Fréttablaðið - 11.03.2017, Page 2

Fréttablaðið - 11.03.2017, Page 2
Mottudagurinn var í gær. Þá hvatti Krabbameinsfélagið alla landsmenn, konur og karla, til að láta ímyndunaraflið ráða för og skarta öllu mögulegu tengdu karlmanninum, fatnaði, höfuðfötum, gerviskeggi og svo framvegis. Krakkarnir í Laugarnesskóla létu ekki sitt eftir liggja. Fréttablaðið/Eyþór Veður Sunnan 5-13, skýjað með köflum norðanlands en dálitlar skúrir sunnan til. Hiti 1 til 6 stig um morguninn en víða í kringum frostmark síðdegis. sjá síðu 44 Dublin Páskaferð | 13. apríl | 4 nætur Frábært verð frá: 69.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar. Á mann m.v. 2 í herbergi á Camden Court með morgunmat. Verð án Vildarpunkta: 79.900 kr. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS heilbrigðismál Heilbrigðisyfir- völd hafa fækkað sjúkrarúmum fyrir meðferð áfengis- og vímu- efnasjúklinga úr 265 þegar mest var í lok árs 1985 í 62 rúm í lok árs 2014. SÁÁ og geðdeild Landspítal- ans hafa reynt að vega upp þessa fækkun sjúkrarúma með dag- deildarþjónustu, en viðbúnaður- inn hefur engu að síður minnkað stórum. Kostnaður vegna vímuefna- vandans hefur færst frá ríkinu yfir á sveitarfélög, einstaklinga og almannasamtök. Þetta kemur fram í nýútgefnu ársriti meðferðarsviðs SÁÁ 2016. Ein af grunnniðurstöðum höfund- arins, Þórarins Tyrfingssonar for- stjóra Sjúkrahússins Vogs, er að ef litið er til þess hversu margir grein- ast áfengis- og vímuefnasjúkir, og hversu alvarlegur og afdrifaríkur sjúkdómurinn er, megi fullyrða að sjúkdómurinn sé sá alvarlegasti sem Íslendingar glíma við um þessar mundir. Þegar viðbúnaður heilbrigðis- yfirvalda vegna sjúklingahópsins er mældur í sjúkrarúmum, að fullu greiddum af ríkinu, sést að þeim hefur fækkað jafnt og þétt á rúm- lega þriggja áratuga tímabili [heild- arframlög til SÁÁ eru 850 milljónir á fjárlögum]. Voru 265 árið 1984 þegar Íslendingar voru 151.000 á aldursbilinu 15 til 64 ára en 62 árið 2015 þegar í aldurshópnum voru 217.500 manns. Þórarinn segir að með aðgerðum stjórnvalda hafi dregið verulega úr meðferðarþjónustu og tiltekur ártalið 2000 sérstaklega vegna þess að „flest bendir til þess að umfang og kostnaður vandans hafi á sama tíma aukist“. Hann telur það vafamál hvort Íslendingar haldi sérstöðu sinni hvað varðar áherslu á áfengis- og vímuefnameðferð, ef litið er til annarra þjóða og framtíðarinnar. Áhyggjuefnið er mun minni þátt- taka Landspítala og annarra með- ferðarstofnana í áfengis- og vímu- efnameðferðinni. Þórarinn segir að SÁÁ hafi reynt að halda úti óbreyttri þjónustu á eigin kostnað sem nemur um 250 milljónum árlega. Það sé gert með því að breyta ætluðum dag- deildum af hálfu heilbrigðisráðu- neytisins á Vík og Staðarfelli í inn- lögn á sjúkrastofnun. Þannig hefur sjúkrarúmum á Vogi verið fjölgað úr 42 í 60. Í samtali við Fréttablaðið segir Þórarinn að í fækkun sjúkrarúma sem eru að fullu greidd af heil- brigðisyfirvöldum, úr 265 í rúm- lega 60, megi sjá eina birtingar- mynd þeirrar gríðarlegu færslu sem orðið hefur á umönnun frá ríkinu til sveitarfélaga – og nefnir fatlaða og aldraða. „Þarna er ein tilfærslan til við- bótar alveg sláandi, nú er þessu fólki vísað á sveitarfélögin og það er ekkert að ástæðulausu sem vex svona kostnaður Reykjavíkurborg- ar vegna þessa vanda í félagsþjón- ustu og ýmsum búsetuúrræðum sem þeir halda upp, svo dæmi sé tekið,“ segir Þórarinn. Aðspurður hvað liggi hér að baki segir Þórarinn að málið sé hápóli- tískt, og spurningum um úrræði sé oftast mætt með fullkomnu tóm- læti. svavar@frettabladid.is Tómlæti yfirvalda sést í fækkun sjúkrarúma Heilbrigðisyfirvöld greiddu að fullu 265 sjúkrarúm fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga þegar best lét. Árið 2015 voru þau 62. Byrðinni hefur verið ýtt til sveit- arfélaga, einstaklinga og almannasamtaka. Um- fang vandans og kostn- aður hefur snaraukist á sama tíma. Nú er þessu fólki vísað á sveitar- félögin og það er ekkert að ástæðulausu sem vex svona kostnaður Reykjavíkur- borgar vegna þessa vanda í félagsþjónustu og ýmsum búsetuúrræðum sem þeir halda uppi. Þórarinn Tyrfingsson, forstjóri Sjúkrahússins Vogs  Börnin mættu með mottur Dómsmál Máli Husseins Aldoudi, Karims Askari og Stofnunar múslima á Íslandi gegn Salmann Tamimi, 365 miðlum, Kristínu Þorsteinsdóttur og Nadine Guðrúnu Yaghi var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Stefnendur kröfðust þess að ýmis ummæli sem birtust í frétt á Vísi í fyrra með fyrirsögninni „Þarf að bregðast við tengslum við hryðju- verkasamtök“ yrðu dæmd dauð og ómerk. Þá kröfðust Hussein Aldoudi og Karim Askari tveggja milljóna króna í miskabætur, auk dráttarvaxta. Í dómnum segir að málatilbúnaði stefnenda sé svo áfátt að hann full- nægi ekki skýrleikakröfum. Þess ber að geta að 365 miðlar er útgefandi Fréttablaðsins. Kristín Þor- steinsdóttir er ritstjóri blaðsins og Nadine Guðrún Yaghi fréttamaður á fréttastofu 365 miðla. – þea Ummæli í frétt Vísis ekki dæmd Viðskipti Nokkrar breytingar verða á stjórn VÍS, en framboðsfrestur rann út klukkan fjögur í gær. Þau Gestur Breiðfjörð Gestsson, Helga Hlín Hákonardóttir, Herdís Dröfn Fjeldsted, Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Valdimar Svavars- son. Sjálfkjörið er í stjórnina á aðal- fundi á miðvikudaginn. Úr stjórn ganga Jostein Sorvoll og Reynir Finndal Grétarsson. – jhh Breytingar á stjórn VÍS slys Erlendur ferðamaður lést þegar hann var að snorkla í Silfru í gær. Maðurinn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar frá Þing- völlum á Landspítalann. Hann var úrskurðaður látinn skömmu eftir komuna þangað. Maðurinn mun, að sögn vitna, hafa kallað eftir aðstoð vegna andþyngsla og misst meðvitund skömmu eftir að leiðsögumaður kom honum til hjálpar. Rannsókn málsins er í höndum lögreglunnar á Suðurlandi sem segir að frekari upp- lýsingar verði ekki gefnar fyrr en að lokinni krufningu. – jhh Ferðamaður lést við snorkl Áin Silfra á þingvöllum. Fréttablaðið/PjEtur 1 1 . m a r s 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 1 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 C -9 A 2 0 1 C 6 C -9 8 E 4 1 C 6 C -9 7 A 8 1 C 6 C -9 6 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 2 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.