Morgunblaðið - 31.12.2016, Page 53

Morgunblaðið - 31.12.2016, Page 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 „Ert þú líka að fara með?“ spurði ég Grétar skóla- bróður minn úr Hvassaleitisskóla og MH sól- ríkan vordag er við hittumst úti á dekki um borð í Dettifossi ár- ið 1977. „Já, Matti réð mig,“ sagði hann. „Mig líka,“ svaraði ég. Matthías Matthíasson, mág- ur Eddu, móður Grétars, þá yf- irstýrimaður og samstarfsmað- ur föður míns hjá Eimskip, hafði óafvitandi tengt okkur Grétar saman. Hér var 40 ára vinskapur að hefjast. Við Grét- ar sigldum saman um sumarið með svipsterku samferðafólki til Englands og Þýskalands. Nú hófust ævintýrin. Hér lærðum við á lífið, til sjós og lands. Okkur fannst við óskaplegir töffarar. Veraldarvanir. „Þið látið eins og þið séuð komnir með lífsreynslu á við þrjú elli- heimili,“ sagði Elli Árna háseti og kímdi – hann kenndi okkur margt. Grétar var hamhleypa til verka, með afbrigðum orð- heppinn og með bráðsmitandi hlátur. Glæsilegur. Á milli þess sem farið var í land eða farið á vakt í brúnni tók hann í hann- yrðir – uppalinn á litríku heim- ili Helga Sigurðs úrsmiðs og Eddu, sem tók stúdentspróf með þrjú lítil börn og lauk lög- fræði eftir það. Í Hlyngerðið átti ég eftir að koma í ótal skipti. Í mannbætandi samveru. Skipin tengdu okkur Grétar. Ég flutti til Svíþjóðar – hann kom þangað í heimsókn með Mánafossi. Ég fór í siglingar Grétar Helgason ✝ Grétar Helga-son fæddist 14. janúar 1958. Hann lést 24. desember 2016. Grétar var jarð- sunginn 30. desem- ber 2016. aftur og hann í úr- smíði í Danmörku. Þá flutti ég hann stundum á milli landa á Mánafossi. Við hittumst og skemmtum okkur á danskri grundu. Oft hjá Gúnda E., skólabróður okkar á Öresundskolleg- iet. Og með vinum okkar, hjónunum Óskari og Berglindi á Íslandi. Svo flutti ég utan sjálfur og áfram hittumst við. Tengdumst fyrir lífstíð. Eitt sinn talaði ég við Grétar í talstöð utan af sjó. „Ég þarf að segja þér dálítið þegar þú kemur í land.“ Mín biðu fréttir. Grétar og Erla, skólasystir okkar úr MH, voru byrjuð saman. Hinn helming- urinn af Grétari. Ég er óend- anlega heppinn að hafa átt þau sem samferðafólk og einlæga vini. Á Laugaveginum, á Skóla- vörðustígnum, í Garðabænum. Í sumarbústöðum út um allt land, í danstímum, skíðaferð- um, gönguferðum, sjóferðum, á Stokkseyri. SMS-in sem fóru á milli okkar, og tengdu okkur reglulega í fjarveru hvert frá öðru, kölluðu fram svo mikinn hlátur að maður varð máttlaus. Húmor Grétars hitti beint í hjartastað. Gaf okkur betra líf. „Hvar ertu kelikarl?“ skrifaði hann eitt sinn. Ég vissi hvað það þýddi: „Eigum við að hitt- ast og detta í gleði?“ Þá var gaman – það var alltaf gleði með Grétari og Erlu. Þau ferð- uðust mikið um heiminn og landið. Nýttu tímann, nutu samvista með fjölskyldunni, systkinunum og börnunum, Hildi Eddu, Helgu Láru og Daníel. Fyrir á Erla Lindu Rún. Innan við viku áður en Grétar kvaddi fór ég til hans á líkn- ardeildina með myndband af okkur öllum úr sumarbústað. Sannkölluð gæðastund. Húmor. Dæmigerð fyrir 40 árin sem við áttum saman. Gerðu mig að betri manni með Grétari og Erlu, börnunum, Helga og Eddu og systkinunum. Ég er þakklátur fyrir þennan tíma. En honum er ekki lokið. Hinn helmingurinn af Grétari og fjöl- skyldan er hér enn þá. Inni- legar samúðarkveðjur til ykkar allra. Óttar Sveinsson. Góður drengur er genginn, já ef einhver á skilið það sæmd- arheiti er það Grétar Helgason, frændi minn og vinur. Ég minnist Grétars fyrst og fremst sem góðmennis og prúð- mennis sem aldrei lagði illt til nokkurs manns en studdi og hjálpaði þeim sem á aðstoð þurftu að halda. Grétar var óvinur sýndar- mennsku og fláttskapar og lét jafnan lítið fyrir sér fara, var hógvær og lítillátur í allri sinni framgöngu. Grétar var ótrúlega velvilj- aður maður, hann vildi allt fyrir alla gera. Ég þurfti ekki annað en hugsa til hans ef ég var í vanda með eitthvert verk og þurfti aðstoð, þá var hann mættur með kúbein eða önnur þau verkfæri sem nota þurfti. „Hvar ertu, frændi?“ spurði hann í síðasta samtali okkar nú fyrir nokkrum dögum. „Ég sit nú bara í stofunni heima og horfi á veggina sem þú hreins- aðir steypumótin af í den.“ Ég er lánsamur og stoltur af kynnum mínum og lífi með Grétari. Mér þótti mjög vænt um þennan góða dreng og það kviknar í brjósti mér hlý og notaleg tilfinning þegar ég minnist Grétars Helgasonar. Ég votta Erlu, Eddu systur og Helga, börnum, barnabörn- um, ættingjum og vinum mína dýpstu samúð. Guðjón E. Ólafsson. Kær vinur okkar hjóna til 40 ára, Grétar Helgason úrsmiður, er nú fallinn frá eftir erfiða sjúkdómslegu. Vinátta okkar strákanna náði þó lengra, eða allt aftur til þess að við vorum bekkjarfélagar í Ísaksskóla. Grétar varð reglulegur gest- ur okkar hjóna í Espigerðinu fljótlega eftir að við hófum bú- skap, en þá bjó hann enn í for- eldrahúsum í Hlyngerði. Grétar hélt til náms í úrsmíði til Dan- merkur en við hjónin fórum til Bandaríkjanna. Að námi loknu tókum við upp vinasamband að nýju við Grétar og Erlu en þá hafði Grétar verið í sambúð með Erlu sinni í nokkur ár, dæturnar orðnar þrjár, og síðar bættist sonurinn við. Í gegnum okkar langa vin- áttusamband koma fram marg- ar góðar minningar, svo sem útilegur með börnin okkar sem voru á svipuðum aldri, sum- arbústaðaferðir, ánægjulegar heimsóknir á Laugaveginn og í Garðabæinn, og einnig skemmtilegar gönguferðir, þar sem nestið var oft í hávegum haft. Grétar og Erla voru mikið fjölskyldufólk og höfðu unun af fjölskylduferðum bæði innan- lands og erlendis. Vinur okkar var ávallt iðinn og duglegur að skapa sér og sínum verkefni að vinna að. Börn þeirra hjóna bera þess merki að koma af góðu heimili. Barnabörnin eru þrjú og eitt á leiðinni. Ekki er laust við að Grétar hafi komist við þegar talið barst að þessum gimstein- um hans. Í huga okkar var okkar kæri vinur fyrst og fremst góður drengur, ljúfur og alltaf stutt í brosið og húmorinn. Það var okkur mjög kært að enn örlaði á brosinu og húmornum í okkar síðustu heimsóknum. Elsku Erla. Við vottum þér, börnum og fjölskyldum ykkar okkar dýpstu samúð á þessum erfiðu tímamótum í lífi ykkar. Óskar og Berglind. Hugurinn leitar til æsku minnar og uppeldis í Grundar- firði nú þegar Elli frændi hefur kvatt. Ég ólst upp á Grund, Grund- argötu 27, hús er stendur við hlið Grundargötu 29 hvar Elli og Bára búa og ólu upp sín börn. Þar var ég nokkurs konar heimalningur á sínum tíma enda vorum við Gaui sonur þeirra afar samrýmdir og erum enn. Elli var á Dvalarheimilinu Fellaskjóli síðustu æviár sín enda leyfði heilsa hans ekki annað. Þar átti hann góðar stundir og vel var um hann hugsað af kærleiksríku starfs- fólki. Það var ætíð gott að koma til Báru og Ella á Grundargötu 29. Ég var tíður gestur hjá fjöl- skyldunni hvort sem það var í æsku eða síðar þegar ég var fluttur að heiman. Alla tíð var vel tekið á móti mér með trakt- eringum og spjalli um lífið og tilveruna. Það var hlegið, spek- úlerað, farið með vísur og ljóð og svo öll heimsins vandamál leyst. Ekki síður er eftirminnilegt þegar Pétur Konn, faðir Báru, sat með okkur við eldhúsborðið á þeim gleðiríku stundum. Í nokkur sumur á mennta- skólaárunum starfaði ég hjá hreppnum, eins og það var kall- að, og var Elli þar verkstjóri. Elis Guðjónsson ✝ Elis Guð-jónsson fæddist 9. ágúst 1931. Hann lést 20. desember 2016. Útförin fór fram 29. desember 2016. Hann leiðsagði af umhyggju en einn- ig festu, kenndi manni að vinna. Allt vissi hann og kunni. Það fannst mér í það minnsta. Svo dæmi sé tekið að ekki voru til teikningar eða kort af lögnum í jörðu, sem oft var unnið að viðhaldi við, en Elli var með þetta allt á hreinu. Þannig var það oft í þá tíð, vitneskjan bjó hjá fólkinu. Að leiðarlokum þakka ég vin- áttu alla, umhyggju og leið- sögn. Góður maður er genginn. Ég votta elsku Báru, Ómari, Gauja, Ægi, Elísabetu og fjöl- skyldum svo og fjölskyldu Pét- urs þeirra heitins mína dýpstu samúð. Halldór Páll Halldórsson (Dolli). Elli Guðjóns var húmoristi af bestu gerð. Hann gekk að vísu ekki um sáldrandi skemmtisög- um að tilefnislausu, þó hann kynni þær margar. Það var glettnin og jákvæð afstaða til manna og málefna sem ein- kenndu hann og gerðu hann, auk annarra kosta, að þeim góða samstarfsmanni og skemmtilega félaga sem hann var. Ég kynntist Ella fyrst á barnsaldri, sem pabba hennar Siggu Betu vinkonu minnar og bekkjarsystur. Elli var eins og flestir pabbar á þeim tíma, oft- ast í vinnunni. Hann rakst þó inn í hádeginu og kaffinu, ef vel stóð á, oftast á hraðferð. Á þeim tíma var hann verkstjóri hjá sveitarfélaginu og mörg stór verkefni hvíldu á herðum hans og samstarfsmanna í ört vaxandi þorpi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Sumarið 8́3 unnum við Sigga sem „hrepparar“ í útivinnu hjá sveitarfélaginu eins og fleiri unglingar, undir yfirstjórn Ella. Það var góður tími og lær- dómsríkur, en umfram allt skemmtilegur. Eins og þegar við áttum að mála spýturnar í grindverkinu við rúlluhliðið, skærgulum lit, en ákváðum að stríða Ella og mála blóm á spýturnar. Ekki varð Elli upp- rifinn yfir listaverkinu og fannst vafalaust að tímanum hefði mátt verja betur – og það með réttu. Mörgum árum síðar glotti hann þó og hristi hausinn, þeg- ar við minntum hann á þessa skapandi vinnu okkar. Seinna atvikaðist það svo að ég tengdist fjölskyldu Ella, sem var móðurbróðir hans Hemma míns. Ýmis ættareinkenni systkinanna frá Skallabúðum hafa eðli máls samkvæmt stungið sér niður í hópi afkom- endanna og er þar ekki leiðum að líkjast. Eftir mörg og annasöm verk- stjóraár flutti Elli sig á höfnina og var þar hafnarvörður í all- mörg ár. Það var ekki amalegt fyrir ungan og forvitinn sveit- arstjóra að eiga Ella að. Ef það var ekki um hafnarmálin, þá snerust samtölin okkar um hol- ræsi, lagnir í götum og aðrar verklegar framkvæmdir. Oftar en ekki þurfti að „fletta upp í“ Ella og rifja upp hvernig hitt og þetta var gert á árum áður. Iðulega var frásögnin skreytt viðeigandi skemmtilegheitum; kankvíst bros og smitandi hlát- urinn kórónaði svo frásögnina. Elli hafði góða yfirsýn yfir á skrifstofu sveitarstjóra úr eld- húsinu þeirra Báru, hinum megin götunnar, og átti það til að labba yfir þegar komið var fram á kvöld og enn tírði á skrifstofunni. Þá átti hann erindi um fram- faramál hafnarinnar sem hann taldi viðeigandi að fylgja vel eftir og setja hafnarstjórann inn í. Eða þá að góðum áfanga hafði nýlega verið náð. Þá dró hann fram tvö lítil staup og pela sem hann hafði meðferðis og sagði að fyrir öllum góðum verkum þyrfti að skála – en bara smávegis. Honum fannst reyndar með ólíkindum að slík- ur peli væri ekki til í hentugum hornskáp á umræddri skrif- stofu, eins og hjá almennilegu fólki. Sumarið 1999 lét Elli af störfum og var honum þakkað dýrmætt 29 ára vinnuframlag í þágu sveitarfélagsins. Lengi eftir það var enn leitað til Ella um ýmsan fróðleik um fram- kvæmdir bæjarins, enda minnið og hugurinn í góðu lagi. Að leiðarlokum þökkum við Hemmi samfylgdina við Ella Guðjóns og færum Báru og fjölskyldunni samúðarkveðjur. Björg Ágústsdóttir. HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Elsku bróðir okkar, mágur og frændi, EIRÍKUR JÓNSSON, Réttarholtsvegi 83, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans þriðju- daginn 13. desember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. . Elísabet Jónsdóttir, Guðmundur Ingi Guðmundsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Hilmar Helgason, Jensína Jónsdóttir, Brynja Baldursdóttir og frændsystkini. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RÖGNVALDUR GEIR SIGURÐSSON, Sefgörðum 24, Seltjarnarnesi, andaðist fimmtudaginn 15. desember. Útför hans fór fram í kyrrþey að ósk hins látna frá Seltjarnarneskirkju 28. desember. Bestu þakkir fyrir auðsýnda samúð. . Karen Rögnvaldsdóttir, Ragnar Karlsson, Svandís Rögnvaldsdóttir, Guðmundur B. Hannah, Íris Rögnvaldsdóttir, Hilmir B. Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku móðir okkar, amma og langamma, SVAFA KJARTANSDÓTTIR frá Fremri Langey, Ljósheimum 10, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni, fimmtudaginn 29. desember. . Gretar Reynisson, Rúnar Reynisson, Erla Reynisdóttir, Dagur, Hringur, Silfá, Magnús Reynir, Laufey Svafa, Kjartan Hugi og langömmubörn. Eiginmaður minn, BALDUR SIGURBALDURSSON skipstjóri frá Ísafirði, lést 15. desember. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna þann 20. desember frá Grindavíkurkirkju. Þökkum auðsýnda samúð og hlýju. Fyrir hönd aðstandenda, . Valgerður María Guðjónsdóttir. Okkar ástkær, ÞORBERGUR BENEDIKT GUÐMUNDSSON, hjúkrunarheimilinu Ísafold, Garðabæ, andaðist 14. desember. Útförin fer fram frá Garðakirkju á Álftanesi fimmtudaginn 5. janúar kl. 13.00. . Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.