Fréttablaðið - 11.03.2017, Síða 19

Fréttablaðið - 11.03.2017, Síða 19
Körfubolti Keflvíkingurinn Amin Stevens varð stigahæsti leikmaður Domino’s-deildar karla í körfubolta á þessu tímabili en hann skorað 29,5 stig að meðaltali í 22 leikjum Kefla- víkur í deildinni. Það munaði þó ótrúlega litlu að Stevens missti stigakóngstitilinn til Flenards Whitfield í Skallagrími í lokaumferðinni. Flenard Whitfield skoraði nefnilega 50 stig í lokaleik sínum og þegar leik Skallagríms lauk í Grindavík var Whitfield kom- inn yfir Amin Stevens. Amin Stevens átti hins vegar loka- orðið. Hann komst á vítalínuna í lokin á leiknum við ÍR í Seljaskóla og tókst ekki aðeins að tryggja Keflavík framlengingu heldur gaf sér einnig tækifæri til að endur- heimta efsta sætið á listanum yfir stigahæstu leikmenn deildarinnar. Flenard Whitfield var fyrir vítin með tveggja stiga forskot á Stevens og miðherji Keflavíkurliðins var nýbúinn að klikka á tveimur víta- skotum. Stevens setti hins vegar bæði vítin niður, jafnaði leikinn og um leið við Whitfield. Stevens tryggði sér síðan stiga- kóngstitilinn með því að skora þrjú stig í framlengingunni. Amin tók einnig flest fráköst í deildinni í vetur (15,3) og var með langhæsta framlagið (37,0) af öllum leikmönnum deildarinnar. Stevens var líka með bestu skotnýtinguna í deildinni en 61 prósent skota hans rataði rétta leið. Tobin Carberry hjá Þór var þriðji stigahæstur með 27,3 stig í leik en hann var ennfremur á topp tíu í stigum, fráköstum (11,1, – 5. sæti) og stoðsendingum (4,4 – 10. sæti). Njarðvíkingurinn Logi Gunn- arsson var stigahæsti íslenski leik- maður deildarinnar en hann skor- aði 19,95 stig í leik í vetur. Logi var rétt á undan ÍR-ingnum Matthíasi Orra Sigurðarsyni sem var með 19,5 stig í leik. – óój Einu víti frá því að missa stigatitilinn Enginn skoraði meira en Amin Stevens í vetur. FréttAblAðið/Anton brink Topplistar í Domino’s- deild karla 2016-17: Flest stig í leik 1. Amin Stevens, keflavík 29,5 2. Flenard Whitfield, Skallagr. 29,4 3. tobin Carberry, Þór Þ. 27,3 4. Sherrod nigel Wright, Haukar 27,1 5. Antonio Hester, tindastóll 23,5 6. George beamon, Þór Ak. 21,8 7. lewis Clinch Jr., Grindavík 21,1 8. logi Gunnarsson, njarðvík 19,9 9. Matthías orri Sigurðarson, Ír 19,8 10. Darrel keith lewis, Þór Ak. 18,3 Flest fráköst í leik 1. Amin khalil Stevens, keflavík 15,3 2. Flenard Whitfield, Skallagr. 14,6 3. Hlynur bæringsson, Stjarnan 12,8 4. tobin Carberry, Þór Þ. 11,1 5. Antonio Hester, tindastóll 10,7 6. Pavel Ermolinskij, kr 9,3 Flestar stoðsendingar í leik 1. Hörður Axel Vilhjálmss., keflav. 6,8 2. Pavel Ermolinskij, kr 6,6 3. Pétur birgisson, tindastóll 6,2 4. Emil barja, Haukar 5,6 5. S. Arnar björnsson, Skallagr. 5,3 6. Matthías orri Sigurðarson, Ír 5,2 Flestir stolnir boltar í leik 1. Pétur birgisson, tindastóll 2,82 2. Danero thomas, Ír/Þór Ak. 2,15 3. Ólafur Ólafsson, Grindavík 2,09 4. Amin Stevens, keflavík 2,05 5. björgvin ríkharðsson, tindast. 1,95 Flest varin skot í leik 1. tryggvi Hlinason, Þór Ak. 2,73 2. Quincy Hankins-Cole, Ír 1,71 3. Finnur Atli Magnússon, Hauk. 1,36 4. Flenard Whitfield, Skallagrím. 1,32 5. Hlynur bæringsson, Stjarnan 1,27 Hæsta framlag í leik 1. Amin Stevens, keflavík 37,0 2. Flenard Whitfield, Skallagr. 32,5 3. tobin Carberry, Þór Þ. 31,3 4. Antonio Hester, tindastóll 26,9 5. Hlynur bæringsson, Stjarnan 25,8 6. Sherrod nigel Wright, Haukar 24,9 7. George beamon, Þór Ak. 20,4 8. Darrel keith lewis, Þór Ak. 19,9 9. Ólafur Ólafsson, Grindavík 19,7 10. lewis Clinch Jr., Grindavík 19,1 11. Pétur birgisson, tindastóll 19,0 12. Hörður Axel Vilhjálmss., kef. 18,1 13. Matthías orri Sigurðars., Ír 18,0 14. Pavel Ermolinskij, kr 17,4 15. Danero thomas, Ír/Þór Ak. 17,2 16. tryggvi Hlinason, Þór Ak. 17,18 17. Jeremy Atkinson, njarðvík 16,4 18. S. Arnar björnsson, Skallagr. 16,2 18. Finnur Atli Magnúss., Haukar 16,2 20. logi Gunnarsson, njarðvík 15,9 Hörður Axel gaf flestar stoðsending- ar í leik. FréttAblAðið/Anton brink Vísindadagur OR Nauthóli 14. mars kl. 9–16 H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 7- 05 55 Á vísindadeginum í ár verða flutt stutt og snörp erindi um ýmislegt sem brennur á okkur í dag: loftslagsmál og heilsa, kolefnisspor og orkuskipti í samgöngum, bætt auðlindanýting, vatns- og fráveita og snjöll framtíð. Boðið verður upp á morgunhressingu fyrir fund og léttan hádegisverð. Þeir sem ekki komast geta fylgst með streymi á www.or.is. Allir velkomnir | Aðgangur ókeypis Skráning og nánari upplýsingar á or.is Taktu þátt í umræðunni á #orsamband S p o r t ∙ f r É t t A b l A ð i ð 19l A u G A r D A G u r 1 1 . m A r S 2 0 1 7 1 1 -0 3 -2 0 1 7 0 4 :3 2 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 6 C -B 2 D 0 1 C 6 C -B 1 9 4 1 C 6 C -B 0 5 8 1 C 6 C -A F 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 1 0 _ 3 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.