Morgunblaðið - 31.12.2016, Síða 23
að nú eru ungir Kúbverjar hvattir til
að fjölga sér meira. Algengt er að
hvert par eigi aðeins eitt barn en til
þess að samfélagið sé sjálfbært þarf
fleira fólk og meiri viðkomu,“ segir
stoltur faðirinn.
Björn væntir mæðgnanna til Ís-
lands í heimsókn með vorinu. Í milli-
tíðinni ráðgerir hann að fara eina
ferð sjálfur til Kúbu. Flýgur þá fyrst
til Toronto í Kanada og þaðan svo
áfram suður á bóginn, en hinn mögu-
leikinn er að fara í gegnum Evrópu
og þvert yfir Atlantshafið. Flug milli
Kúbu og Bandaríkjanna er nýlega
hafið, en á því hafa verið hömlur
hingað til vegna viðskiptabanns
Bandaríkjanna á þetta nágranna-
land sitt og hefur það varað í ára-
tugi. Lítillega var slakað á þessum
þvingunum á viðskiptum fyrr á
þessu ári viðvíkjandi sambandi við
innflutning á rommi og vindlum –
auk þess sem bandarískt sendiráð
var opnað í landinu. Ólíklegt er hins
vegar að nýr forseti heimveldisins,
Donald Trump, slaki mikið á klónni.
Frekar er búist við skrefum í hina
áttina miðað við ummæli hans að
undanförnu.
Ný kynslóð
„Kúba stendur á tímamótum.
Stjórnmálin þróast og með nýjum
kynslóðum þar koma fram breyt-
ingar. En í grunninn eru Kúbverjar
nægjusamir, glaðir og lífið er ljúft
undir suðrænni sól. Mér finnst fínt
að fara til Kúbu og fá D-vítamín í
kroppinn – og á margan hátt er
þetta yndislega land orðið mitt ann-
að heimili,“ segir Björn Halldórsson
að síðustu.
glaðir
Handverk Jose Castelar Cairo á mörg met í því að vefja lengstu vindla í
heimi. Sá lengsti var 90 metrar og er heimsmet samkvæmt Guinness.
Drykkur Þjóninn blandar á
Floridita, sem er er einn af gömlu
börunum í Havana, þekktastur fyrir
Diaquirí drykkina.
Umferð Blæjubílar á Byltingartorginu. Vinsælt er meðal ferðamanna að
koma þarna við og leigja sér blæjubíla í lystireisu um borgina.
Kúba Eitt af listaverkunum sem
finna má í í Havanaborg.
FRÉTTIR 23Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016