörur. „Öll
sápa, pappír og hreinsiefni sem
notuð eru á hótelum Íslandshót-
ela eru umhverfisvottuð þó ekki sé
gerð krafa um það til að fá Svans-
vottun. Svanurinn gerir kröfu um
að 90 prósent af öllum efnum sem
notuð eru í þvotthúsi séu vottuð og
við erum með rúmlega 90 prósent
umhverfisvottun þar,“ segir Guð-
laugur.
Svanurinn gerir einnig ákveðnar
kröfur um að draga úr notkun á
heitu vatni og rafmagni. „Það er
ætlast til að við notum eins lítið
magn vatns á hvern gest og unnt
er. Þegar við byrjuðum á þessu þá
voru settar þrengingar á heita-
vatnslagnirnar til að verða við
þessari kröfu. Það fara því ekki
meira en átta lítrar á mínútu í
gegnum lagnirnar. En það finnur
enginn fyrir því sem fer hér í sturtu.
Til að minnka rafmagnsnotkun eru
hreyfiskynjarar fyrir rafmagn á
göngum og því er ekki kveikt nema
það sé einhver á göngunum.“
Á Grand Hótel er boðið upp á
lífrænt vottað morgunverðarhlað-
borð, en það er vottunarstofan
Tún sem vottar það. Þar er líka
boðið upp á valkosti fyrir fólk með
glútein- og mjólkuróþol. Á lands-
byggðarhótelunum er ekki um vott-
að morgunverðarhlaðborð að ræða
en fjölbreyttir valkostir í boði engu
að síður.
„Það er enginn að leggja þessar
skyldur á okkar herðar. Við förum
í þessa vegferð alfarið að frum-
kvæði eigenda og rekstraraðila
fyrirtækisins sem sýndu mikla
framsýni og frumkvæði með
þessari vinnu. Þeir hafa þá sýn á
sinn rekstur að láta hann menga
sem minnst og skilja eftir sig sem
fæst neikvæð spor í umhverfinu,“
segir Guðlaugur.
Að sögn hans felur það ekki í sér
kostnaðarauka að standa í vist-
vænum hótelrekstri. Þvert á móti.
„Ef við myndum ekki flokka sorp og
senda óflokkuð frá okkur þau 190
tonn sem falla til á Grand Hótel þá
myndum við greiða um 20 krónur
fyrir kílóið. En með því að flokka
sorpið niður í tuttugu flokka þá
þurfum ekkert að greiða fyrir suma
flokka og fáum greitt fyrir aðra.
Af þeim 190 tonnum af sorpi sem
fóru frá okkur árið 2015 þá voru um
75 prósent flokkuð og við erum að
ná enn betri árangri núna.“
Hann bendir á að samfélagslegt
gildi flokkunar sé mikið. „Það sem
er rusl hjá okkur getur verið hráefni
fyrir aðra. Plastbrúsar eru spændir
niður og notaðir í plaströr og allur
bylgjupappi og blikkdósir eru
notaðar í ýmiskonar framleiðslu.
Mín skoðun er að fyrirtæki í
ferðaþjónustu eigi hvert og eitt
að skoða hvað þau geta gert til
minnka sín fótspor í umhverfinu.
Við eigum að taka höndum saman
með stjórnvöldum, okkur öllum til
velfarnaðar í framtíðinni. Við eigum
ekki, og megum ekki, ganga þannig
um okkar dýrmætustu eign, sem
landið okkar er.“
Grand Hótel Reykjavík er eitt fremsta hótel landsins varðandi umhverfis- og samfélagsmál
og hefur fengið hina eftirsóttu Svansvottun.
Mikið er lagt upp úr því hjá Íslandshótelum
að skapa atvinnu og uppbyggingu hringinn
í kringum landið, segir Salvör. Mynd | Hari