Fréttablaðið - 11.03.2017, Page 6

Fréttablaðið - 11.03.2017, Page 6
Eftir fyrstu nóttina Metsölulisti Eymundsson Ljóðabækur 1.3 . – 7.3 .2 0 171. www.forlagid.i s | Bókabúð Forlagsins | F i sk islóð 39 Samfélag Aðkeypt þjónusta, launa- og starfsmannatengdur kostnaður vegna dagskrár RÚV nam 2,6 millj- örðum króna á síðasta ári. Annar beinn kostnaður vegna dagskrár nam 243 milljónum. Réttinda- greiðslur vegna dagskrár námu tæpum milljarði. Þetta kemur fram í ársreikningi RÚV sem birtur var í gær. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 95 milljónum fyrir skatta sem það mun ekki greiða skatta af vegna uppsafnaðs taps. RÚV hagnaðist um 1.429 milljónir króna eftir skatta í fyrra en afkoman skýrist að mestu af einskiptishagnaði vegna sölu á byggingarrétti á lóð við Efstaleiti 1 sem nam 1.535 milljónum króna. Eigin- fjárhlutfall RÚV er nú 23,8 prósent en var 6,2 prósent í lok árs 2015. Í tilkynn- ingu RÚV til Kauphallar Íslands kemur fram að breytingar í rekstri hafi skilað umtalsverðri hag- ræðingu. Tekjur af auglýsingum námu 2,2 milljörðum en í ársskýrslu fjölmiðlanefndarinnar kemur fram að velta á innlendum auglýsingamarkaði nemi um tíu milljörðum króna. RÚV fær fjóra milljarða ár hvert í formi útvarps- gjalds. Það er 16.800 krónur í ár og hækkaði um 400 krónur á milli ára en það er lagt á alla sem eru 16-70 ára. Í ræðu Ill- uga Gunnarssonar, þáverandi mennta- og menningarmála- ráðherra, í fyrra kom fram að engin ríkisútvörp á Norðurlöndum væru á auglýsingamarkaði. Einkareknir fjöl- miðlar hafa kallað eftir því að RÚV dragi sig út af auglýsinga- markaði. Heildarlaun sem RÚV greiddi voru um tveir milljarðar og voru 258 heildarstöðugildi. Launatengd gjöld voru 216 milljónir. Laun og þókn- anir Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra námu 17,2 milljónum króna. Laun til æðstu stjórnenda fyrir utan Magnús námu 119,6 millj- ónum og stjórnarlaun námu 11,8 milljónum. Í ársreikningnum kemur fram að viðræður standi yfir milli RÚV og Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins um skilmálabreytingu á láni. Fyrir liggur að RÚV mun þegar fram líða stundir ekki geta staðið undir greiðslum afborgana af láninu miðað við óbreytt vaxtakjör og greiðsluskil- mála. Samkomulag náðist um að fresta afborgunarhluta greiðslu sem var á gjalddaga 1. október í fyrra þar til viðræðum lýkur. benediktboas@365.is Auglýsingatekjur RÚV rúmir tveir milljarðar Náttúra Sjálfboðaliðar á vegum Vina Þórsmerkur munu halda áfram í sumar við endurbætur og viðhald á stígum í Þórsmörk. Sérstök áhersla verður lögð á Valahnúk vestan- verðan og Tindfjallahringinn. Einn- ig verður unnið á svæðinu þar sem Laugavegurinn kemur inn í Þórs- mörk og á Fimmvörðuhálsleiðinni upp úr Þórsmörk. „Það er viðhald á stígum og við erum að beina vatninu þannig að það renni ekki eftir stígunum og valdi jarðvegsrofi,“ útskýrir Hreinn Óskarsson hjá Vinum Þórsmerkur, en hann vinnur einnig hjá Skóg- ræktinni sem haft hefur umsjá með Þórsmörk síðan 1920. Þá er verið að gera tröppur á hættulegustu stöðun- um. „Það eru nokkur svæði þar sem hefur þurft að gera alvöru tröppur sem falla inn í landið og sjást varla,“ segir hann. Hreinn segir að áfram verði haldið að endurnýja stikur á öllum leiðum. „Það verður númer hjá hverri stiku og við tökum hnitin á hverri stiku þannig að ef fólk lendir í vandræðum hjá þessum stikum, hvort sem það villist eða slasast, þá verður hægt að láta björgunarsveitir vita númerið á viðkomandi stiku,“ segir Hreinn. Með þessu móti þurfi ekki að senda út fjölmennt björgunarlið til að leita þegar fólk lendir í vanda, heldur nægi að senda smærri hópa. Viðhald á svæðinu er meira og minna unnið af sjálfboðaliðum og er áætlað að í sumar verði hægt að vinna 250 vinnuvikur. Þessi vinna hefur verið í gangi í hartnær 30 ár en aukinn kraftur var settur í hana eftir Eyjafjallajökulsgosið, þegar ferða- mönnum fór að fjölga verulega. Á morgun, sunnudag, verður háfjallakvöld í Eldborgarsal í tilefni af 90 ára afmæli félagsins. Þar halda tveir fremstu fjallgöngumenn okkar tíma fyrirlestra. Gerlinde Kalten- brunner, sem er fyrsta konan til að ganga á 14 hæstu tinda heims án við- bótarsúrefnis, og Peter Habeler, sem varð ásamt félaga sínum fyrstur til að ná á topp Everest án viðbótarsúr- efnis. Aðgöngumiðinn kostar 1.000 krónur og rennur ágóði af honum beint í verkefni Vina Þórsmerkur. – jhh Stefnt á að sjálfboðaliðar vinni 250 vinnuvikur BraSIlÍa Fyrrverandi forseti Brasilíu, Lula da Silva, vill að Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, komi til Brasilíu til að bera vitni um þátt hans í sölunni á JAS-herflugvélum. Frá því að Verkamannaflokkurinn missti völdin í Brasilíu í fyrra þegar Dilma Rousseff forseti neyddist til að fara frá hafa Lula da Silva verið birtar fjórar ákærur, að því er Dagens Nyheter greinir frá. Hann er sakaður um að hafa þegið þakíbúð að gjöf frá byggingafyrirtæki, fengið viðgerð á sumarbústað og að hafa skipulagt greiðslur frá öðru byggingafyrirtæki til hliðhollra stjórnmálamanna. Ástæða þess að Lula da Silva er einnig ákærður fyrir brot í sam- bandi við útflutning Svía á JAS-her- flugvélunum er sú að saksóknarar fundu sem samsvarar 84 milljónum íslenskra króna á reikningi yngsta sonar hans sem var greiðsla frá ein- staklingi sem dæmdur hafði verið fyrir spillingu. Verjandi Lula da Silva segir soninn hafa fengið féð annars staðar frá. Saksóknarar telja að Lula da Silva, Dilma Rousseff og Stefan Löfven hafi gengið frá sölu JAS-herflugvélanna á hótelherbergi við útför Nelsons Mandela í Suður-Afríku 2013. Löfven var þá ekki orðinn forsætisráðherra Svíþjóðar. Það er mat saksóknaranna að Lula da Silva hafi nýtt sér stöðu sína sem fyrrverandi forseti og tekið við fé til að telja Rousseff á að kaupa herflugvélarnar. Verjandi da Silva, Cristiano Zanin, segir að í tölvupósti sem saksóknarar hafa undir höndum skrifi Löfven að hann vilji hitta da Silva við útför Mandela. Það sé enginn glæpur. Fundur þeirra hafi verið á persónu- legur en ekki viðskiptafundur. Löfven kveðst ekki hafa setið á hótelherbergi og fundað með for- setunum fyrrverandi. Hann hafi ekki fengið boð frá dómara um að koma til Brasilíu og hann hyggst ekki fara þangað. – ibs Telja Svía hafa greitt mútur vegna sölu herflugvéla Fyrrverandi forseti Brasilíu í stuði. NORDICPHOTOS/AFP Þótt það rigndi í Stangarhálsi voru sjálfboðaliðar sáttir við vinnu. Húsnæði Ríkisútvarpsins við Efstaleiti í Reykjavík. FRéTTABlAðIð/GVA Magnús Geir Þórðar- son, útvarpsstjóri Áfram verður unnið við stikur á gönguleiðum. Það mun auka öryggi göngu- manna sem þar fara. Samkvæmt ársreikningi RÚV fyrir síðasta ár sem kom út í gær kemur í ljós að stofnunin borgaði utanaðkomandi starfs- mönnum um 2,6 millj- arða króna í laun vegna dagskrár. Þá er RÚV stórtækt á auglýsinga- markaðnum. 1 1 . m a r S 2 0 1 7 l a U g a r D a g U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 1 1 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 C -C 1 A 0 1 C 6 C -C 0 6 4 1 C 6 C -B F 2 8 1 C 6 C -B D E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.