Fréttablaðið - 11.03.2017, Síða 8

Fréttablaðið - 11.03.2017, Síða 8
Norður England Skozku Hálöndin Haustferð til Prag Jórvík og Vatnahérað 12-17 maí Skozku Hálöndin og Edinborg 2-6 september Haustferð til Prag, Cesky Krumlov og Passau 9-14 nóvember Verð frá: 179.400 kr Verð frá: 149.500 kr Verð frá: 138.800 kr Nánar á www.ferdir.is Nýtt á ferdir.is Tækni Google Pixel, nýr snjallsími tækni- risans Google, þjáist af framleiðslu- galla sem getur valdið bilunum í hljóðnemum hans. Fjölmargir eigendur hafa kvartað yfir vanda- málum sem tengjast hljóðnemum símans undanfarna daga á spjall- borði fyrirtækisins. Gallinn finnst einnig í stærri útgáfu símans, Pixel XL. Bilanirnar eru fjölbreyttar. Í sumum tilfellum nema hljóðnem- arnir of lítið hljóð og í öðrum tilfell- um virka þeir bara alls ekki. Í sam- tali við fréttasíðuna Android Police staðfesti starfsmaður Google að um framleiðslugalla væri að ræða. Þó næði vandamálið einungis til um eins prósents allra Pixel-síma sem framleiddir voru fyrir janúar 2017. Google mælir með því að eig- endur Pixel-síma sem hrjáðir eru af umræddum galla skili símunum, séu þeir í ábyrgð, og fái nýja í staðinn. – þea Framleiðslugalli í Pixel veldur hljóðnemabilun Leiguþjónustan Airbnb aflaði millj- arðs Bandaríkjadala í nýafstaðinni fjáröflunarlotu fyrirtækisins. Er það andvirði um 108 milljarða íslenskra króna. Þetta kemur fram í tilkynn- ingu fyrirtækisins til yfirvalda sem birtist í gær. Einnig kemur fram í tilkynningunni að fyrirtækið sé nú metið á 31 millj- arð dala, andvirði um 3,3 billjóna íslenskra króna. Í síðustu fjáröflunarlotu fyrir- tækisins aflaði fyrirtækið um fimm hundruð milljóna Bandaríkjadala þannig að ljóst er að áhugi fjárfesta hefur aukist talsvert. Frá árinu 2008 hefur alls verið fjárfest í fyrirtækinu fyrir þrjá milljarða Bandaríkjadala. Þar sem fyrirtækið er nú metið á 31 milljarð dala er það næstverðmætasta sprotafyrirtæki Bandaríkjanna á eftir Uber. Munurinn á verðmæti fyrir- tækjanna er þó talsverður. Uber er metið á um 63 milljarða dala, and- virði 6,8 billjóna króna. Airbnb skil- aði hagnaði í fyrsta sinn á seinni hluta síðasta árs. Forsvarsmenn Airbnb búst við því að fyrirtækið skili einnig hagn- aði á þessu ári. Forsprakkar fyrirtækisins hafa þó ekki í huga að skrá fyrirtækið á mark- að vestanhafs á næstunni. Samkvæmt heimildarmanni Business Insider er það ekki inni í myndinni. Airbnb hyggst stækka við sig á komandi misserum. Fyrir ári sagði framkvæmdastjórinn Brian Chesky við blaðamann Bloomberg að fyrir- tækið ætlaði ekki bara að miðla leigu á íbúðum. Einnig væri vilji fyrir því að hafa milligöngu um bókanir á veit- ingastaði, söfn, hjóla- og bílaleigur og hótel. Af því hefur hins vegar ekki orðið enn sem komið er. Í vikunni sem er að líða birti Íslandsbanki skýrslu um ferðaþjón- ustuna á Íslandi. Kom þar fram að Airbnb ætti stóran þátt í hækkandi íbúðaverði. Þáttur Airbnb í hækkandi verði hefur orðið til þess að raddir hafi heyrst um að banna ætti þjónustuna hérlendis. Fyrirtækið mætir þó mótstöðu ann- ars staðar en á Íslandi. Þannig sagði Tomás Regalado, borgarstjóri Miami- borgar í Bandaríkjunum, á fimmtudag að hann vildi að borgaryfirvöld beittu sér gegn þeim sem leigðu íbúðir sínar út til ferðamanna í gegnum þjónustu Airbnb. Ólöglegt er að leigja íbúðir í staka daga eða vikur samkvæmt lögum borgarinnar. „Öflugir þrýstihópar sem tala máli Airbnb munu reyna að sannfæra okkur um að við getum komist að samkomulagi. Að þetta fólk sé gott fyrir viðskiptalífið í borginni,“ sagði Regalado og bætti því við að leigj- endur Airbnb-íbúða skapi ókyrrð í rólegri hverfum borgarinnar. Mikill uppgangur hjá Airbnb undanfarið Leiguþjónustan Airbnb kom vel út úr nýafstaðinni fjáröflunarlotu. Fyrirtækið er nú metið á 31 milljarð dala, andvirði um 3.300 milljarða íslenskra króna. Fyrir- tækið hyggst ekki skrá sig á markað á næstunni. Mætir andstöðu víða um heim. 108 milljarða íslenskra króna aflaði Airbnb í nýafstaðinni fjáröflunarlotu. Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Google Pixel. NordicPhotos/AFP Oculus, sýndarveruleikafyrirtæki í eigu Facebook, kynnti í gær upp- færslu á sýndarveruleikagleraugum sínum sem mun gera notendum kleift að streyma í 360 gráðum á Facebook. Munu notendur þannig geta deilt upplifun sinni með vinum og vandamönnum. Til dæmis ef verið er að spila tölvuleik. Uppfærslan fór í loftið utan Bandaríkjanna í gær en þar í landi munu menn þurfa að bíða í nokkrar vikur. Er henni ætlað að auka sýnileika sýndarveruleika- efnis og sýna fólki hvernig það er að spila leiki með gleraugunum. – þea Oculus býður nú upp á sýndarveruleikastreymi Brian chesky (til vinstri), stofnandi og framkvæmdastjóri Airbnb, á ráðstefnu í Los Angeles í nóvember. NordicPhotos/AFP 1 1 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a ð i ð 1 1 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 1 1 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 1 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C 6 C -D 5 6 0 1 C 6 C -D 4 2 4 1 C 6 C -D 2 E 8 1 C 6 C -D 1 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.